Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 14
Ef svarið er „Já“ þá er næsta skref að bera fram hinar svokölluðu „Hv“ spurningar eins og ég kýs að kalla þær, en þær notum við til að átta okkur á tíðni og magni neyslunnar. Ef við gefum okkur að konan játi því að hún hafi einhvern tímann drukkið áfengi þá spyrjum við næst: „Hvenær drakkstu áfengi síðast?“, en slík spurning opnar konunni leið til að ræða um núverandi neyslu ef einhver er og fyrrverandi neyslu. Flestar kvennana svara því eflaust til að þær hafi ekki drukkið frá því fyrir þungun og jafnvel löngu áður. Sumar konur hafa drukkið áfengi fyrstu vikur meðgöngunnar áður en þær áttuðu sig eða fengu staðfestingu á þunguninni en hætt því algjörlega eftir það. Hins vegar sitja þessar konur gjarnan uppi með mikið samviskubit yfir því að hafa drukkið í byrjun meðgöngunnar, jafnvel þótt það hafi verið mjög lítið og þær eru hræddar um að hafa skaðað fóstrið. Þessi spurning er ég nefndi fyrr gefur þeim færi á að ræða þessar áhyggjur sínar og um leið ljósmóðurinni/ hjúkrunarfræðingnum tækifæri til að róa konuna, því ósennilegt er að svo lítil neysla og rétt í byrjun valdi skaða. Ef aftur á móti konan kveðst hafa drukkið deginum áður eða síðast- liðna helgi eða fyrir einhverjum dögum síðan þá er næsta skref að átta sig á því hversu mikil drykkja er á 14 ----------------------------- ferðinni og þá að bera upp spurn- ingar eins og: „Hversu mikið drekkurðu’“ „Hvað drekkurðu?“ „Hversu oft drekkurðu?“ Ef svo virðist eftir þessar spurningar að hér sé um einhverja drykkju að ræða þá er næst að komast að því hversu mikil áhrif drykkjan hefur á líf konunnar og er mælt með því að leggja þá fyrir konuna svokallaðar CAGE spurningar: 1. Hefur þér einhvern tímann fundist þú þurfa að minnka drykkjuna? 2. Hefúr fólk verið með afsldptasemi gagnvart drykkjunni hjá þér? 3. Hefúr þér einhvern tímann liðið illa eða verið með slæma samvisku út af drykkjunni? 4. Hefur þú einhvern tímann byrjað daginn á því að fá þér drykk til þess að róa taugarnar eða losna við timburmenn? Einnig getur verið hjálplegt að nota eftirfarandi spurningu: „Hvað þarftu marga drykki til að finna á þér?“, en þessi spurning gefur vísbendingu um áfengisþol. Ef konan svarar því til að hún þurfi meira en tvo drykki til að finna á sér, þá segir það manni að þolið hefur aukist og misnotkun væntanlega til staðar. Sumar konur eru fúsari að viður- _______________ LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.