Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 34
Úriráttur frá félagfsfundi kjá L.M.F.Í Félagsfundur haldin í sal B.S.R.B 26. feb. ‘97 kl. 17,50 Fundarefni almenn félagsstörf og heimaþjónusta ljósmæðra. Mjög vel var mætt og voru fyrir 80 ljósmæður sem sátu fundinn. Formaðurinn greindi ffá starfsemi stjórnar og því helsta sem er að gerast í félagsmálum. Það sem bar hæðst voru umræður um stöðu ljósmæðra innan B.S.R.B og þá hvort við værum betur settar í B.H.M einnig kom upp sú umræða hvort við gætum staðið utan félagasamtaka, þessa hluti þarf að kanna mjög vel áður en ákvörðun er tekin. Ljósmæður voru hvattar dl að kynna sér breytingar á lífeyrissjóðsmálum, fjöldi fúnda hefúr verið auglýstur, einnig er hægt að fá persónulega þjónustu um þessi mál. Rætt var um stöðu ljósmæðra innan heilsugæslunnar og mikilvægi þessa að það séu sem sjái um mæðrvernd. Ljósmæðraráð er að vinna í því að skipuleggja störf ljósmæðra í framtíðinni. Þar sem mestu og heitustu umræðurnar urðu um var heimaþjónustan. Og þá aðallega nýgerður samningur F.I.H við Tryggingastofúun ríkisins. Þótti ljósmæðrum að sér veigið og var mikil óánægja með þetta, þar sem samningur L.M.F.f er fyrir allar ljósmæður sama í hvaða félagi þær eru. Verður þetta mál kannað ffekar af stjórninni. Ákveðið hefúr verið að hafa ffæðsludag og aðalfúnd daganna 2-3 maí. Nánara auglýst síðar. Eftir félagsfúndinn var boðið upp á veitingar og síðan tók við fræðslufúndur um Meðgöngueitrun og fyrirlesarar voru Hildur Harðardóttir læknir, Sigríður Haraldsdóttir, Sólveig Jóhannsdóttir og Álfheiður Árnadóttir ljósmæður. Þá var einnig þétt setið í salnum og er mjög ánægjulegt að sjá hvað vel var mætt. Kveíja, stjóm L.M.F.f. Auglýsing frá skrifstofu LMFI Skrifstofa LMFI auglýsir effir Ijósmæðrum sem vilja sinna heimaþjónustu. Einnig þeim sem vilja leysa af einhvern tíma út á landi. Ljósmæðrafélagið langar að útbúa lista um ljósmæður sem vilja taka þetta að sér til að auðveldara sé fyrir atvinnurekendur að leita sér að ljósmæðrum sem vilja leysa af öðru hvoru. Skrifstofa Ljósmæðrafélags Islands er opin mánudaga frá kl. 13-17 og á fimmtudögum frá kl. 13.30-16. 34 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.