Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 11
talað um að FAE komi fram í mun fleiri tilvikum (Bartek 1990) Börn er fæðast með FAS eru mjög auðkennandi í útliti. I raun líkjast þau hvert öðru, frekar en að þau líkist foreldrum sínum, líkt og börn er fæðast með heilkenni (down syndrom). Fæðingagallar koma helst fram á höfði og andliti. Höfuð- ummál er lítið, það er langt á milli augnanna, augun eru lítil og op milli efra og neðra augnloks er þröngt. Nefrót er lítil, nef stutt, þunn efri vör og vantar grófina milli nefs og efri varar og andlitið er flatt. Hluti þessara fæðingagalla á höfði og and- liti þarf að vera til staðar svo hægt sé að greina FAS hjá börnum (Autti- Ramö og Granström 1992). Jafn- framt eru þessi börn oftast með minni fæðingarþyngd, lélegt sog- viðbragð er einkennandi fyrir þau, vansköpun á útlimum er þekkt og rannsókn er gerð var í Þýskalandi sýndi fram á aukna tíðni van- sköpunar á handleggjum hjá börnum mæðra er drukku áfengi á með- göngunni (Froster og Baird 1992). Börn með FAS eiga við andlegan seinþroska að stríða og er greindar- vísitala þeirra að meðaltali 68-70 (Bartek 1990). Vægari afleiðingar áfengis eru mun algengari, engu að síður geta af- leiðingar þessar haft alvarleg áhrif á barnið og er hér um að ræða FAE, en það getur gerst hjá mæðrum er LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ___________________ drekka meira og minna alla með- gönguna en þó ekki í það miklu mæli að þær geta leynt því út á við og finnst sjálfum jafnvel að aðeins sé um svokallaða „social drykkju* að ræða. Við fæðingu eru þessi börn ekki með þessi auðkenni á höfði og andliti líkt og hjá FAS börnum en algengustu vandamál er koma upp hjá þessum börnum eru m.a.: Fyrirburafæðingar, fæðingarþyngd í minna lagi miðað við meðgöngulengd, óróleiki eftir fæðingu og það sem er hvað alvar- legast er að síðar á ævinni er mikil hætta á ofvirkni og þau lenda gjarnan í erfiðleikum með nám (Bartek 1990). FAE getur komið fram hjá börnum mæðra sem jafnvel drekka ekki svo ýkja mikið en eru þó að drekka eitthvað alla meðgönguna. Það eru einmitt þessar konur sem hætta er á að komist í gegnum mæðraeftirlit án þess að drykkjan uppgötvist. Kókaín - Amfetamín Amfetamín er það örvandi efni sem mest er notað hér á Islandi í dag. Ymist er því sprautað í æð eða sogið f nös. Skv. ársskýrslu SÁÁ hefur amfetamínneytendum farið fjölgandi og ef litið er til aldurs þeirra kvenna sem eru í amfetamínneyslu þá eru það nánast eingöngu konur á barn- eignaraldri. Því miður er erfitt að finna rannsóknir er gerðar hafa verið um áhrif amfetamíns á fóstur en hins ------------------------------ 11

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.