Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Page 12

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Page 12
vegar hafa verið gerðar margar rann- sóknir um áhrif kókaíns á fóstur og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, því kókaínneysla er stórt vandamál þar í landi. Þar sem amfetamín og kókaín eru efnafræðilega skyld efni og áhrif efnanna svipuð á líkamann má gera ráð fyrir því að áhrif þeirra og afleiðingar á fóstrið séu áþekkar. Þar sem kókaínmæður hafa gjarnan verið í annarri neyslu samhliða hefur reynst erfitt að greina einstök áhrif þess á fóstur eins og áður var getið. Hins vegar er vert að geta nýlegrar rannsóknar er gerð var af Fries, Kuller, Norton ofl. í Bandaríkjunum 1993 og voru í þeim úrtakshóp hæði mæður er höfðu neytt áfengis og kókaíns samtímis á meðgöngunni og einnig hópur mæðra er höfðu eingöngu neytt kókaíns á með- göngunni. Rannsóknin sýndi fram á séreinkenni hjá börnum þessara mæðra og voru þau m.a.: Áhrif á miðtaugakerfið, mikill óróleiki eftir fæðingu, stór höfuðmót, mikill bjúgur á enni og um augu, stutt nef, nasavængir lágstæðir, litlar táneglur, aukin tíðni klofins góms, 40% voru fyrirburafæðingar, 43% voru með lítið höfuðummál, algengt er að börn þessi fæðist með heilablæðingu og fleiri einkenni komu í ljós. Vegna þessara auðkenna vildu rannsakendur tala um fetal cocain syndrom hjá þessum börnum. Við neyslu kókaíns hækkar blóð- þrýstingur skyndilega. Við það aukast líkur á fylgjulosi og blæðing getur átt sér stað hjá fóstri og þá helst í heilavef, það leiðir til þess að fóstur þjáist af heilablæðingu og getur fæðst lamað (Geller 1991). Mikilvægt er að upplýsa amfetamín- og kókaín- neytendur um þessa áhættuþætti, þvx þetta ástand getur skapast þó svo viðkomandi sé ekki reglulegur neytandi þessara efna. Kannabisefni Hass -Marijuana eru lítið rannsökuð efni. Líkt og með kókaín og amfetamín er erfitt að greina sérstök áhrif þess. Hins vegar hafa rann- sóknir sýnt fram á að vikuleg neysla getur leitt til lægri fæðingarþyngdar. Jafnframt getur efnið valdið sam- drætti í legi og hrint af stað fæðingu fyrir tímann. Sérkennilegur grátur og skjálfti er einkennandi hjá þessum börnum eftir fæðingu (Geller 1991). Skv. ársskýrslu SÁÁ hafði hlutfall stórneytenda kannabisefna skyndi- lega farið vaxandi á síðasta ári þannig að full ástæða er til þess að spyrja um þessa neyslu jafnt og aðra. Einföld aðferð til greiningar Mikilvægt er að greina þær barns- hafandi konur sem neyta áfengis og/eða annarra vímuefna sem allra fyrst á meðgöngunni, svo íhlutun 12 ___________________________________________ LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.