Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Side 21

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Side 21
um lengri eða skemmri tíma og eru á einhvern hátt háðir hver öðrum um uppfyllingu ýmissa grundvallarþarfa (Guðrún Marteinsdóttir, 1984 ). Móðurhlutverkið er mjög krefjandi og krefst mikillar aðlögunar. Á það sérstaklega við um fyrsta barn. Hér áður fyrr var talið að móður- umhyggja væri eðlishvöt sem móðir- in sýndi með því að umvefja barnið og sýna því umhyggju (Myles, 1977). Oakley (1987) telur að samband konu við barn sitt hefjist áður enn barn verður til. Það á rætur sínar að rekja til barnæsku konunnar, þeirri móðurumhyggju sem hún upplifði sjálf. Eftir fæðinguna kvarta margar konur yfir því að hafa ekki þessa tilfinningu og verða mjög leiðar. Er því mikil- vægt að styðja þær sérstaklega, sýna þeim umhyggju og útskýra fyrir þeim að móðurtilfmningin komi smátt og smátt (Salariya, 1991). Hér á landi leggja flestar mæður sig fram um að undirbúa sig undir fæð- ingu barnsins á meðgöngutímanum. Á seinni árum hefur verið lögð sífellt meiri áhersla á að feðurnir séu með í öllum undirbúningi, komi með kon- unni í mæðraeftirlitið, taki þátt í námskeiðum fyrir fæðinguna og séu með konunni í fæðingunni. Faðirinn er talinn hennar besti stuðningsaðili og veitir henni stuðning sem eykur á vellíðan hennar. Tengsl sem móðir finnur milli sín og LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ _________________ barns síns skömmu eftir fæðinguna eru venjulega talin vera á einn veg. Hins vegar er talið að aðdráttarafl milli móður og barns séu gagnkvæm sem annarra einstaklinga sem barnið umgengst mest, eins og föður (Klaus og Kennell, 1976). Greenberg og Morris (1974) nefna tengsl milli ungbarns og foreldra hughrif. Þeir töldu að hughrif lýsti sér í sjálfs- virðingu föður ef hann væri við- staddur fæðingu barns síns. Mikilvægt er fyrir verðandi foreldra að undir búa sig af kostgæfni undir foreldrahlutverkið. Foreldrahlutverkið hefur verið skilgreint þannig að það skuli þjóna öllum þörfum barnsins. Þessar þarfir eru: (1) Líkamleg vernd og umhyggja. (2) Næring. (3) Ást og að fá tækifæri til að tengjast öðrum. (4) Fá að vaxa og þroskast líkamlega, andlega og félagslega. (5) Fá tækifæri til að læra á umhverfi sitt. Foreldrarnir þurfa að vera vel undir það búnir að mæta þessum kröfum (Kempe og Kempe, 1978). Stungið hefur verið upp á því að umönnun ungbarns liggi utan meðvitaðrar hugsunar og ákveðins ásetnings. Talið er að þessi umönnun sé aðeins möguleg með ást (Winnicott, 1957). Mikilvægi brjóstagjafar Brjóstamjólkin er besta næringin --------------------------------- 21

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.