Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Side 15

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Side 15
kenna aukið áfengisþol, heldur en vandamál er hljótast af drykkjunni. Þessar spurningar geta gefið manni vísbendingu um það, hvort um áfengisvandamál sé að ræða hjá konunni eða ekki. Fræða þarf þessar konur um skaðsemi neyslunnar og hversu alvarlegar afleiðingar þær geta haft á barnið. Það hefur sýnt sig að fræðsla í mæðraeftirliti til kvenna hefur skilað góðum árangri og margar látið af allri neyslu á meðgöngunni. Þeim konum sem ekki geta hætt neyslu án frekari aðstoðar þarf að liðsinna, benda þeim á þau meðferðarúrræði sem í boði eru, hvetja þær til að leita sér meðferðar og fylgja því eftir. Þó svo að konan hafi fengið þá fræðslu sem þurfa þykir hjá sinni ljósmóður/hjúkrunarfræðingi í mæðra- eftirlitinu má ekki láta þar við sitja. Þó svo hún taki fræðslunni vel og tali um að hætta allri neyslu, verður að spyrja hana aftur um neyslu næst er hún kemur í skoðun: „Hefurðu drukkið nokkurn bjór, léttvín eða sterkt vín frá því síðast er þú varst í skoðun?“ Vænlegast er að orða spurninguna á þennan hátt því mörgum finnst bjór eða léttvín varla vera áfengi og líta ekki alvarlegum augum á slíka neyslu. Ef hins vegar kona neitar allri neyslu á meðgöngunni en okkur grunar annað þá ber að spyrja hana aftur næst þegar hún kemur í skoðun. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ------------------ Henni gæti liðið betur þá og verið öruggari með sig þegar hún fer að kynnast sinni ljósmóður/ hjúkrunar- fræðingi og á þá auðveldara með að opna sig. En því miður er það nú svo að ávallt munu einhverjar þungaðar konur neita neyslu alla meðgönguna þó svo þær séu í einhverri neyslu. Ef allar konur fá fræðslu um skaðsemi áfengis -og vímuefnaneyslu munu þær þó altént verða einhvers vísari og kannski verður hægt að ná til þeirra seinna eða jafnvel í næstu meðgöngu. LOKAORÐ Eins og fram hefur komið þá hefur áfengis- og vímuefnaneysla á með- göngu viðtæk áhrif á fóstrið bæði andlega og líkamlega, en það er aldrei of seint að reyna að stöðva neysluna eins og kemur fram í rannsókn er Korkman, Autti-Ramö ofl. gerðu á vegum Háskólans í Helsinki 1994. Rannsóknin var um andlegan sein- þroska tveggja ára barna eftir áfengisneyslu móður á meðgöngu. Kom í ljós að greinileg fylgni var á milli seinþroska hjá börnum og þess hvort móðirin drakk áfengi í byrjun meðgöngunnar eða út alla með- gönguna. Seinkaður málþroski og sjónhreyfiþroski kom fram hjá börnum mæðra er drukku alla meðgönguna. Eingöngu var um athyglisskort að ræða hjá börnum þeirra mæðra er drukku fram að 3. ------------------------------ 15

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.