Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 25
er það vandamál að sogið hjá barninu er ekki nægilega gott (Woolridge o. fl., 1986b). Röng stelling getur valdið sárum vörtum (Woolridge o. fl., 1986a). Samkvæmt gögnum frá Dagnýju Zoega (1996) á Kvennadeild Landspítalans er langalgengasta orsök þess, að konur með barn á brjósti leita aðstoðar á Kvennadeildina, stíflur í brjósmm. Næstalgengasta vandamálið eru sárar vörtur. Lögun brjóstvarta, innfallnar vörtur, flatar og litlar vörtur, stórar þykkar vörtur og bjúgur í vörtum geta haft hindrandi áhrif á brjóstagjöf. Leiðbeiningar við upphaf brjósta- gjafar eru taldar mikilvægar í þessu sambandi, því mörgum konum tekst vel til með brjóstagjöf með góðum stuðningi og aðstoð, þótt brjóst- vörturnar hafa ekki þá lögun sem er ákjósanleg. Hér skiptir stelling barnsins við brjóstagjöf mjög miklu máli. (Hytten, 1954). Á undanförnum árum hefur það aukist að konur með stór brjóst fari í brjóstaminnkunaraðgerð. Mín reynsla er sú að brjóstagjöf gangi oft erfiðlega fyrir sig hjá þessum konum. Brjóstaminnkun þarf þó ekki að hafa skaðleg áhrif, ef þess er gætt að tengja saman mjólkurleiðara og taugar við aðgerðina (Lawrence, 1994). Athugun, sem Harris o.fl. (1992) gerðu, leiddi í ljós að allar konur í úrtaki, sem urðu ófrískar eftir brjóstaminnkun, gátu mjólkað, þótt sumar þeirra tækju þá ákvörðun að hafa barn sitt ekki á brjósti. Reynsla mín er að fjölburafæðing virðist valda móður oft miklu álagi sem orsakar að margar gefast upp með brjóstagjöf. Þótt móðirin hafi næga mjólk vantar oft á nauðsyn- legan félagslegan stuðning. Brjóstaverkfall hjá börnunum koma fyrir alveg upp í 6 mánaða aldur. Barnið neitar að taka brjóstið, grætur og sperrir sig. Þetta veldur miklum leiða hjá mæðrunum. Ástæðurnar eru oft óljósar, en stundum veldur tregt mjólkurflæði. Algengasta ástæðan er þó sú að barnið fær samhliða ábót í pela og snuð (Mohrbacher og Stock, 1995). Faðirinn á stundum í erfiðleikum með að aðlagast nýju hlutverki og getur það orsakað hjónabandsörðug- leika. Algengustu neikvæðu viðbrögð föðurins gegn brjóstagjöf móður er afbrýðisemi gagnvart nánu tilfinn- ingalegu og líffræðilegu sambandi móður við barn sitt (Waletzky, 1979). Niðurlag Mjög margir þættir hafa áhrif á hversu vel mæðrum gengur að hafa ungbörn á brjósti. Hér hafa líkam- legir, andlegir og félagslegir þættir áhrif. Þekking á þessum þáttum er nauðsynleg til þess að móðir nái sem bestum árangri með brjóstagjöf. Ein af skyldum ljósmæðra og hjúkrunar- LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 25

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.