Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Síða 5
Góðar gjafir
Ljósmæðrafélagi íslands bárust góðar gjafir á 80 ára afmæli félagsins:
• „Verndarengill" frá Heilbrigðisráðuneytinu
• Mynd frá BHM
• Mynd frá Helgu Birgisdóttur ljósmóður
■ Mynd frá Norðurlandsdeild LMFÍ
• Blómvöndur og kveðjur frá NJF
Sendir stjórn LMFÍ gefendum bestu þakkir
Afleýsingateými Ijósmeeðra
út á landslrjggðina
Ljósmæðrafélag íslands hefur af því þungar áhyggjur hve mikið vantar af ljósmæðrum út á landsbyggð-
ina. Nú höfum við í stjórninni verið að velta fyrir okkur hvort hægt sé að koma upp lista hjá LMFÍ um
þær ljósmæður sem eru til í að leysa af öðru hvoru og í einhvern tíma úti á landi. Ljósmæðrafélagið
myndi halda utan um þann lista svo að þeir vinnuveitendur sem eru í vandræðum geti leitað til okkar.
Við hvetjum allar ljósmæður sem geta hugsað sér þetta að láta okkur vita á skrifstofu LMFÍ sem allra
fyrst. Að setja sig á þennan lista er án allra skuldbindinga, en verulega til þæginda fyrir þá sem þurfa á
ljósmóður að halda.
Skrifstofa Ljósmæðrafélags íslands er opin á mánudögum frá kl. 13-17 og á fimmtudögum frá kl. 14-17.
Einnig er símsvarinn alltaf í sambandi og hægt að skilja eftir skilaboð á honum. Síminn er 564 6099 en
einnig er hægt að senda okkur fax í síma 564 6098.
Stjórn LMFÍ
UppFJsingar til greinahöfunda
Þær greinar sem birtast í Ljósmæðrablaðinu eru á ábyrgð höfunda og endurspegla ekki nauðsynlega við-
horf ritnefndar og ritstjóra. Höfundum er uppálagt að vanda málfar og stafsetningu og rnega eiga von á
að ritnefnd geri kröfu um lagfæringar eftir yfirlestur. Ennfremur áskilur ritnefnd sér rétt til að hafna
greinum sem eru illa unnar eða ljósmóðurfræðunum óviðkomandi.
Greinar sem birtast eiga í Ljósmæðrablaðinu má senda á skrifstofu LMFÍ eða beint til ritstjóra (póst-
föng er að finna á titilsíðu blaðsins). Ekki er nauðsynlegt að skila greinum uppsettum á tölvutæku formi,
þótt vitaskuld sé það gott, en handskrifaðar greinar þurfa að vera vel læsilegar. Vanda skal til heimilda-
skráningar þar sem við á. Ennfremur er nauðsynlegt vegna yfirlestrar að fram komi auk nafns höfundar,
starfsheiti, heimilisfang og símanúmer greinahöfunda. Áætlað er að Ljósmæðrablaðið komi út tvisvar á
ári í framtíðinni.
Allar nánari upplýsingar veitir ritstjóri.
LJÓSMÆÐRABLAÐIP
5