Ljósmæðrablaðið - 15.07.1999, Qupperneq 16
flesta strengi tilfinninga okkar.
Hún birtist í ýmsum myndum til
dæmis reiði, afneitun, vonleysi,
söknuði og grátur. Sorgarferlið er
eðlilegt og náttúrulegt ferli lil að
aðlagast mikilvægum missi á heil-
brigðan hátt. Ef það gengur ekki
eftir getur það valdið sjúkleika í
hinum ýmsu myndum (Karl Sig-
urbjörnsson, 1990).
Leiðir til að -Oinna tir sorginni
Þegar um fóstureyðingu er að
ræða er oft tilhneiging til að fela
fóstrið og að nefna það ekki er
enn algengara. Foreldrar eru
þannig skildir eftir aleinir með
sektartilfinningu um leyndar til-
finningar um ást til barnsins, for-
vitni þeirra um hvernig “barnið
þeirra” var og sorgartilfinningu.
Það er þörf fyrir leiðbeiningar og
ráðleggingar fyrir starfsfólk svo
og foreldra til að auðvelda sorgar-
viðbrögð og koma í veg fyrir
sjúkleg viðbrögð sem geta verið
afleiðing þess ef fólk fær ekki að
syrgja. Það hefur sýnt sig í mörg-
um rannsóknum að það auðveldar
sorgarferlið að fá að halda á barn-
inu, gefa því nafn og það á alveg
jafn vel við þó um fóstureyðingu
sé að ræða vegna fósturgalla eins
og þegar kona missir fóstur á
svipuðum tíma meðgöngunnar
(Lorenzen og Holzgreve,1995;
Kolker og Burke, 1993; Hunfeld
o.fl., 1997; Bryar, 1997; Ney o.fl.,
1994). I rannsókn Lorenzen og
Holzgreve (1995) var enginn töl-
fræðilegur munur milli kvenna
hvort sem þær fóru í fóstureyð-
ingu, vegna fósturgalla eða misstu
fóstur, að þær sköpuðu sér minn-
ingar um barnið til dæmis með
því að fá að sjá það og gefa því
nafn. Um helmingur kvenna bæði
eftir fóstureyðingu og þær sem
misstu fóstur báðu um eða þáðu
boð um að fá að sjá barnið eftir að
þær höfðu verið upplýstar um
þann möguleika. í báðum hópun-
um var svipaður fjöldi fóstra með
sjáanlega galla. Allar konumar
voru fræddar um fósturgallann
áður. Konur vildu sjaldnar sjá
fóstrið ef gallinn var mjög áber-
andi. Margar mæður og foreldrar
höfðu lýst hræðilegum hugmynd-
um um hið dána barn en síðan eft-
ir að hafa séð það neituðu þau að
hafa haft þannig tilfinningar. Níu-
tíu og tvö prósent af konum eftir
fóstureyðingu og áttatíu prósent
þeirra sem misstu fóstur fengu að
sjá fóstrið og voru ánægðar með
það. Fjörutíu og þrjú prósent
þeirra kvenna, sem ekki sáu barn-
ið, og spurðar voru fljótlega eftir
fóstureyðinguna, sáu eftir að hafa
ekki tekið þá áhættu að sjá það.
Næstum allar mæðurnar voru
þakklátar að hafa haft möguleika
að sjá barnið eftir fæðinguna.
Margar konur óskuðu þess að þær
hefðu verið hvattar til að halda á
barninu, þær þorðu ekki að gera
það upp á sitt einsdæmi. Venju-
lega voru teknar rnyndir sem voru
settar inn í skýrslu konunnar
þannig að hún hefði möguleika að
nálgast þær seinna meir og rúmur
helmingur kvenna vildu fá mynd
af barninu. Fyrir sumar konur var
myndin trygging fyrir því að þær
gætu séð barnið þrátt fyrir að þær
hefðu ákveðið að sjá ekki barnið
eftir fæðinguna. Með því að sjá
dáið barn vakna margar tilfinning-
ar og niðurstöður sýna að þær
konur sem gera barnið áþreifan-
legra syrgja meira strax á eftir en
jafna sig fyrr með tímanum. For-
eldrar sem höfðu ekki möguleika
eftir fóstureyðinguna að sjá og
halda á barninu og höfðu hvorki
minningar né hluta til minningar
svo sem mynd, eiga erfiðara með
að sætta sig við missinn (Kolker
og Burke, 1993). Hafa verður í
huga að það að skapa minningar
um barnið er ekki eina leiðin til
að takast að við sorgina, það þarf
að virða ákvörðun einstaklingsins
í þessum efnum. (Lorenzen og
Holzgreve, 1995).
í rannsókn Lorenzen og
Holzgreve (1995) sýndu konur
sem misstu fóstur meiri sorg eftir
átta vikur en þær sem fóru í fóst-
ureyðingu. Með því að skoða
sorgarviðbrögðin yfir ákveðið
tímabil og bera saman þær konur
sem misstu fóstur og þær sem
fóru í fóstureyðingu, sýndu konur
sem fóru í fóstureyðingu minni
sorg en þær konur sem misstu
fóstur og sköpuðu ekki minningar.
Þær upplifðu meiri sorg eftir átta
vikur en tveimur dögum eftir
missinn.
Sorgin er sárari og varir lengur
en flest fólk býst við. Lengd sorg-
arinnar kemur mörgum foreldrum
á óvart og eykur einangrun þeirra.
Fjölskyldan og vinir styðja kon-
una í byrjun en eftir mánuð eða
svo búast þeir við að konan setji
þessa reynslu til hliðar og haldi
áfram lífinu eins og ekkert hafi í
skorist (Kolker og Burke, 1993 ).
Batinn hins vegar tekur venju-
lega ár, en ekki vikur eða mánuði.
Mennirnir virðast eiga auðveldara
með að jafna sig og ganga fyrr í
gegnum sorgarferlið ( White-Von
Mourik o.fl., 1992; og Bryar,
1997). Það sem getur auðveldað
batann er að tengjast baminu til-
finningaböndum og upplifa það
að missa barn í stað þess að hugsa
um það sem eitthvert fóstur (Kol-
ker og Burke, 1993).
HlutOerk fagfólks
Starfsfólk ætti að hjálpa foreldr-
um að hefja sorgarferlið. Það er
hægt að gera með því að vísa til
“barnsins” í stað “fósturleifa” og
með því að viðurkenna að ást og
umhyggja séu til staðar og þess
vegna sé sorgin nauðsynleg til að
losa um böndin til barnsins. Lítill
hluti foreldra þarf meiri stuðning
vegna annarra fyrri vandamála
16
LJÓSMÆPRABLAPIP