Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Page 25
Fœðingarkofinn. Flér hafa meira en 500 börn fœðst.
Afslöppuð með kaffibolla í mœðraskoðun hjá Inu May.
unarum hvort það væri ekki peninganna
virði að gefa lengri tíma í mæðravemd-
inni. Mæðraverndin er svo mikilvægur
hlekkur í þeirri keðju sem myndar bam-
eignaferlið. Þar ætti að vera staður og
stund til að ræða viðkvæm mál sem
kannski koma til með að hafa áhrif á
gang mála síðar á meðgöngunni eða
í fæðingunni. En eins og staðan er í
dag er ljósmæðrum skammtaður mjög
naumur tími fyrir hverja konu og lítið
um að stund gefist til spjalls. Þetta er að
mínu mati nokkuð sem ljósmæður ættu
að beita sér af öllum kröftum fyrir að
bætt verði úr.
Ljósmæðurnar nota mataræði og
jurtir ásamt remedíum frá hómópata
sem heitir Lisa Goldstein. Þær hafa ekki
tileinkað sér notkun nálastungna og
hjá þeim fæða konurnar ávallt á landi,
aldrei í vatni. Ein þeirra sagðist ekki
hrifin af vatnsfæðingum, meðal annars
vegna þess að hún teldi meiri hættu á
blæðingum eftir fæðinguna. Þær eru
“hands-on” ljósmæður, nota olíu og
fleiri aðferðir til að vemda spöngina.
Ein þeirra er aðferð sem Ina May kallar
„raspberry- eða horselips”. Hún felst í
því að „purra” eins og ég kýs að kalla
það. Blása lofti út um lokaðar slakar
varir, slaka alveg á kjálkanum aftur að
eyrum. Með þessu fæst slökun á spang-
arsvæðið og það gefur betur eftir. Þetta
er gott að nota þegar farið er að bóla vel
í og á milli hríða þega kollurinn krýnir.
Stundum er gott að fá konumar til að
gera þetta í hríðum ef kollurinn ætlar að
fæðast mjög hratt, til að hægja aðeins
á honum. Konumar segja líka að með
því að „purra” nái þær að slaka betur
á milli hríða þegar sviði og sársauki í
spönginni er sem mestur. Eg hef notað
þessa aðferð sjálf í fæðingunum eftir
r km m
heimkomuna og það hefur reynst vel.
Á The Farm fá konurnar að fæða
sjálfar, án inngripa í hið eðlilega ferli
meðgöngu og fæðingar. Konur eru
ekki gangsettar og ekki eru notuð lyf
eins og Syntocinon til að örva sóttina.
Þennan „skort” eða ijarveru inngripa
telja ljósmæðumar vera eitt af lykil-
atriðum hinnar ífábæru útkomu sem
þær hafa náð. Athugið að flestar konur
sem eftir því óska, „fá“ að fæða hjá
þeim. Ina May sagði í viðtali sem tekið
var við hana fyrir nokkmm ámm að það
sé óheillavænleg þróun og ein stærsta
áskorunin á heimsvísu að margar konur
séu ekki lengur hræddar við ónauðsyn-
legar aðgerðir í fæðingum (Fine, ódag-
sett).
Hér á landi heíur inngripum í eðlilegt
fæðingarferli Ijölgað. Eg velti fyrir
mér til dæmis varðandi börn í sitjandi
stöðu, hvort ljósmæður í mæðravemd
á íslandi hefðu áhuga á að tileinka
sér í meira mæli aðferðir ljósmæðr-
anna á The Farm til að fræða konur á
þann hátt að þær ákveði að fæða bam í
sitjandastöðu um leggöng í stað þess að
vilja keisaraskurð. Kostar ekkert nema
smávegis fyrirhöfn af hálfu móðurinnar
og ffæðslu frá ljósmóður.
Svo er það tíðni áhaldafæðinga og
keisara. Hún er eins og fram hefur
komið mjög lág á The Farm. Emm við
að grípa of mikið inn í snemma í ferl-
inu, og styðja við gangsetningar og
jafnframt að gefa konunum of lítinn
tíma í fæðingunni sjálfri, þannið að
gripið sé til áhalda eða jafnvel keisara-
skurðar of snemma? Mjög áhugavert
væri fyrir ljósmæður hér á landi að líta
í eigin barm skoða þetta. Eg spurði Inu
May til dæmis hvort þær notuðu létta
sogklukku. Hún svaraði því neitandi,
þeim fínnst áhættan af klukkunum
ekki þess verð miðað við árangurinn
af þeim aðferðum sem þær hafa komið
sér upp síðustu 35 árin. Ina May sagði
að þær notuðu þá aðferð að tveir þrýsta
mjaðmaspöðum konunnar saman um
leið og hún rembist. Aðspurð sagði
hún að gömul ljósmóðir hefði kennt sér
þessa aðferð, hún hefði lært hana hjá
indjánum einhvers staðar í Ameríku.
Til gamans má geta þess að samkvæmt
samantekt ljósmæðranna á The Farm er
keisaratíðin hjá þeim 1,4%, tíðni tangar-
fæðingar 0,5% og sogklukkufæðingar
eru 0,05% (Gaskin, 2003). í þeim örfáu
tilvikum sem þarf að beita klukku eða
töngum fara þær með konuna á spítala.
Útkoma spangar er einnig mjög góð
(Gaskin, 2003).
68,8% eru með heila spöng,
19,1% með 1° rifii
11,5% með 2° rifu
0,3% með 3° rifu
0,1% með 4° rifu
Ljósmæðrablaðið desember 2008 25