Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 3
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 3 Lýtaaðgerðir íTsjernobyl? Spurning dagsins Er tími Jóhönnu liðinn? Raunveruleikasjónvarp, hæ hó og dillidó, það er sko skemmtilegt! Það er hægt að elta uppi kol- svarta glæpamenn og láta berja þá upp við fína bfla og það er hægt að græta miðaldra kerlingar og fá þær til þess að opinbera þá skömm að þær sofi í tvennum nærbuxum. Það er hægt að sýna hvað fram fer í svefnherbergjum manna og kvenna án þess að það sé nokkurt klám, vegna þess að það er svo mikið raunveruleikasjónvarp og svo hollt og hvetjandi fyrir aðra að átta sig á því að einhvers staðar í Garðabæn- um búi hjón sem geta fengið full- nægingu fjórtán sinnum á klukku- tíma. Og það er hægt að biðja sér milljónamærings og það er hægt að láta kjósa sig í fyrirsætustörf, já allt þetta í raunveruleikasjónvarpi. Nú, svo er rúsínan í þarmaendanum; það er, að hægt er að láta skera sig sundur og saman og breyta sér nánast í hvað sem er í þessu sama raunveruleikasjónvarpi. En skyldi vera hægt að láta breyta sér aftur í upprunalegt horf? Lýtaaðgerðir í Stundinni okkar? Vonandi verður afskurður kyn- færa, eða hvað það nú heitir þegar drengur vill verða að stúlku, í beinni útsendingu bráðlega, helst bara í Stundinni okkar. Raunveruleika- sjónvarp er það sem börnin vilja og það er sjálfsagt að vera ekkert að hoppa um í óraunveruleika til þess að blekkja þau blessunirnar sem þrá það heitast að komast inn í hinn guðdómlega heim raunveruleikans hjá fullorðnum. Til dæmis var þetta orðið alveg ferlegt með hana Þuru í blokkinni á númer fimmtán. Hún var komin með svo stórt nef að það skyggði á alla á númer sautján sem æduðu í sólbað á sínum svölum. Á húsfundi stakk Sigtryggur upp á lausninni sem allir féllust á, nefninlega að sponsera nefminnkunaraðgerð Þuru. Allt gott þegar endirinn er góður. Löggan og handrukkararnir „Áðuren maður vissi af, gæti meira en verið að maður væri skyndilega staddur uppi á lögreglustöð. Summan ersúað dópsalinn væri mættur með helvitis borvélina enn einu sinni. Handrukkarar og dóp Tómas Jónsson skrifan Fyrir skömmu voru handrukkarar til umfjöllunar í Islandi f dag á Stöð 2. Ekki í íyrsta skipti sem þeir rata í fjöl- miðla og örugglega ekki það síðasta. í þáttinn mætti lögregluþjónn sem vildi, eins og vanalega, gera lítið úr vandamálinu, og um leið þeim sögu- sögnum að handrukkarar ættu það til Lesendur að berja fórnarlömb sín, brjóta á þeim hendur og fætur og bora í hné- skeljar þeirra. Aldrei hafði hann heyrt um það að þetta fólk leitaði sér aðstoðar á spít- ala. Þar með lægi í augum uppi að þessi sirkus gæti ekki átt sér stað. Ég skal hins vegar uppfræða þennan ágæta mannurn um að ég þekki, eða þekkti, ágædega til þessa heims. Ef maður skuldar dópsalanum á horn- inu nokkur hundruð þúsund er ekki verið að taka mann neinum vetdinga- tökum. Það sem hins vegar aftrar manni frá því að leita sér læknisaðstoðar er að læknamir myndu forvitnast um hvemig manni hefði orðið sér úti um áverkana og áður en maður vissi af, gæd meira en verið að maður væri Kjallari skyndilega staddur uppi á lögreglu- stöð. Summan er sú að dópsalinn væri mætmr með helvíds borvélina enn einu sinni. Þegar þessi mál em rædd í fjöl- miðlum er útkoman yfirleitt sú að maður á að fara til lögreglunnar, leggja fram kæm, þannig útrýmum við þessum þjóðflokki. Því miður get- um við ekki vemdað ykkur, segja þeir; Við eigum lítið af peningum og emm svo fáliðaðir, ræðið við dómsmála- ráðherra. Mitt innlegg í þessa umræðu er; lögleiðum fíkniefni. Efna- og lyfja- fræðingamir í Háskólanum sjá um að framleiða fíkniefnin sem síðan em seld af ríkinu. Rfldð lætur svo hlut af veltunni renna til SÁÁ og annarra meðferðarstofnana. Annað slagið stendur ríkið fyrir því að gefa börnum kost á að komast frítt í íþróttir og auka fjármagn dl íþróttafélaga eða standa fyrir öðmm átaksverkefnum. Kostirn- ir eru svo miklu fleiri en hitt. Öll þessi ungmenni, sem em að burðast með fíkniefni til landsins og lenda á bak við lás og slá til að verða að alvöru glæpamönnum á Litía-Hrauni, finna sér eitthvað annað til dundurs. Minna verður um glæpi. Og undirheimamir tapa stómm hluta af völdum sínum. Ríkið selur tvær tegundir af fíkniefn- um; alkahól og sígarettur. Af hverju er ekki hægt að hafa þetta allt undir sama hattinum? Vinireða peningar? Margréthringdi: IDV á mánudag er viðtal við kunn- an borgara sem berst við krabbamein. Hmndið hefur verið af stað fjársöfnun til að létta honunr lífið. Það er þakkar- vert. En hvað varðar svona mál, má spyrja hvort fólk sem er í heljarglímu þurfi helst fjárstuðnings við. Gleymum við ef til vill að styðja andlega við þetta fólk. Margir hafa sagt að einmitt þegar veikindin sæki að hverfi vinimir eins og dögg fyrir sólu. mælikvarða, og nóg af peningum til þess að leika okkur eins og vitleys- ingar fyrir framan blóðþyrstan al- menning. Fer Davíð með lýtalækna til Úkraínu? Forsætisráðherra landsins hyggst heimsækja forseta Úkraínu innan skamms, hvernig væri að hann hefði með sér lýtalækni þangað? Ekki til þess að festa hausana á þá sem for- setinn hefur hálshöggvið, heldur til þess að veita nokkmm af þeim börn- um aðstoð sem á hverju ári fæðast stórlega vansköpuð vegna áhrifa af versta og viðbjóðslegasta umhverf- isslysi aldarinnar sem leið, Tjerno- byl-slysinu. 70% þeirra barna sem fæddust efdr slysið voru með skarð í vör eða klofinn góm. Það kostar engar fimm milljónir að hjálpa einu slíku barni. Ef teymi íslenskrar skurðstofu færi með forsætisráðherranum væri hægt að gera raunveruleikasjónvarp (sem greinilega er það sem allir þrá) sem gæti komið Islandi á kortið sem ábyrgri hjálpandi þjóð og gæti hugs- anlega dregið úr pjattrófú-jippóinu sem ruglar alla í ríminu. Eða til hvers er forsætisráðherrann að fara að heimsækja Kutsjma? Elísabet Brekkan skoðar fréttir af lýtaaðgerðum. Þegar afdönkuð barnastjarna fær nýjan rass Nú er svo mikill samdráttur hjá Ríkissjónvarpinu að það lítur helst út fýrir að forsætisráðherrann verði lát- inn fara án raunveruleikamynda- manna til hennar Úkraínu. Það er nú synd því þar er hægt að sjá virkilega krassandi raunveruleika undir leikstjórn forsetans Leonids Kutsjma. Hann lætur til dæmis háls- höggva blaðamenn fyrir opnum tjöldum, sem er auðvitað miklu blóðugra heldur en að fylgjast með því þegar afdönkuð barnastjarna fær nýjan rass í beinni útsendingu. Hérlendis er eins og menn þoli ekki nema eina frétt í einu. Hvort sem fréttin er raunveruleg frétt eða raunveruleikafrétt. Það var í fullri alvöru talað um fimm milljónir til þess að greiða lækniskostnað við að piffa upp miðaldra konu fyrir opn- um tjöldum. Við erum greinilega komin með lýtalækna á alheims- Liðinntími eða ókominn „Hennar tími er löngu liðinn eða ekki kominn enn.Jóhanna er iðinn þing- maður, dugleg og bráðskörp, þó svo hún hafi ekki alltafrétt fyrir sér. Auðvitað hlýtur að vera svekkjandi fyrir þingmenn að ná ekki meiru fram afsínum þingmál um, en það liggur í augum uppi að ríkisstjórnin hefur völdin og mál þingmanna, hvort sem þeir koma úr stjórnariiði eða stjórnarand- stöðu, ná ekki nándar nærri alltafí gegnJ' Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra „Jóhanna hef- ur vissulega verið dugieg við að flytja mál á Alþingi en fjöldi mála er þó ekki endi- tega besti mælikvarðinn á góðan þing- mann. Frelsisdeildin á www.freisi.is er besti kvarðinn á hversu góðir þing- menn eru í raun og veru en í deildinni fá menn stig fyrir að flytja og styða frumvörp i frelsisátt." Atli Rafn Björnsson, formaður Heimdallar „Nú er kominn tími til að við hlustum á Jó- hönnu. Hennar tími er kominn. Þolinmæði þrautir vinnur allar. Við þurf- um á reynslu Jóhönnu að haldaog hún flytur æ betri þingmál og fyrirspurnir, svo sem um fjármál stjórn- málaflokkanna og óþörf útgjöld ríkis- ins.“ Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna 80X200 Verðfrá 90x200 Verðfrá 100x200 Verðfrá 120x200 Verðfrá Pífur Rúmteppi Heilsukoddar Náttborð Speglar Skatthol Kommóður Kistlar °g Islenskar gssðadýnurá heildsöluverði Fri heimscndmg á rumum á stór-Reykjavíkursvæöinu ■ Verslunin RúmGott Smiðjuvegi 2 -Kópavogi Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10 til 18 • Opi< augardögum frá kl. 11 til 16. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. „Jóhanna er ei- líf. Hennar tími er, var og verð- ur. Þingmál hennar voru, eru og verða ævinlega góð. Á öllum tímum eru þetta sannkölluð þjóðþrifamál." Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingar „Alls ekki.Jó- hanna á erindi sem alþingis- maður jafn lengi og hún vill. Hún býr yfir mikilli þekkingu á málum og hef- ur næma til- finningu fyrir þvíhvað brennur á þjóð- inni - og lætur sig jafnframt miklu varða kjör þeirra í þjóðfélaginu sem minnstmega sín.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður er iðin við kolann. Hefur flutt 410 þingmál á 18 árum en aðeins 35 orðið að lögum. Sjálf segist hún ekki missa móðinn. FERMINGATILBOÐ Fermingatilboð á einstaklingsrúmum. Verðlrakr. 29.900,- (90x200) Fáanlegt í ýmsum stærðum Verð án fylgihluta Fáanlegt með besta 5 svæða aunudd sem völ er á. yggt I dýnuna. TILBOÐSVERÐ. kr.67.900,- kr.79.700,- kr.83.600,- kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.