Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
Óþolandi
launamunur
Launa-
munur milli
kynjanna í at-
vinnulífinu er
óþolandi,
sagði Stein-
grímur J. Sig-
fússson alþingismaður VG í
fyrirspurnartíma á Alþingi í
gær. Umræðuefnið var
hvað liði þvi að hrinda í
veruleika tillögum nefndar
sem kannaði efnahagsleg
áhrif kvenna í atvinnulíf-
inu. Fram kom í máli Dav-
íðs Oddssonar forsætisráð-
herra að skýrsla nefndar-
innaryrði
I lögð fyrir rík-
isstjórnina í
Bí "vfl dag, þriðju-
I dag. I fram-
flv~'^^B haldinu yrði
WLjŒ-JM metið og
ákveðið hvernig að fram-
haldinu skildi staðið. Sagði
ráðherrann að vissulega
hefði margt ágætt náðst
fram í jafnréttismálum á
undanförnum árum. Um
það virtust hann og fyrir-
spyrjandinn ekki vera sam-
mála. Órækur vitnisburður
um þetta misrétti er, að
sögn Steingríms, að stað-
festur launamunur væri á
bilinu 7,5% til 11% og karl-
ar væru 80% forstöðu-
manna ríkisstofana. Aukin-
heldur hefði félagsmálaráð-
herra nýlega flæmt for-
stöðumann Jafnréttisstofu
á Akureyri í starfi og segði
það eitt mikla sögu um við-
horfin í þessu málaflokki.
Froðan fauk
Alls var tilkynnt um 30
eignarspjöll til lögreglunnar
í Reykjavík. Meðal þeirra
var að einhver óprúttinn
náungi opnaði krana á
1000 lítra plasttanki við fyr-
irtæki í austurbænum. Úr
tankinum lak ótiltekið
magn af sápulegi sem að
mestu skolaðist niður í
nærliggjandi niðurfall en
hluti hans freyddi og fauk
burt í rokinu sem var laug-
ardaginn. Á sunnudags-
morgunn var svo brotin
rúða í bakaríi í austurborg-
inni þannig að glerbrotum
rigndi yfir 500 smákökur.
Geir Jón Þórisson Hraðatak-
markanir i lifsgæðakapphlaupinu.
„Það sem liggur á er að fólk
fari að slappa svolítið afog
hugsa um sjálftsig. Og hætta
Hvað liggur á?
þessu stressi. Bæði í umferð-
irtrti og í samskiptum. Það er
mikið betra að láta sér frekar
nægja minna en að vera í
stressi eftir einhverju meiru í
lífsgæðakapphlaupinu," segir
GeirJón Þórisson,yfírlögreglu-
þjónn t Reykjavík.
Glæpamenn sem stungu lík sem var fullt af fíkniefnum, bundu í plast, hlekkjuðu
og sökktu til botns við Netabryggjuna í Neskaupstað, ganga lausir. Lögregla neitar
að upplýsa um gang rannsóknarinnar öðruvísi en með innihaldslitlum fréttatil-
kynningum. Ekkert samband næst við lögregluna á Eskifirði. Þrír menn, tveir ís-
lendingar og Lithái, gáfu sig fram við lögreglu í gær og voru skýrslur teknar af
þeim. Einn þeirra, Grétar Sigurðarson, segir að lögregla hafi hugsanlega áhuga á
tveimur vinum hans sem voru á Pajero jeppa. Jeppinn fannst í gærkvöldi.
Lögreglumenn hjá
embætti Ríkislög-
reglustjóra ræddu í
gær við þrjá menn
sem gáfu sig fram við
lögregluna í gær-
morgun í tengslum
við rannsóknina á lík-
fundinum í höfninni í
Neskaupstað. Þeir
gáfu sig fram eftir að
fréttir voru fluttar af
því að lögreglan leit-
aði að fjórum mönn-
um, tveimur íslend-
ingum, fæddum 1972
Ragnar Jónsson Stendurfyrir
innan en hann var kallaður til
aðstoðar við sýslumanninn i
Neskaupstað frá Lögreglunni í
Reykjavík.
og 1976 og tveimur Litháum, fæddum 1959 og
1980. Ekki fæst staðfest ltvort þessir þrír menn
væru þeir sem lögreglan var að leita að. Því var
haldið fram í fjölmiðlum að lögreglan hefði gef-
ið út liandtökuskipun á hendur þessum fjórum
mönnum, en enginn hefur verið handtekinn.
Lífvörður gaf sig fram við lögreglu
Fréttablaðið greindi í gær frá því að einn
mannanna sem lögregla leitaði væri frá Nes-
kaupstað og hefði hlotið menntun í vopna-
burði. Grétar Sigurðarson kannaðist við lýsing-
una enda fæddur árið 1976, kemur úr Norðfirði
og var í Neskaupstað fyrir skömmu síðan.
Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu í gær-
morgun enda taldi hann að lögregla vildi hafa
Lflclð duiarfulla borlð Ino tU_-—-------
krufningar Við krufningu i Reykjavik
kom iljós að hinn látníhafði amfetamín j£
innvortis.
Þóra Steffensen Krufði
likið og leysti í raun
ráðgátuna.
tal af honum. Hann seg-
ir að ástæða þess að
hann hafi farið til lög-
reglu hafi verið lýsing í
Fréttablaðinu í gær á
einum þeirra sem lög-
reglan vildi ná tali af.
Viðkomandi væri frá
Neskaupstað og hefði
„menntað sig erlendis
meðal annars í meðferð
og beitingu vopna". í
febrúar árið 1998 var
viðtal við Grétar í DV þar
sem hann greinir frá því
að hann sé á leið í líf-
varðaskólann PBA, Pro-
fessional Bodyguard Association og fylgdi sög-
unni að skólinn væri meðal annars rekinn af
bresku leyniþjónustunni MI5.
„Það eru ekki margir sem koma til greina
sem eru frá Neskaupstað og með sama nám og
ég,“ segir Grétar og ákvað því að fara á lögreglu-
stöðina í Reykjavík í gærmorgun. Hann var fyrir
austan á dögunum á þeim tíma sem rannsókn
lögreglu beinist að. „Ég veit ekki af hverju þeir
vildu tala við mig en ég gaf þeim skýrslu og búið
mál.“
Félagar í Pajero
En Grétar telur þó
að heimsókn sem
hann fékk fyrir aust-
an kunni að varpa
ljósi á að lögreglan
vildi tala við hann.
„Það komu félagar
mínir í heimsókn á
þessum Pajero jeppa
sem þeir voru að
spyrjast fyrir um,“
segir Grétar sem seg-
ist annars ekkert vita
um efnisatriði máls-
ins. „Ég ltef ekki
minnstu hugmynd
Teikning DV Teikningin var
unnin i samráði við vitni en
lögregla hefur ekki beðið um
aðstoð fjölmiða. Norskir
blaðamenn eru mjög hissa á
þessum vinnubrögðum.
Litháen hefur komið upp í umræðu um líkfund í höfninni í Neskaupstað
Nokkrar staðreyndir um Litháen
Litháen er frægt fyrir að vera síð-
asta Evrópulandið sem tók kristni,
ekki fyrr en á 15. öld. Landið var á
miðöldum stórveldi, lengst af í kon-
ungssambandi við Pólland. Þegar
Rússland tók að þenjast út á 18. öld
gleypti það Litháen og var landið síð-
an hluti rússneska keisaradæmisins
en fékk sjálfstæði við lok fyrri heims-
styrjaldar ásamt hinum Eystrasalts-
löndunum. Sjálfstæðið entist ekki
lengur en til 1940 þegar Rússar (eða
Sovétmenn) hernámu öll Eystrasalts-
löndin og var það hluti af samkomu-
lagi Stalín við Hitler. Þjóðverjar lögðu
síðan Litháen undir sig ári seinna og
var tekið fagnandi af mörgum sem
hötuðu Sovétmenn. Litháar munu í
stríðinu hafa gengið sérlega rösklega
fram við að ofsækja Gyðinga en þeir
höfðu verið fjölmennir í landinu.
Eftir seinni heimsstyrjöld varð Lit-
háen hluti Sovétríkjanna þangað tii
þann 11. mars 1990 þegar landið lýsti
yfir sjálfstæði að nýju, í kjölfar þess að
Sovétríkin voru á fallanda fæti. Gor-
batsjov Sovétleiðtogi virtist í fyrstu
ætla að láta hart mæta hörðu og tU
átaka kom í höfuðborginni Vilnius en
minna varð úr en margir óttuðust. ís-
lendingar urðu fyrstir manna til að
viðurkenna sjálfstæði Litháens.
Vytautas Landbergis varð fyrsti for-
seti landsins.
Þann tæpa hálfan annan áratug
sem liðinn er síðan sjálfstæðið var í
höfn hefur gengið á ýmsu í Litháen.
Landsmenn hafa komið betur undir
sig fótunum en margar aðrar fyrrver-
andi Sovétþjóðir en Litháen hefur á
hinn bóginn fengið á sig nokkurt óorð
vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
sem þar þrífst í stórum stíl. Hafa ýms-
ir meira að segja orðað það svo að
rússneska mafían stjórni landinu í
reynd. Seint á síðasta ári reis mikið
hneyksli í Litháen þegar öryggislög-
regla landsins upplýsti að hún grun-
aði mjög háttsetta aðila, sem stóðu
nærri núverandi forseta Iandsins,
Rolandas Paksas, um að vera beinlín-
is á snærum mafíunnar. Litháen er
talið vera eins konar brautarstöð
mafíunnar fyrir inn- og útUutning á
ólöglegum varningi af ýmsu tagi -
hvort sem um er að ræða eiturlyf,
gimsteina, fornmuni eða hvaðeina.
Ásakanir urn peningaþvætti og ntan-
sal eru líka háværar.
Tveir hópar Litháa hafa getið sér
gott orð á Isíandi. Annars vegar er um
að ræða handboltamenn og er
skemmst að minnast þeirra félaga
Gintasar og Gintaurasar sem spiluðu
með Aftureldingu. Hins vegar hefur
litháíski leikstjórinn Rimas Tuminas
sett upp fimm leiksýningar í Þjóðleik-
húsinu á rúmum áratug og hafa þær
mælst vel fyrir meðal leikhúsfóUcs og
er Tuminas í raun kominn er í hóp
þekktustu leikstjóra Evrópu.
Litháen er 65 þúsund ferkílómetr-
ar sem samsvarar um það bil tveimur
þriðju hlutum íslands. Auðlindir eru
fáar í landinu nema rafmagn og er
landbúnaður mikilvægasti atvinnu-
vegurinn. Um mitt síðasta ár voru
íbúar í Litháen tæplega 3,6 milljónir
manna.