Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Side 9
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 9
um þessa Lit-
háentengingu.
Eins og ég var
búinn að fylgj-
ast með mál-
inu átti þetta
að tengjast
einhverjum
Kárahnjúka-
mönnum,'1
segir Grétar
sem vildi ekki Netabryggjan Hér fanmt hinn látni.
tjásig um nán-
ar um umrædda vini sína á Pajero jeppanum
og sagði að lögregla hefði farið fram á það við
sig að tjá sig ekki efnislega um það sem fram
kom við skýrslutökuna. Hann var í talsverðu
Uppnámi þegar hann kom úr skýrslutökunni
og fannst málið óþægilegt og taldi reyndar eft-
ir á að hann væri alls ekki einn af þeim mönn-
um sem lögreglan vildi hafa upp á.
Sjónvarpið greindi
frá því í gærkvöldi að
Pajero-jeppinn sem
leitað hafði verið að,
hefði fundist á Akur-
eyri. Talið var að bíll-
inn hefði verið leigður
í Reykjavík, ekið aust-
ur á land og svo aftur
til Reykjavíkur.
Farsakennd at-
burðarás þegar
menn gáfu sig
fram
Eins og áður er
komið fram gaf Grétar
sig fram við lögregluna
í Reykjavík í gærmorg-
un. Varðstjóri kannaðist ekid við manninn og
hafði samband við kollega sína á Eskifirði. Þar
sögðu menn að enginn væri eftirlýstur en bentu
lögregluþjóninum að hafa samband við emb-
ætti Ríkislögreglustjóra. Eftir nokkuð þref,
ákvað lögregluþjónninn frá Lögreglunni í
Reykjavík að fylgja Grétari yfir Snorrabrautina
til Ríkislögreglustjóra.
Inger Jónsdóttir sýsiu-
maður Stýrir rannsókn á þvi
hver maðurinn ersem fannsti
höfninni.
Norska pressan
kvartar
Blaðamenn Norska dagblaðsins yerdens
Gang eða VG sem komu hingað til lands
vegna rannsóknar málsins eru furðu lostnir
yfir því hvernig samskiptum lögreglu og fjöl-
miðla hefur verið háttað. „Eftir föstudaginn
höfum við alls staðar komið að lokuðum dyr-
um,“ segir Marius Tetlie sem er þrautreyndur
blaðamaður VG og hefur skrifað um mörg erf-
ið glæpamál. „Svona viðmót hefði verið álitið
algerlega óviðundandi í Noregi og hefði kall-
að á viðbrögð." Marius segir að í hliðstæðum
málum í Noregi sé að lágmarki gefið færi á
talsmanni lögreglu á föstum tímum til fyrir-
spurna, að minnsta kosti einu sipni á dag.
Marius og ljósmyndarinn Frode Hansen
halda af landi brott í dag enda bendir ekkert
tii að sakamálið í Norðfirði teigi anga sína til
Noregs.
—------jeL....
Frode og Marius frá VG Algerlega óviðundandi fram-
koma lögreglu
Skömmu síðar komu hinir mennirnir tveir,
íslendingur og Lithái á sama stað hjá lögregl-
unni í Reykjavík og leikurinn endurtók sig. Lög-
reglan í Reykjavík kannaðist ekki við að hún ætti
að fylgjast með þessum mönnum, lögreglan á
Eskifirði gat litla hjálp veitt en eftir að Ríkislög-
reglustjóra hafði verið gert viðvart, komu sjö
lögreglumenn sem fylgdu mönnunum tveimur
til yfirheyrslu.
Ekkert upplýsingastreymi frá lögreglu
Eins og DV hefur greint frá, hefur lögreglu-
rannsóknin verið harkalega gagnrýnd af
mönnum víðs vegar í lögregluliðum landsins.
Þykir hafa skort mjög á að forræðið í rann-
sókninni væri skýrt og upplýsingastreymi frá
embætti sýslumannsins á Eskifirði hefur verið
lítið sem ekkert. Innihaldslitlar fréttatilkynn-
ingar hafa verið sendar af og til en í gær barst
DV engin tilkynning um gang rannsóknarinn-
ar. Eins og fram kemur í samtali við norska
blaðamenn hér annarsstaðar á síðunni,
kannast þeir ekki við vinnubrögð af
þessu tagi frá lögreglu.
Það er Inger Jónsdóttir sýslumað-
ur á Eskifirði sem er formlega yfir
lögreglurannsókninni. Manndráps-
mál hefur ekki komið til hennar
kasta frá því hún tók við embætti.
Ríkislögreglustjóri sendi fjölmennt
lögreglulið til aðstoðar úr efna-
hagsbrotadeild og tveir menn
voru sendir frá tæknideild Lög-
reglunnar í Reykjavík. Eftir því
sem DV kemst næst eru tveir lög-
reglumenn Ríkislögreglustjóra
eftir fyrir austan en hinir komnir
í bæinn. Einungis tæknideildar-
mennirnir hafa áður tekið þátt í
máli af því tagi sem nú er til
rannsóknar.
Lögreglumenn hafa verið að
skoða nýtingu á gistirýmum og
hverjir hafi leigt bflaleigubíla að
undanförnu. Eins hafa þeir farið í
gegnum greiðslukortafærslur á völd-
um stöðum. Þar sem talið er víst að
hinn látni hafi komið til landsins í
gegnum Keflavíkurflugvöll, hefur
kapp verið lagt á að finna hann
myndböndum sem tekin eru upp af
komufarþegum. Það mun vera ákaf-
lega tímafrekt að fara í gegnum mynd-
böndum, eins og að leita að nál í hey-
stakki. Fíkniefnaþáttur rannsóknarinnar er
til sérstakrar skoðunar.
,Ég veit ekki
afhverju þeir
viláu tala við
mig en ég
gafþeim
skýrslu og
búið mál.
Grétar Sigurðarson Gafsig
fram við lögreglu i gærmorgun og
hélt að hún hefði áhuga á kunn-
ingjum sinum á Pajero jeppa. Lærði
að vera tifvörður í Bretlandi.
Ómar Valdimarsson blaðafulltrúi Impregilo stöðvar bloggara
„Ég hef fengið e-mail frá Ómari
Valdimarssyni, talsmanni Impreg-
ilo. Hann sagði að þetta væri háal-
varlegt mál og ef ég hefði fyrir
þessu einhverjar staðfestar heim-
ildir yrði ég að leggja þær fram því
ef þetta væri reyndin þá kallaði
það á lögreglurannsókn. Ef hins
vegar þetta væri eitthvert grín af
minni hálfu þá bæri mér að taka
þetta út,“ segir Elvar Geir Magnús-
son, 18 ára nemi við Fjölbraut í
Breiðholti. Hann skrifaði á blogg-
síðu sína að hann hefði heyrt af því
sögur að vændi væri stundað í
tengslum við framkvæmdir við
Kárahnjúka.
Ómar Valdimarsson blaðafull-
trúi hins ítalska verktakfyrirtækis
virðist samkvæmt þessu standa
dyggilega vörð um heiður Irnpreg-
ilo og er með augu og eym opin
fýrir því hvað sagt er um fyrirtæk-
ið. Ómar sagðist í samtali við DV
ekki vilja tjá sig en fyrst hann væri
spurður um þetta tiltekna atriði þá
gæti hann sagt að hann hefði
krafist skýringa á blogginu.
„Þetta er bara það sem maður
heyrir," sagði Elvar Geir við DV í
gær. „En ég hef nóg að gera í skól-
anum og ekki tíma til að standa í
neinu veseni. Kannski er þetta
bara rugl. Það var hvort eð er ekki
fyrr en batman.is linkaði inn á síð-
una mína sem fóru að steyma les-
endur inn á bloggið rnitt," segir El-
var Geir sem bakkaði snarlega
með staðhæfingar sínar og fjar-
lægði textann af síðu sinni.
Valur Magnússon, lögreglu-
maður á Egilsstöðum, kom af fjöll-
um og segist ekki hafa heyrt
orðróm um hið meinta vændi,
sagði þetta fréttir í sín eyru.
jakob@dv.is
Elvar Geir Magnússon t.h. og vinur hans I8ára nemi við Fjölbraut i Breiðholti
sagði frá þvi á bioggsíðu sinni að sögusagnir væru á kreiki um vændi í tengslum við
virkjunarframkvæmdirnar við Kárahnúka. Úmar Valdimarsson talsmaður Impregilo
var fljótur að gripa í taumana.