Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Page 29
r
0V Fókus
r
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 29
Sir Paul McCartney er ekki sáttur við fréttir
sem breska pressan hefur flutt undanfarið af eig-
inkonu hans, Heather. Um helgina hringdi hann
brjálaður á ritstjórnarskrifstofu The Sun og hellti
úr skálum reiði sinnar. „Ég er ekki einhver
heimskur gamall karl sem féli fyrir fallegri mann-
eskju,“ sagði hann um hina 36 ára eiginkonu sína
sem er 25 árum yngri en hann.
„Heather er góð manneskja sem leggur ótrú-
lega mikið á sig til að hjálpa fólki. Við erum venju-
leg fjölskylda og reynum að gera venjulega hluti.
Ég er ekki einhver heimskur gamall karl sem féll
fyrir fallegri manneskju. Það er kjaftæði, ég er ekki
heimskur. Ég myndi aldrei kvænast mannesku út
af útíitinu einu saman, það þarf að vera meira
spunnið í hana en það,“ bætti hinn 61 árs fyrrum
Bítill við.
Nennir að rífa sig upp á rassgatinu
„Eiginkona mín er mjög góð kona en fólk virð-
ist ekki geta sætt sig við það. Heather er mjög góð
manneskja og allt sem hún gerir er gott. Ég sé aðra
hlið á henni en fólk því ég er kvæntur henni. Hún
virkilega nennir að rífa sig upp á rassgatinu til að
gera eitthvað til að hjálpa fólki. Hún getur veitt
ungum stúikum, sem hafa misst fótlegg, sjálfs-
traustið aftur. Ég get ekki gert það og það eru í
raun fáir á þessari jörð sem geta það.“
Heather, sem fæddi þeim hjónum dótturina
Beatrice í október síðastliðnum, missti sjálf fót-
legg árið 1993 þegar hún lenti í slysi. Síðan þá hef-
ur hún helgað líf sitt því að berjast fyrir fólk sem
misst hefur útlimi.
Sir Paul sagði frá því í símtali sínu við The Sun
hvernig Heather hefði nýlega kastað öllu frá sér til
að hjálpa stúlku í Liverpool sem var í vanda. „Fyr-
ir nokkrum mánuðum var 13 ára stúlku hrint fýr-
ir lest af einhverjum vitíeysingum og missti fót í
kjölfarið. Um leið og Heather heyrði af þessu fór-
um við til Liverpool og Heather fór með hana í
sundkennslu. Hún veitti þessari ungu stúlku það
hugrekki sem hún þurfti til að halda áfram. Þetta
er nokkuð sem ég gæti ekki en hún gerir þetta á
hverjum degi. Hún tekur ekki krónu fyrir að að-
stoða þessi börn. Hún er ótrúleg."
Vill ekki að dóttirin alist upp við þetta
Sir Paul, sem á íjögur börn með Lindu eigin-
konu sinni heitinni, lagði einnig ríka áherslu á að
Heather kæmi vel saman við Stellu dóttur hans
sem er fatahönnuður. Miklar sögur hafa gengið
um að illt sé á milli þeirra tveggja. „Stella var í
heimsókn hjá okkur og dóttur okkar um daginn
og við skemmtum okkur mjög vel í brúðkaupi
hennar. Við dönsuðum þar fram á morgun en
samt var skrifað í blöðin að við hefðum farið
snemma heim að sofa. Málið með Heather er ein-
faldiega að hún sækist ekki eftir athygii fyrir þá
vinnu sem hún innir af hendi fyrir góðgerðarsam-
tök. Og samt heldur fólk áfram að tala illa um
hana. Það sér ekki allt sem hún gerir án þess að
biðja um þakkir eða viðurkenningu. Við erum
venjuleg fjölskylda, eigum unga dóttur og ég vil
ekki að hún alist upp við þetta. Konan mín er góð
manneskja."
Sir Paul og Heather „Viðerum venjuleg fjölskylda, eigum unga dóttur og ég vil ekki að hún alistupp við þetta.Konan min er
góð manneskja."
Paul McCartney Konan mín
er ekki heimsk glyöra!
Lögregla leitar
stórra brjósta
ítölsk kona sem fór í fegrunarað-
gerð er nú eftirlýst af lögreglu fyrir
að hafa látið sig hverfa af sjúkrahús-
inu á þess að greiða fyrir aðgerðina.
Konan kom á einkasjúkrahús í Róm
og pantaði þar stærstu og mestu
brjóstastækkun sem mögulegt var
að fá og fljótlega eftir aðgerðina
laumaði hún sér burt og lítið hefur
til hennar spurst. Lögreglan veit lítið
um konuna, sem hefur gert leitina
nokkuð erfiða, og í raun er eina vís-
bending þeirra gríðarstór barmur
konunnar og vonast þeir til þess að
hann muni koma upp um hana fyrr
eða síðar. Lýtalæknirinn sem fram-
kvæmdi aðgerðina, Jamal Salhi, seg-
ir að því miður sé þetta ekki í fyrsta
sinn sem svona nokkuð gerist. Hann
segir það koma fyrir nokkrum sinn-
um á ári að sjúklingar stingi af eftir
aðgerðir til þess að komast hjá
greiðslu.
Eina vísbendingin Lögreglan á Italiu ieit-
ar konu sem fékk stærstu mögulegu brjósta-
stækkun sem um ræðir en stakk afeftir að-
gerðina án þess að borga. Lítið er vitað um
konuna fyrir utan griðariegt brjóstaummál.
Stjörnuspá
Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknar-
stjóri er 51 árs í dag. „Maðurinn hefur
fundið leiðina til að rækta hið
góða sem ríkir innra með
honum. Hamingja ein-
'[ kennir líðan hans og sýn-
ir manninn ávallt eiga
von á því besta sem til-
veran er fær um að gefa
honum og þeim sem
hann elskar heitt," segir í
stjörnuspá hans.
Skúli Eggert Þórðarson
VV Vatnsberinn (20.jan.-i8. febr.)
v\ -----------------------------------
Hér er þörf fyrir skipulag og
takt sem hentar stjörnu vatnsberans.
Ekki láta skapið stjórna þér þessa dag-
ana heldur leitaðu að því sem fær þig til
að takast á við líðandi stund með réttu
hugarfari og ekki síst réttum hraða.
fískami (19. febr.-20.mars)
Ef þú stendur frammi fyrir freist-
ingum þessa dagana ættir þú að standast
þær með því að sækja þann mikla styrk
sem býr innra með stjörnu þinni. Haltu
áfram að vera þinn eigin dómari og vertu
meðvituð/meðvitaður um möguleika þína
sem felast í nánustu framtíð.
H
T
Hrúturinn (21.mars-19.april)
Ekki velta fyrir þér viðhorfum
eða tilgangi annarra því þá sóar þú ein-
ungis dýrmætum tíma þínum. Fólki
sem er fætt undir stjörnu hrútsins er
ráðlagt að hika ekki við að njóta þess
sem telst fagurt og gott og trúa því að
það eigi einungis það besta skilið.
Nautið (20. apríl-20. mai)
b
n
Ef þú ert stödd/staddur í ein-
hvers konar sjálfskoðun þessa dagana
ættir þú að horfast í augu við tilveru
þína með jákvæðum augum og deila
draumum þínum og áhyggjum með
þeim sem þú treystir en það eitt stuðlar
að þroska þínum og athafnasemi.
Tvíburamir (21. mai-21.júní)
Ekki hika við að hvetja aðra til
að láta drauma sína rætast en fyrir alla
muni ekki gleyma að opna augu þín fyr-
ir ónýttum tækifærum sem birtast. Þú
hefur eflaust hitt manneskju sem er fær
um að efia þig og leggja þér lið þegar
þín hjartans mál eru annars vegar.
K\Mm(22.júni-22.júli)
0“** Framtakssemi þín getur verið
ótæmandi í hverju sem þú tekur þér fyr-
ir hendur en þú ættir að forðast að eyða
orku þinni yfir því hvað aðrir segja um
drauma þína og gjörðir.
LjOnÍð/23. júlí- 22. ógiht)
Þú munt blómstra fyrir vor-
komu þar sem hlýja og væntumþykja
einkennir tilfinningar þínar í eigin garð
ogánnarra. Stjarna þín skín skært hérna
og þarfir þínar verða uppfylltar.
Í15
Meyjanpi .ágúst-22.sept.)
Hér birtist þú flækt/ur í eigin
tilfinningar af einhverjum ástæðum. Þú
getur vissulega skilgreint og beðið um
það sem þú þarfnast ef þú kýst að gera
svo en þú mátt ekki gleyma að læra að
treysta náunganum betur en þú hefur
tileinkað þér.
o Vogin (23.sept.-2i.okt.)
~~™ Óþolinmæði kann að ein-
kenna þig hér og hugsanlega fleytir þú
þér alltof hratt í gegnum lífið. Slakaðu á
og hlúðu að þér fyrst og fremst og ekki
gleyma að hlusta á tilfinningar þínar og
upplifa eina reynslu til fulls í einu.
m,
Sporðdrekinn (2iokt.-21.n0vj
Þú breytir gjarnan skoðunum
þínum á þessum árstíma af einhverjum
ástæðum og einnig kemur hér fram að
þú ert ekki eins þrifin/n og t.d. í janúar
sökum þreytu eða leti jafnvel.
/
Bogmaðurinn/22. nw.-2/.tej
Þú leitar í spennu hérna.
Stjarna þín er fljót að eignast vini því
hún er orðheppin, málgefin og mjög
klók. Þú átt það reyndar til að tor-
tryggja aðra og lætur því sjaldan
blekkja þig, sem er ágætur kostur í fari
þínu.
Steingeitin (2ues.-19.jan.)
Þú ættir að nota hæfileika
þína við að leiðbeina illa stöddum af
einhverjum ástæðum en hér er um að
ræða fólk sem tengist þér persónulega.
SPÁMAÐUR.IS
'm: -
ll