Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Page 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090
SKAFTAHLÍÐ24 10SHEYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍM1SS05000
Jóhanna Ósk Aðalsteins-
dóttir, einstæð fjögurra barna
móðir í Hveragerði, vill gefa
hjónum, sem auglýstu eftir
eggjum til frjóvgunar, egg úr
sjálfri sér. Það var frétt í DV
sem kveikti áhugann hjá Jó-
hönnu.
„Mig langar tii að gera þetta
ef hjónin vilja þiggja eggið frá
mér,“ segir Jóhanna sem á
fjögur börn og hefur verið bú-
sett í Hveragerði frá þvf í aprfl
á síðasta ári. Hjónin sem hér
um ræðir hafa auglýst í dag-
blöðum þar sem þau geta ekki
eingnast börn og lofa þagmælsku, auk
þess sem allur lækniskostnaður verð-
ur greiddur.
„Ég er ekkert að hugsa um peninga
heldur vilja ég gera fólki greiða. Ég veit
sjálf hversu yndislegt er að eiga börn
og mér flnnst að allir eigi að geta notið
Vantaregg
Ung hión, seni ckki
geta eígnast börn, hafa
auplýstídagblöðum
cftir utanaðkoniandi
aðsloð: „Við leltum því
að góðhjartaðri konu
seni skilur ruunir okkar
og er tilbtiin að gefa
okkur egg. Fullum
trúnaði er hcitið, viö
komum ekki til ineð að
vita hver Jid ert og þd
ekkihver við erum.All
Ka,oB
kostnaður
verður
greiddur
afokkur,"
segirí
auglýs-
ingu hjón-
anna. Þau
vilja kom-
ast í sambund við konu,
35 ára eða yngri, semá
í það mlnnsta eitthcil-
brigt barn.
Frétt DV í gær
þeirrar ánægju. Sjálf gaf ég
eitt bama minna strax frá mér
til ætdeiðingar en það er
strákur sem nú er orðinn 18
ára og ég hef gott samband
við. Sú gjöf varð foreidrum
hans til mikillar gleði," segir
Jóhanna.
í auglýsingu hjónanna er
auglýst eftir konu sem er 35
ára eða yngri og hefur eignast
minnst eitt heilbrigt barn: „Ég
er að vísu orðin 37 ára en það
ætti ekki að koma að sök. Þá
hef ég eignast fimm heilbrigð
börn sem nú em á aldrinum
frá tíu ára til tvítugs," segir Jóhanna,
sem er fráskilin og heimavinnandi á
heimili sínu í Hveragerði. Hún
eignaðist öll börnin sín með sama
manninum. Jóhanna Ósk er ættuð úr
Vestmannaeyjum en telur sig Reykvík-
ing þótt hún búi nú í Hveragerði.
Vill gefa barnlausum
hjónum egg
Páskaegg?
/
miimvi
[jóhanna Ósk Aðalsteinsdóttir ásamt börnum sínum, Aðalsteini Lárusi og
Karlottu Lind Vill koma barnlausum hjónum til hjálpar þvienginn á að fara á mis við
| þá gleði sem fylgirþvi að eiga börn.
íslenskt Viagra
Einkaleyfi lyfjarisa á stinning-
arlyfinu Viagra rennur út áður
en langt um líður. Má þá búast
við að aðrir og minni lyfjafram-
leiðendur hefji framleiðslu á
samheitalyfi með
sömu virkni. Eitt
þeirra er íslenska
lyíjafyrirtækið Delta
sem er orðiö hluti af
Pharmaco-samsteyp-
unni en hún teygir
anga sína alla leið til
Búlgaríu. Er ekki að efa að Sindri
Sindrason, gamall forstjóri fyrir-
tækisins, og Björgólfsfeðgamir,
sem þar ráða mestu, renni hýru
auga til Viagra-fram-
leiðslu sem þykir
ábatasöm. I undir-
búningsferli að fram-
leiðslu samheitalyfs-
ins hefur það hlotið
nafnið Uppstúfur.
Hefur jafnvel verið
rætt að fá Björk til að
koma að markaðsetningu Up-
stúfs á heimsmælikvarða undir
slagorðinu: „Ég vil ekkert nema
Uppstúf..."
SAMFOK og SAMFÉS hafa tekið
höndum saman um að útiloka hljóm-
sveitina Mínus frá tónleika-og dans-
leikjahaldi á vegum samtakanna.
Ástæðan er meint hvatning Mínuss til
fíkniefnaneyslu sem eitthvað fer þó
milli mála.
„Ég held að þetta fólk ætti að
passa eigin börn en ekki annarra,"
segir Björgvin Halldórsson, söngvari
og faðir Krumma, söngvara í Mínus.
„Eg veit að það er erfitt að vera ung-
lingur í dag en rætur þessa máls má
rekja til breska tímaritsins Bang, sem
reynaar er komið á hausinn núna.
Bang var svona nokkurs konar
Séð&heyrt rokksins og á vegum
blaðsins kom hingað blaðamaður á
Airwaves-hátíðina. Hann hitti strák-
ana í Mínus á bar og hafði ekki áhuga
á öðm en eiturlyíjum og kvenfólki.
Strákarnir vissu ekki einu sinni að
þeir væru í viðtali og svömðu bara í
hálfkæringi. Svo birtast þessi ósköp,"
segir Björgvin, sem hefur ekki miklar
áhyggjur af syni sínum og félögum
hans í Mínus. Segist þekkja þá alla vel
og þetta séu prýðispiltar:
„Hljómsveitin er nú búin að vera í
mánuð í Englandi og fær hvert djobb-
ið af öðru. Þeir spila á hverju kvöldi
og eru að ná árangri. Reyndar eru þeir
|H
ekki að gera annað en að elta þann
draum að ná árangri erlendis og
þurfa ekki alltaf að vera að spila á
Gauki á Stöng,“ segir Björgvin
sem er sjálfur síður en svo búinn
að gefa þennan sama draum
upp á bátinn þótt eilítið eldri
sé. „Ég á eftir að verða heims-
frægur en fyrst og síðast hef ég
engar áhyggjur af syni mínum
og félögum hans. Lifnaðar-
hættir þeirra eru bara eins og
gengur og gerist í þessum
bransa. Mínus er {plús.“
SAMFÉS: (Fagsamtök félagsmiö-
stöðva og æskulýðsskrifstofa á Is-
landi.)
SAMFOK: (Samband foreldrafé-
laga og foreldraráða I
grunnskólum
Reykjavik-
ur.)