Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 Sport DV Rooney keypti hús fyrir vikulaunin Wayne Rooney er ungur drengur með hjartað á réttum stað. Þessi efni- legasti leikmaður Englands reif upp veskið í vikunni og keypti æskuheimilið fyrir mömmu og pabba. Greiddi hann tæp 19 þúsund pund fyrir þannig að ef hann hefði borgað með vikulaun- unum þá hefði hann fengið afgang þar sem hann hefur 19 þúsund pund í vikulaun. Rooney ætlar að láta gera húsið upp fyrir foreldra sína svo þeir geti haldið tengslum við gömlu ná- grannanna, en hjónin fluttu fyrir nokkru þegar strákur- inn keypti hús sem kostaði 500 þúsund pund fyrir þau í betra hverfi. Mosleytapaði óvænt Winky Wright kom veru- lega á óvart um helgina þegar hann vann „Sugar" Shane Mosley á stigum í titilbardaga í Las Vegas. Mosley hefði með sigri komist á topp listans yfir bestu boxara pund fyrir pund. Það gekk ekki eftir. Það var enginn sleginn niður í bardaganum, sem var mjög hraður og sóttu báðir aðiláí grimmt. Mosley var snöggur eins og venju- lega en það var sama hvað hann reyndi - Wright átti alltaf svar og var skrefi á undan allan bardagann. Redknapp framlengirvið Portsmouth Harry Redknapp, fram- kvæmdastjóri Portsmouth, hefur framlengt samning sinn við félagið um eitt ár. Hann verður því við stjórn- völinn þar til ársins 2006. Redknapp hefúr verið ákaflega farsæll í starfi hjá Portsmouth en hann kom félaginu upp í úrvalsdeild á sínu fyrsta ári með liðið. Liðinu hefur síðan gengið vonum framar í vetur þótt það sé ekki laust við fall- drauginn. Það er eitthvað sem menn áttu ekki von á því Portsmouth var spáð lóðréttu falli í 1. deild. „Ég hefengar áhyggjur afMichael. Hann er að ganga í gegnum erfiðan tíma núna en það kemur fyrir alla sóknarmenn á ferlinum. Hann hefur hæfileikana og andlega styrkinn til þess að komast í gegnum erfiðleikana." Ragnar Óskarsson hefur ákveðið að söðla um eftir farsæl ár í Frakklandi Samdi til tveggja ára við Skjern Ragnar tók þá ákvörðun á dögunum að reyna fyrir sér í nýju Iandi og komu einnig fyrirspurnir um hann frá Spáni. Hann ákvað þó að taka tilboði Skjern en þar hittir hann fyrir annan íslending, Aron Kristjánsson, sem verður aðstoðar- þjálfari liðsins á næstu leiktíð en þjálfari félagsins er íslands- vinurinn Anders Dahl Nielsen, sem þjálfaði KR hér á árum áður. „Við skrifuðum undir samn- inginn á miðvikudag en ákváðum að halda því leyndu þar til eftir Evrópuleikinn þar sem ég vildi ekki trufla undirbúninginn íyrir leikinn," sagði Ragnar í samtali við DVSport frá Rúmeníu í gær þar sem félag hans, Dunkerque, gerði góða ferð í undanúrslitum í áskorendakeppni Evrópu. Eftir sigur í Rúmeníu á Dunkerque greiða leið í sjálfan úrslitaleikinn. „Það var þó nokkur aðdragandi að þessu. Ég byrjaði aðeins að tala við þá fyrir um mánuði síðan og þær viðræður gengu mjög vel og við lokuðum þessu á miðvikudag," sagði Ragnar en hann telur að hann Á leið til Danmerkur Handknattleiksmaðurinn Ragnar Úskarsson mun leika með danska félaginu Skjern næstu tvö árin hið minnsta. DV-mynd Hari sé að taka rétt spor með því að semja við danska félagið. „Mér líst mjög vel á félagið og ég þekki náttúrlega Aron þannig að ég er mjög spenntur. Það voru líka félög í Frakklandi og Spáni sem vildu fá mig en mér fannst þetta meira spennandi. Þetta er hörkulið með góðan mannskap og ég veit líka að ég fæ að spila þannig að það er yfir litlu að kvarta," sagði Ragnar, sem var mjög ánægður með samninginn sem hann fékk. Hann segir að nú hafi verið rétti tíminn fyrir sig að söðla um og breyta til. Ánægjulegur tími „Það er búið að vera mjög fínt í Frakklandi. Öll tímabilin hafa gengið mjög vel og ég hef verið að bæta mig jafnt og þétt. Svo hefur liðinu gengið líka mjög vel í vetur og árangurinn í Evrópukeppninni er sérstaklega ánægjulegur. Það væri ekki amalegt að kveðja félagið með Evróputitli. Það er í það minnsta takmarkið," sagði Ragnar Óskars- son, landsliðsmaður í handknatt- leik, sem flytur til Danmerkur í sumar. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.