Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Page 24
24 ÞfílÐJUDAOUR 16. MARS 2004 Fókus DV Beðið eftir Don Kíkóta Augu flestra í leikhúsheimin- um beinast þessa dagana að væntanlegri frumsýningu Leikfé- lags Reykjavíkur á Don Kíkóta. Eins og DV hefur greint frá fer Halldóra Geirharðsdóttir með aðalkarihlutverkið og Bergur Þór Ingólfsson með hlutverk Sansjó Pansa sem jafnan hefur verið í höndum eilítið gildari manna. Áætlað er að frumsýna verkið í apríl og má fullyrða að þetta verði ein af áhugaverðari sýning- um leikársins. Sigurður ræðir um forsetann Sigurður Líndal lagaprófessor flytur erindi um vaidsvið forsetans og stjórnskip- unarlega stöðu hans á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri í dag klukkan 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. „Eins og um- ræðan undanfarið hefur berlega leitt í Ijós rikir ekki einhugur meðal íslensku þjóðarinnar um hvert skuli vera hlutverk forseta fsiands. Þeirri spurningu virðist ósvarað hvort embættið sé táknræn tignarstaða eða hafi tiltekið stjórnskipulegt hlutverk," segir í fréttatilkynningu um erindið. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir skrifar um allt sem /iidir vita um menningu, svartadauða, víkinga á Grænlandi, Don Kíkóta, erótik, flær og miklu meira til... rgj@dv.is Pétur Friðrik Listamaðurinn lésthaustið 2002 ennú hefur sýning á verkum hans verið opnuð að heimili hans að Hegranesi 32 i Garðabæ undir yfirskriftinni PéturFriðrik - ævi listmálara. Yfirlitssýning á verkum Péturs Friðriks listmálara Gljúfrasteinn Garðbæinga Um helgina var yflrlitssýn- ing á verkum Péturs Friðriks, listmálara sem lést haustið 2002, opnuð að heimili lista- mannsins að Hegranesi 32 í Garðabæ. Sýningin nefnist Pétur Friðrik - ævi listmálara og á henni má sjá á annað hundrað myndir sem spanna rúmlega hálfrar aldar feril listamannsins. Hann hélt sína fýrstu einkasýningu í Lista- mannaskálanum árið 1946 þegar hann var aðeins 17 ára að aldri. Síðan hélt hann í nám til Danmerkur og því næst til Parísar. Hann hélt fjölda sýn- inga um ævina og var málandi allt fram á síðasta dag. Pétur Friðrik sótti efnivið sinn í ís- lenska náttúru og var fljótur að tileinka sér nýjar stefnur og strauma í listsköpun sinni. Hann naut talsverðrar virðing- ar innan íslenska listasamfé- lagsins og því er þessi sýning kærkomin fyrir allt áhugafólk um íslenska myndlist. Hún verður opin næstu daga að Hegranesi 32 í Garðabæ. Óperan á ferðalagi Tveir af söngvurum úr Brúð- kaupi Ffgarós, sem íslenska óperan sýnir um þessar mundir, þau Hulda Björk Garðarsdóttir og Ólafur Kjart- an Sigurðarson, flytja atriði úr sýn- ingunni ásamt Kurt Kopecky pí- anóleikara í Laugarborg f Eyjafjarð- arsveit annað kvöld klukkan 20.30. Heimsóknin er liöur í samkomulagi milli Eyjafjarðarsveitar og Óper- unnar og er þetta þriðja heimsókn- in þangað. Forsala miða er í Penn- anum-Bókvali á Akureyri og við innganginn fyrir tónleikana. Þess má geta að síðasta sýning á Brúð- kaupi Ffgarós er áætluð 2. aprfl næstkomandi. Um 3000 tilfelli af svarta dauða koma upp árlega 1 heiminum. Vísindamaður á Englandi hefur rannsakað uppruna svarta dauða í Nílardal og vinnur með Þjóðminjasafni íslands vegna rannsókna á víkingabyggðum á Grænlandi. Eva Panagiotakopulu er pró- fessor í fornleifafræði, eink- anlega steingerðum skor- dýrum, við háskólann í Sheffield á Englandi. Hún birtir niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði The Jo- urnal of Biogeography, sér- riti þeirra sem stunda líf- fræðilega landafræði. Og enginn skyldi ætla að svarti dauði heyri sögunni til; hann braust út á Madagaskar á síðasta áratug, þar koma síðan upp 500 til 2000 tilfelli á ári. Samkvæmt tölum frá WHO, Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna, koma um 3000 tilfeili af svarta dauða upp árlega en helsta ástæða aukinna . rannsókna á honum er þó óttinn við að hann verði notaður í sýklahernaði. Plágan í Evrópu Talið er að plágan sem geisaði á tímum Jústíanusar keisara á 6. öld hafi verið svarti dauði, um hundrað milljónir manna urðu sóttinni að bráð í býsanska keisaradæminu. í Grænlendinga sögu og þætti og í Eikríks sögu rauða segir af mikilli sótt á Grænlandi laust eftir árið 1000. „Þorsteinn (Eiríksson rauða) átti bú í Vestribyggð á bæ þeim er í Lýsufirði heitir. Sá maður átti þar helming í búi er Þorsteinn hét. Sigríður hét kona hans. Fóru þau Þorsteinn heim Lýsufjörð og Guðríður (Þorbjarnardóttir) bæði. Var þar vel við þeim tekið. Voru þau þar Skyggnst undir vafningana Eva Panagiotakopulu var I raun að leita að að- stæðum manna fyrir margt löngu með því að rannsaka steingervinga i Nilkardal. um veturinn. Það gerðist þar til tíð- inda að sótt kom í bæ þeirra er lítið var af vetri. Garði hét verkstjóri. Hann var óvinsæll maður. Hann tók fyrst sótt og andaðist. Síðan var skammt að bíða að hver tók sótt að öðrum og önduð- ust. Þá tók sótt Þorsteinn Eiríksson og Sigríðurkona Þorsteins." Eiríks saga rauða, Svart á hvítu 1987. „Það var snemma vetrar að sótt kom í lið Þorsteins Eiríkssonar og önduðust þar margir förunautar. Þorsteinn bað gera kistur að líkum þeirra er önduðust og færa til skips og búa þar um „því að eg vil láta flytja til Eiríksfjarðar að sumri öll lík- in.“ Nú er þess skammt að bíða að sótt kemur í híbýli Þorsteins og ...." Grænlendinga saga, Svart á hvítu 1987. „Og um morguninn ganga þeir og sjást um. Þeir sjá stokk einn hjá sér og stóð í bolöx og mannshræ hjá. Sigurður (Njálsson) kvað þann mann viðinn hoggið hafa og hafa orðið vanmeginn af megri. Síðan gengu þeir að skálanum og sjá þar annað mannshræ. Sigurður kvað þann gengið hafa méðan hann mátti „og munu þessir hafa verið þjón- ustúmenn þeirra er í skálanum eru.“ Öx Iá og hjá þessum. Þá mælti Sig- urður: „Það kalla eg ráð að rjúfa skálann og láta leggja út daun af lík- um þeim er inni eru og ýldu er lengi mun legið hafa. Og varist menn fyrir að verða því að þess er eigi lítil von að mönnum verði að því mein og mjög er á mót eðli manna þótt lík- indi séu á því að menn þessir muni oss ekki illt gera." Grændlendinga þáttur, Svart á hvítu 1987. Svarti dauði geisaði um Evrópu gjörvalla upp úr miðri 14. öld og árið 1402 barst hann hingað sennilega frá Englandi. Þar hafði veikin stungið sér niður ári áður og þar í landi kölluðu menn hana plágu. Hingað kom hún með íslenskum farmanni á eigin skipi, Einari Herjólfssyni og segir í Nýja annál: „Kom þar út svo mikil bráðasótt, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta ... Gekk sóttin um haustið fyrir sunnan land með svo mikilli ógn, að aleyddi bæi víða en fólkið var ekki sjálfbjarga það eftir lifði, í mörgum stöðum..." og í Skálholts annál segir við árið 1402: „Svarti dauði berst til Islands. í Skálholti deyja allir nema biskup og tveir menn aðrir." Um fjórðungur íbúa Evrópu lést í þessum faraldri, 25 milljónir manna. Almælt er að við íslendingar segjum síðan „Guð hjálpi þér“ þegar menn hnerra, svarti dauði gat nefnilega byrjað með kvefi og hita. Og á 14. öld og reyndar lengi síðan töldu menn að ekkert gæti bjargað þeim sjúka, nema Guð. Því ekki eru allar birting- armyndir plágunnar eins, þeir sem fengu aðeins hita, hroll og bólgna eida, kýlapest, gátu náð sér og smit- uðu ekki. En næði sóttinn í lungun með hósta og andnauð var voðinn vís og sá sjúki smitaði með andar- drættinum einum. Bakterían sem ber svarta dauða, Yersina pestis, þrífst í iðrum flóa. Þar fjölgar hún sér og þrengir að hýsli sínum, einkum hans smáa hálsi. Flóin verður ær af hungri og sýgur veröld sína, rottu eða mann, ótt og títt. Og þegar hún bítur kemst bakterían í líkama fórnárlambsins. Vís- indamenn telja lík- legast að svarti dauðinn sem geisaði á 6. Námsstefna um karlheilsu haldin í Norræna húsinu á morgun í þriöja sinn Karlar fara líka á breytingaskeið „Lionshreyfingin hefur staðið fyrir námsstefnu um karlheilsu undanfarin tvö ár og sú þriðja verður svo haldin á morgun," segir Jón Bjarni Þorsteinsson læknir sem segist hafa fengið hug- myndina þegar hann sat í alþjóða- stjórn Lionshreyfingarinnar. Síðustu tvö skipti hafa verið það vel sótt að nokkur fjöldi þurfti frá að hverfa enda ekki á hverjum degi sem karlar koma saman til að ræða sín mál. „Það verða fjórir læknar sem þarna munu halda erindi. Guðjón Haralds- son mun fjalla um karlheilsu og breyt- ingaskeið karla. Það var lengi haldið að konumar fæm bara á breyúngaskeið en karlamir gera það líka,“ segir Jón Bjarni. „Bjarni Jónasson, læknir og for- maður Islenska læknahúmorsfélags- ins, mun halda fyrirlestur um hvort húmor hafi heilsubætandi áhrif á karla eða ekki. Síðan mun Aðalsteinn Guð- mundsson fjalla um byltur og brot hjá körlum og að lokum mun Engilbert Sigurðsson halda erindi um þunglyndi hjá körlum," segir Bjarni sem telur karla ekki vera eins duglega og konurn- ar við að ræða vandamál sín og leita sér Jón Bjarni Segir karla vera feimnari en kon- ur við að ræða vandamál sin og leita sér 0; aðstoðar. Hann hefur ásamt Lionshreyf- ingunni á Islandi boðað til náms- stefnu i Norræna húsinu á morgun þarsemfjórirlæknarmunu halda erindi um karlheilsu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.