Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrofc Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Kasparov 1 Hvern sigraði Kasparov þegar hann varð heims- meistari fyrst? 2 í hvaða borg ólst Kasparov upp? 3 Hvað hét fyrsta skáktölvan sem Kasparov tefldi einvígi gegn? 4 Hvernig hljómaði fræg lýsing enska stórmeistarans Tonys Miles á Kasparov? 5 Faðir Kasparovs var Gyð- ingur en hverrar þjóðar er móðir hans? Svör neðst á síðunni Nýtt andlit al-Kaída Bandaríska stór- blaðið Boston Glo- be birti í gær grein eftir Peter Bergen. Bergen þessi skrif- aði bók um Osama bin Laden eftir að hafa hitt hann í Afganistan. Hahn segir að árásirnar í Madrid sýni að al-Kaída sé enn til staðar. Hann segir þó að al- Kaída sé ekki eins og mafía þar sem hægt sé að útrýma samtökunum með því að ná aðalkörlunum. Bergen segir augljóst að innrásin í írak hafi gefið al-Kaída og tengdum samtökum aukna orku. Hann vitnar í banda- rískan leyniþjónustumann sem segir að það sem Osama bin Laden hefði helst óskað sér í jólagjöf - ef hann héldi upp á jólin - væri að hafa bandarískan her í írak. Halldór Um daginn byrjuðum við að rannsaka nöfn stjórnmáia- leiðtoga og komumstað þvíað Davíð þýðir„hinn eiskaöi"en Össur„sá sem veitir andsvör". Þá er komið að Halldóri. Forliðurinn„hall" er hér kominn afnafnorðinu „hallur"! merkingunni „steinn", segir i Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals. „Dór“eraft- ur á móti komið úr grísku og þýðir„gjöf‘. Theódór þýðir t.d. „guösgjöf' og Halldór þýðir þá eitthvað i llkingu við „gjöf steinsins"eða„grjótgjöf‘. Orðsifjabókin uþplýsir reynd- ar líka að orðið„halldór" hafi merkinguna„þvinga á báts- boröi, trékubbur festur á stefni... til að sveigja borðið einsogtilerætlast". Með öðrum orðum - Halldór er trékubbur og þvinga sem festur er á stefni Framsóknar- flokksins til að sveigja Sjálf- stæðisflokkinn til að eftirláta framsóknarmönnum forsæt- isráðuneytið. Málið Svörviðspurningum: 1. Karpov -1 Bakú í Aserbaídsjan - 3. Deep Blue - 4. „Skrímslið með þúsund augun" - 5. Armensk Áfallið í Kósóvó Atökin sem blossuðu upp í Kósóvó í vik- unni eru mikið áfall fyrir alþjóðasamfé- lagið og sérstaklega þær alþjóðastofn- anir sem þar hafa verið að störfum árum saman. Þær ættu einnig að vera nöturleg áminn- ing um að vonir um frið í hinum stríðshrjáðu löndum Miðausturlanda, Afganistan og Irak, í kjölfar innrása Vesturveldanna séu því að líkindum villuljós eitt. Grunlaus almenningur á Vesturlöndum hefur verið blekktur til aðætla að stórkostleg- ur árangur hafi náðst í þeirri viðleitni að sætta Kósóvó-Albana og Serba. Veruleikinn sem blasti við á dögunum er hins vegar grát- leg staðfesting þess að undir niðri hefur hatr- ið kraumað sem fyrr og Sameinuðu þjóðun- um hefur gersamlega mistekist að útrýma því. Myndir af brennandi kirkjum og moskum, götuvígjum og skjótandi lýð eru talandi dæmi um hversu litlu alþjóðastofnanir geta áorkað þegar þær ætía sér að hlutast til með valdi um innanríkismál þar sem aldagamlar deilur þjóðarbrota og trúarhópa hafa einkennt sam- skipti fólks. Við kunnum kannski að hugsa sem svo, þetta aldagamla hatur er svo órök- rétt að það hlýtur að vera hægðarleikur að koma mönnum í skilning um villu síns vegar, en raunveruleikinn er því miður allur annar. Og á þessu hatri verður ekki unnið á skömm- um tíma, ekki með utanaðkomandi stjórn- semi og ailra síst hernaði. Með herstyrk er ef til vill mögulegt að bæla niður átök um skeið þó það sé ekki algilt eins og sannast best á ófriðnum í írak. Mannfallið í stríðinu sem hófst fyrir réttu ári var minna en mannfallið í „friðnum" sem fylgt hefur í kjölfar stríðsins. Þar, eins og í Kósóvó, hafa menn metnaðarfull markmið um að byggja upp friðsamlegt samfélag á skömmum tíma. f Afganistan er falskur „friður" ríkjandi í stærstu borgum en utan þeirra ráða stríðs- herrar ríkjum sem fara um með yfirgangi og hrottaskap - þar hefur lítið breyst frá tíð Tali- bana. Þeir sem líta vonaraugum til þess að al- þjóðastofnanir og hermenn gráir fyrir járn- um geti tryggt blómlegt og friðsælt mannlíf í náinni framtíð í Afganistan, að maður tali ekki um Irak, horfast nú í augu við raunveru- leikann í Kósóvó. Fimm ára svokallað upp- byggingarstarf hefur engu skilað. Lítið tund- ur hefur kveikt þar elda haturs og átaka eina ferðina enn. Byssumenn og brennuvargar vaða uppi og starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna og NATO fylgjast með blóðugri sönnun eigin vanmáttar og mistaka. í Kósóvó hefur verið logn um árabil en það hefur verið svika- logn - sönnun þess að þjóðir Verða seint barðar eða blekktar til friðar með vopnaskaki eða froðusnakki veikra alþjóðastofnana. Illugi Jökulsson Við getum ekki á okkur setið að benda á það sem svipað getur kallast með„uppgjörinu við Stalín"-eins og ræða Krútsjovs á 20. flokksþing- inu er ævinlega kölluð - og uppgjöri Sigurðar G. Guðjónssonar víð Jón Ólafsson og stjórnarhætti hans. Fyrst og fremst ÞAÐ VAR 25. FEBRÚAR 1956 að Níkíta Krútstjov aðalritari sovéska komm- únistaflokksins gekk í ræðustól á 20. flokksþingi kommúnistaflokksins sem haldið var í Moskvu. Það var 18. mars 2004 að Sigurð- ur G. Guðjónsson stjórnarformaður Norðurljósa lagði fram skýrslu á aðalfundi íjölmiðlasamsteypunnar í Reykjavík. VIÐSTAODIR FÉLAGAR á flokksþinginu f Moskvu hlustuðu furðu lostnir á ræðu Krútsjovs sem öllum að óvör- um hóf harkalega gagnrýni á Jósef Stalín sem andast hafði 1953 en fram að því verið einráður leiðtogi Sovétríkjanna. Og hafði ekki verið blakað við minningu hans þau þrjú ár sem síðan voru liðin. Við vitum ekki hversu undrandi þeir voru hluthafarnir í Norðurljós- um þegar í ljós kom að Sigurður G. Guðjónsson hafði skrifað í skýrslu sína harðorða gagnrýni á vinnu- brögð Jóns Ólafssonar sem allt þar til í nóvember á fyrra ári hafði verið aðaleigandi félagsins. En við teljum þó víst að það hafi komið ýmsum á óvart hversu skorinorð gagnrýni Sig- urðar G. var. ÞVÍ NÍKÍTA KRÚTSJ0V hafði komist til áhrifa í KommúnistaflokJd Sovétríkj- anna sem sérlegur skjólstæðingur Stalíns og hafði aldrei sýnt minnstu viðleitni til að mótmæla meistara sínum. Og Sigurður G. Guðjónsson hafði komist til metorða innan Norður- ljósa sem sérlegur skjólstæðingur Jóns Ólafssonar og hafði aldrei áður gert opinbera nokkra gagnrýni á Jón. I.Kirkjan kynlífið. 2. Davíð þjóðin. 4. Jón Baldvin Bryndís. 5. Borgarstjórinn olíufélögin. ó.Valgeir Stuðmenn. KRÚTSJ0V SAGÐI meðal annars: „Við verðum að skoða vandlega og skil- greina rétt [glæpi Stalínstímansj svo við getum komið í veg fyrir að aftur gerist í einhverri mynd það sem átti sér stað meðan enn lifði Stalín, sem ekki þoldi neinum öðrum að eiga aðild að stjórn landsins, og sem lagði stund á grimmilegt ofbeldi, ekki aðeins gegn þeim sem settu sig á móti honum heldur öllu því sem honum fannst í tortryggni sinni og kúgunarlund að gengi gegn hug- myndum hans. “ Sigurður G. Guðjónsson sagði meðal annars um hugmyndir sem Jón Ólafsson kynnti á síðasta ári um áhuga erlendra fjárfesta á Norður- ljósum: „Engin markviss vinna átti sérstað afhálfu stjórnar Norðurljósa til að leysa félagið undan þeim skuldabagga sem á því hvíldi. [Þáver- andi] stjórnarformaður félagsins dvaldi að mestu erlendis, einkum íLondon ogreyndi að hafa uppiá hugsanlegum aðilum til að koma með nýtt fé inn íNorð- urljós ... Það er skemmst frá því að segja að allt reyndist það sem fram hafði komið hjá stjórnarformanni Norðurljósa... tál- sýn ein ogí raun bull. “ ÞÁ SAGÐI KRÚTSJ0V að allt stjórnarfar Stalíns hefði einkennst af „tor- tryggni, ótta og kúgun“ sem hann hefði alið á til að halda sjálfur völd- um. En Sigurður G. sagði að allar við- ræður um björgun Norðurljósa síð- astliðið haust hafi verið „afar ómarkvissar og í raun gengið út á það eitt að viðhalda yfírráðum Jóns Ólafssonar yfír félaginu'1. ENNFREMUR GAGNRÝNDI Krútsjov í ræðunni á 20. flokksþinginu alveg sérstaklega það sem hann nefndi „persónudýrkun á Stalín" sem ein- ræðisherrann sjálfur hefði ýtt mjög undir. Sigurður G. Guðjónsson birti í skýrslu sinni á aðalfundinum tölvu- bréf sem hann hafði sent í október á síðasta ári þar sem hann sagði að eftir að hafa fylgst með tilraunum Jóns til að endurfjármagna félagið þá „[væruj það að mínu mat aðeins töfrar sem nú [getij bjargað Norður- ljósum frá gjaldþroti". Aðalritarinn Krútsjov margítrek- aði við félagana á flokksþinginu að ræðu sína héldi hann til að koma í veg fyrir að mistök fortíðarinnar endurtækju sig. Nýi stjórnarformaðurinn Sigurður G. Guðjónsson sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær um skýrslu sína „[þjarna er bara verið að gera upp fortíðina". Ekki væri að visu um að ræða persónulegt upp- gjör sitt við Jón Ólafsson, en: „Þetta er bara til að menn hafíþað á hreinu hvers vegna það tók rúm tvö ár að endurfjármagna Norðurljós. “ Auðvitað vitum við fullvel að það er ekkert í rauninni sambærilegt við viðurstyggilega glæpi Stalíns og jafnvel hið versta hugsanlega hókus- pókus Jóns Ólafssonar. En við getum samt ekkt á okkur setið að benda á það sem svipað getur kallast með "uppgjörinu við Stalín “ - eins og ræða Krútsjovs á 20. flokksþinginu er ævinlega kölluð - og uppgjöri Sig- urðar G. Guðjónssonar við Jón Ólafsson og stjórnarhætti hans. Og það er reyndar eitt atriði enn sem okkur þykir nánast færa heim sanninn um að líkindin séu slfk að varla geti verið um tilviljun að ræða. Því þótt skýrsla Sigurðar G. hafl verið birt 18. mars en ræða Krútsjovs verið flutt 25. febrúar þá var ræðan í fyrstu algert leyniplagg og ekkert var birt upp úr henni fyrr en ... ja, hvenær haldiði? Jú, 18. mars 1956. 7. Dorrit Ólafur. 8. Kári Flugfreyjufélagið. 9. Björgólfur forsetinn. (Forstjóri Norðurljósa hefur gert upp við fortíðina.) uppgjör sem eiga eftir að fara fram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.