Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Side 6
6 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004
Fréttir DV
Hafnarfjarð-
arlöggan
herðirtökin
Samkvæmt stefnumörk-
un og markmiðssetningu
lögreglustjórans í Hafnar-
firði fyrir árið 2004, skal
með markvissum hætti
stefnt að fækkun á umferð-
aróhöppum og slysum í
umdæminu. Nú hafa
áhersluverkefni tímabilsins
18. mars til 18. apríl verið
ákveðin. Sérstök áhersla
verður lögð á eftirlit með
hraðakstri og akstri á móti
rauðu ljósi og mun lögregl-
an einkum beina eftirlitinu
að Hafnarfjarðarvegi,
Reykjavíkurvegi, Fjarðar-
hrauni og Reykjanesbraut
frá Fjarðarhrauni og út úr
bænum.
Kveikt í
blaðagámi
Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins var kallað út
vegna elds í blaðagámi við
Vatnagarða skömmu fyrir
kl. fjögur í fyrrinótt.
Gámurinn stendur við bfla-
umboðið Bernhard og hafði
verið kveikt í honum.
Greiðlega gekk að slökkva
eldinn. Ekkert skemmdist
fýrir utan gáminn en sót
settist á bfl í grennd við
hann.
Er rétt að ritskoða
JónÁrsœl?
Ásdís Halla Bragadóttir
bæjarstjóri Garðabæjar
"Opinber ritskoðun á ekki að
vera til staðar með neinum
hætti nema verið sé að sverta
fólk í skiiningi laganna. EfJón
Ársæll heldur sig innan þeirra
marka þá er í lagi að senda út
þáttinn. Hinsvegar verður Stöð
2 að gera upp við sig hve
langt stöðin eigi að ganga í
þáttum um þekkt og minna
þekkt fólk“.
Hann segir / Hún segir
"Mér finnst erfitt að meta
hvað er rétt og rangt íþessu
máli og það liggur ekki í aug-
um uppi. Ég treysti þó Jóni Ár-
sæli mjög vel til að meta það
sjálfur hvað er við hæfi og
hvað ekki í þessum þáttum
hans almennt. Hinsvegar ber á
það að líta að tilfinningar
fjölda fólks blandast inn i
þetta mál og það þarfað
skoða náið."
Ögmundur Jónasson
þingmaður Vinstri grænna
Hljómsveitin Mínus ætlar ekki að láta hlut sinn gegn æskulýðs- og tómstundaráði
Hafnarfjarðar heldur er með málshöfðun í undirbúningi. Málið snýst um riftun
samnings um að Mínus léki á unglingadansleik á vegum ÍTR. Mínus sendi inn
reikning sem ekki hefur verið greiddur. Krafan mun slaga hátt í milljón krónur.
Mínus í mál við
Hafnarljarðarbæ
„Já, ég er að fara yfir málið og skoða það með
tilliti til málssóknar, þá með það í huga hvort rift-
un Hafnarfjarðarbæjar á samningi við Mínus hafi
verið ólögmæt og bótaskyld. Mínus varð
af tekjum og lendir í ýmsum vandræð-
um vegna málsins. Það er á frumstigi en
mér sýnist sem svo að þarna sé grund-
völlur fyrir málssókn," segir Sigurður
Helgi Guðjónsson, lögmaður hljóm-
sveitarinnar Mínus.
Grímur tvær á æskulýðsfrömuð
Forsögu málsins þekkja flestir en
hún er á þá leið að Árni Guðmundsson,
æsku- og tómstundafulltrúi Hafnar- sigurður Helgi Guð-
fjarðar, hafði gert samning við Mínus jónsson Málið snýst með
um að hljómsveitin kæmi fram á grunn- al annars um tjáningar-
skólahátíð sem fór ffam 19. febrúar þar fre/s/ en þaðfelst bæði iþvi yfirlýsingarinnar harðlega.
„það gerir þetta mál spennandi
ir það hinn mesta misskilning. Hann vill ekki upp-
lýsa hversu hár reikningurinn er en heimildir DV
herma að hann hlaupi á hundruðum þúsunda en
væntanleg krafa mun slaga hátt í millj-
ón krónur sé tekið tillit til lögfræði-
kostnaðar, vanskilavaxta og bótakröfu.
Kannski ekki háar upphæðir og stend-
ur ekki undir mikilli lúðrasveit réttlæt-
isins, segja Mínusmenn. Máni segir að
bandið hafi verið kallað sérstaklega
heim ffá London með ærnum tilkostn-
aði til að leika á grunnskólahátíðinni.
Og Sigurður Helgi telur einsýnt að
Hafnarfjarðarbær sé ábyrgur fyrir rift-
uninni. En málið er flóknara en svo.
Þama spila inn í ákvæði um tjáningar-
frelsi. Sigurður hefur gagnrýnt tilurð
í bæ. Eftir að samingurinn hafði verið að se9/° °9 þegja. Minus
gerður kom fram í dagsljósið afar um- ™taði að skri a undiryfir-
deilt viðtal vtð hljomsveitarmeðlimi i óg varþá samningium
tónlistartímaritinu Bang þar sem þeir tónleikahald rift.
tala fjálglega um notkun fíkniefna.
Runnu þá tvær grímur á æskulýðsfull-
trúann sem taldi að þarna hefði hann
keypt köttinn í sekknum. í tilraun til að
bjarga því sem bjargað varð dró hann
upp yfirlýsingu þar sem stóð að undir-
ritaðir hafi aldrei á sinni lífsfæddri ævi
neytt fíkniefna og gerði Mínusmönnum
að skrifa undir. Þeir neituðu að kvitta en
sendu í staðinn frá sér yfirlýsingu þess
efnis að þeir Mínusmenn kæmu aldrei
fram undir áhrifum fíkniefna né hvetti Árni Guðmundsson
hljómsveitin til neyslu þeirra. Það dugði Æskulýðsfulltrúinn neitar
ekki tfl og Hafnarfjarðarbær rifti samn- Mínusyekki fremuren fyrir
ingnum. Minus kom þvf aldrei fram a aðra þjónustu sem ekki er
hátíðinni en umboðsmaðurinn Þorkell vejtt.
Máni Pétursson, sem gegnir nafninu
Máni, sendi engu að síður inn reikning.
Málið snýst einnig um tjáningarfrelsi
Máni segir riftunina ólögmæta en reikning-
urinn hefur ekki enn verið greiddur, kominn í van-
skil og allt stefnir í að þeir hjá Hafnarfjaiðarbæ líti
svo á að ekki beri að greiða reikninginn. Máni seg-
umfram það að vera einföld innheimta
og skuldamál. Tjáningarfrelsi felst
bæði í því að mega segja sem og að
þegja. Og þar kemur þetta makalausa
plagg til skjalannasem þeim var gert að
undirrita. Og á forsendum þess telja
þeir hjá Hafnarfjaröarbæ sér stætt á að
rifta samningi. Hér hefur verið gengið
nærri persónurétti og tjáningarákvæð-
um. Ég er að skoða þetta mál núna og
ef niðurstaðan er sú að þarna sé um
mannréttindamál að hluta eða jafnvel
að stóm leyti, þá mun ég fá Ragnar Að-
alsteinsson, lögmann og félaga minn,
til að reka málið,1' segir Sigurður en
hann er hagsmunatengdur - sonur
hans Bjarni er gítarleikari í Mínus.
Árna Guðmundsson vildi sem
minnst láta hafa eftir sér um þetta mál.
Taldi þó ljóst að Mínus hlyti þá einnig
að ætla í mál við Samfés, sem gerði hliðstæða rift-
un á sfnum samningi við Mínus-menn. „Þetta
kemur mér verulega á óvart og þeir geta sótt þetta
mál eins langt og þeir vilja. Líklega er reikningur
fyrirliggjandi en ég geri ekki ráð fyrir því að hann
verði greiddur fremur en aðrir reikningar fyrir
þjónustu sem ekki hefur verið veitt." jakob@dv.is
Hljómsveitin Mínus Vill ekki una þvi að Hafnarfjarðarbær
greiði ekki reikning sem þeir lögðu inn vegna tónleikahalds sem
reyndar aldrei varð. Mínusmenn telja sig eiga kröfu á hendur
bæjarfélaginu vegna tekjutaps og ólögmætrar riftunar samn-
ings. Krafan slagar í milljónina.
Þrír nítján ára piltar frömdu vopnað rán í Bónus í desember
Bónusræningjarnir dæmdir í 18 mánaða fangelsi
Jóhann Bjarni Guðjónsson,
Heimir Ingi Hafþórsson og Elías
Fannar Kristjánsson voru í gær
dæmdir í 18 mánaða fangelsi fyrir
vopnað rán sem Jóhann og Heimir
frömdu í verslun Bónuss í Kópavogi
að kvöldi mánudagsins 8. desember
síðastliðna. Piltarnir eru nítján ára
og hafa ekki áður komist í kast við
lögin. Fjórði pilturinn Ægir Björn
Ólafsson sem var ákærður vegna
málsins var sýknaður. Ægi var gefið
að sök að hafa lánað Jóhanni og
Heimi byssur til verksins en að mati
dómsins er ekki hægt að leggja
sönnur á það.
Ránið í Bónus var óvenju bíræfið
en þeir Jóhann og Heimir komu
askvaðandi inn í verslunina þegar
búið var að loka og ógnuðu starfs-
mönnum með afsöguðum hagla-
byssum. Elfas var starfsmaður versl-
Jóhann Bjarni Guðjónsson Dæmdur
ásamt tveimur félögum sinum í 18 mánaða
fangelsi.
unarinnar á þessum tíma og var við
störf þegar ránið var framið. Talið er
víst að hann hafi átt hugmyndina að
Heimir Ingi Hafþórsson Einn Bónusræn-
ingjanna á leið í Héraðsdóm Reykjaness.
ráninu og sagt félögum sínum að
hægt væri að hafa rúma milljón,
jafnvel tvær upp úr krafsinu. Ráns-
fengurinn reyndist vera rúmar 600
hundruð þúsund krónur. Jóhann og
Bjarni náðust um klukkustund eftir
ránið þar sem þeir voru staddir á
Hafravatnsvegi. Þýfið og tvær byss-
ur fundust við leit í bflnum.
Jóhann og Bjarni játuðu sinn
þátt í ráninu en neituðu að hafa
skipað starfsmönnum Bónuss að
krjúpa á kné og hótað þeim lífláti.
Umræddir starfsmenn báru vitni í
málinu og metur Héraðsdómur
framburð þeirra trúverðugan og
þykir sannað að Jóhann og Bjarni
eru sekir um fyrrgreind atriði. I
dómsorði Héraðsdóms Reykjaness
segir að við ákvörðun refsingar sé
metið til þyngingar að piltarnir voru
vopnaðir byssum sem voru til þess
fallnar að vekja mikinn ótta hjá
þeim sem fyrir urðu. Skiptir þá engu
að byssurnar voru óhlaðnar.