Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004
Fréttir DV
Rannsókn á máli barnaníðingsins Ágústs Magnússonar leiddi lögreglu á braut prests á Kirkjubæjar-
klaustri. Lögreglan gerði húsleit í vikunni í prestsbústaðnum og játaði presturinn að hafa átt í kyn-
ferðissambandi við ungling á Akranesi.
Prestun og lögga játar
-s
■ • •........................ír. .:•■
.............................................................................................II - ........
Frá Kirkjubæjarklaustri Séra Baldar hefur þjónad sem afleysingaprestur á Kirkjubæjarklaustri.
Séra Baldur Gautur Baldursson
Presturinn, grunnskólakennarinn og
lögreglumaöurinn viðurkenndi vip
yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa haft
munnmök við ungan dreng frá Akranesi.
Séra Baldur Gautur Baldursson
prestur á Kirkjubæjarklaustri hefur ját-
að fyrir lögreglunni í Reykjavík að hafa
haft munnmök við fimmtán ára gamlan
dreng. Það hefur gerst í það minnsta
tvisvar, í fyrravor og í september á síð-
asta ári þar sem Baldur var í heimsókn
hjá drengnum á Akranesi. Hann neitar
hins vegar að hafa nauðgað drengnum í
janúar á þessu ári en það er nokkuð sem
lögregla hefur rannsakað.
Lögreglu grunaði séra Baldur um að vera
einn af þeim mönnum sem hafa sóst eftir
blíðu unglingspilta og notað til þess intemet-
ið og textavarpið. Baldur er prestur á Kirkju-
bæjarklaustri, kvæntur sóknarprestinum, og
hefur ennfremur verið barnaskólakennari og
héraðslögreglumaður. Það var rannsókn lögreglu
á máli barnaníðingsins Ágústs Magnússonar sem
leiddi hana að séra Baidri Gaut.
Lögreglan stormaði austur á Kirkjubæjarklaustur
á miðvikudag og gerði húsleit í prestsbústaðnum
og lagði þar hald á tölvu og gögn. Fyrstu við-
brögð Baldurs vom að segja upp störfum
sem héraðslögreglumaður.
Séra Baldur játaði fyrir lögreglu
að hafa átt samneyti við
fimmtán ára gamlan ung-
lingspilt, þar var um
fullframið kynferðis-
brot að ræða sam-
Séra Baldur játaði fyrir lögreglu
að hafa átt samneyti við fimmt-
án ára unglingspilt
kvæmt heimildum DV hjá lögreglu. Lögregla segir
málið á frumstigi rannsóknar. Það er ekki ólöglegt
að eiga kynferðismök við fólk sem er eldra en 14 ára.
Hins vegar brýtur það í bága við lög að blekkja eða
tæla ungmenni yngra en 18 ára til kynferðisathafna.
Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykja-
vík, staðfestir að í tengslum við rannsókn á máli
Ágústs hafi lögreglan fengið gmnsemdir um mál
tveggja annarra. „Við fundum tvo aðra sem staðið
hafa í svipuðu," segir Hörður. Hann segir að máhn
þrjú tengist ekki innbyrðis þótt eðli þeirra sé svipað.
Baldur er annar þeirra en hinn er 24 ára Reykvíldng-
ur. Samkvæmt heimiidum DV hafa mennimir þóst
vera sextán ára gamlir og samkynhneigðir og beðið
aðra sem kynna sig með svipuðum formerkjum um
að gefa sér upp nöfn á þeim drengjum sem þeir hafi
átt mök við. Þannig hafa fuilorðnir menn hist á net-
inu og textavarpinu sem báðir þykjast vera ungling-
ar án þess að vita að hinn sé bamaníðingur. Með
þessu móti berast nöfn unglingsdrengja milli
manna sem geta þá reynt að tæla þá til fylgilags við
sig. Gmnur leikur á um að með þessum hætti hafi
Ágúst komist yfir nafti drengsins á Akranesi og fleiri
bama.
Séra Baldur var talinn vammlaus reglumaður
„Ég biðst vægðar og tjái mig ekki
um þetta mál,“ segir séra Baldur
Gautur Baldursson, prestur og lög-
reglumaður sem hefur játað að
hafa tælt unglingspilt. Séra Baldur
| sem var samvinnufús við lögreglu
og játaði skýlaust brot sín og slapp
I þannig við gæsluvarðhald neitaði
j ítrekað í samtali við DV að lýsa
hugsanlegum málsbótum sínum.
Hann taldi fráleitt að fjallað yrði
| um mál sitt og sleit samtalinu.
Séra Baldur var vígður til prests í
I Dómkirkjunni 9. nóvember 1997. Á
námsárum sínum starfaði hann
sem lögreglumaður og þótti einkar
skipulagður og samviskusamur.
Séra Kristinn Ágúst Friðfinns-
I son, sóknarprestur í Hraungerðis-
prestakalli, þekkir séra Baldur Gaut
| vel enda vígðust þeir saman.
„Hann var í starfsþjálfun hjá
| mér og var afskaplega skipulagður
maður. Hann kom mér íyrir sjónir
sem mikill reglumaður, frekar dul-
ur og lokaður, sem vildi hafa allt í
| röð og reglu," segir séra Kristinn.
Hann segir að þjálfun séra Bald-
urs sem lögreglu-
manns haft komið
glöggt fram.
„Baldur Gautur er
agaður maður sem
hlýðir skipunum sem
er aðall þeirra sem
veljast til lögreglu-
starfa. Ef það væri her
á íslandi sæi maður_______________________
fyrir sér að Baldur séra Kristinn Ágúst
væri þar,“ segir Krist- Friðfinnson Hefðisíst
inn Ágúst. trúað neinu misjöfnu um
Hann segir það séraBaidur.
koma gjörsamlega
flatt upp á sig að Baldur skuli eiga
aðild að því máli sem hann hefur
játað. Hann hafi talið Baldur vera
vammlausan.
„Ég hefði síst trúað neinu mis-
jöfnu um hann,“ segir Kristinn.
Fyrsta brauð Séra Baldurs var
Valþjófsstaður og var fyrsta verk
hans sem prestur að flytja hugvekju
á litlu jólum barnanna á Jökuldal í
desember 1997. Séra Baldur var eitt
ár fyrir austan.
Sigurður Gunnarsson
Sýslumaður segir séra
Baldur Gaut hafa verið
fyrirmyndarstarfsmann.
Feiminn
Sigurður Aðalsteinsson bóndi á
Vaðbrekku í Jökuldal ber honum
vel söguna „Hann var vel liðinn og
kom vel fyrir þó mér virtist hann
dálítið feiminn," segir Sigurður.
Hann þjónaði í eitt ár á Val-
þjófsstað en hætti og flutti á
Kirkjubæjarklaustur þegar kona
hans var skipuð sóknarprestur þar.
„Barnastarfið fékk aukinn þrótt
þegar Séra Baldur kom á staðinn.
Það sáu allir eftir honum þegar
hann fór,“ segir Sig-
urður.
Séra Baldur sótti
um sem rektor Skál-
holtsskóla árið 2001
en fékk ekki. Árið
2002 var hann í fram-
boði til sveitarstjórn-
ar undir merki Nýs
afls en náði ekki kjöri.
í janúar síðast-
liðnum sótti Baldur
Gautur um embætti
sóknarprests í Mos-
fellsbæ en fékk ekki.
Seinustu mánuði hefur hann
sinnt ýmsum prestsstörfum á
Kirkjubæjarklaustri auk þess að
kenna við grunnskólann í heima-
byggð sinni. Árið 2002 leysti hann
af sem sóknarprestur á meðan
kona hans var í fæðingarorlofi.
Sýslumanni brugðið
Baldur Gautur hefur leyst af sem
héraðslögreglumaður í umdæmi
Sigurðar Gunnarssonar sýslu-
manns í Vík. Sýslumaður segist
Sigurður Sigurðsson
Áfall, segir vígslubiskup
um máiprestsins á
Kirkjubæjarklaustri.
hafa verið algjörlega grunlaus um
brot Baldurs og ekki haft hugmynd
um þau fyrr en Reykjavíkurlögregl-
an hafi komið til hans með húsleit-1
arbeiðni á miðvikudag. Daginn
áður var séra Baldur starfandi lög-
reglumaður á Skarðsfjöru þar sem
Baldvin Þorsteinsson EA strandaði.
„Þetta eru kenndir sem maður I
þekkir ekki sjálfur," segir Sigurður
um athæfi undirmanns síns. Hann |
segir Baldur Gaut hafa verið fyrir-
myndarstarfsmann og engar at-1
hugasemdir verið gerðar við hans
störf. „Hann stóð sig mjög vel í |
starfi hér,“ segir hann.
„Auðvitað er þetta áfall að
heyra,“ segir séra Sigurður Sigurð-
arson, vígslubiskup í Skálholti, um I
mál séra Baldurs Gauts. „En ég get
engan dóm fellt miðað við þær
upplýsingar sem ég hef.“
Vígslubiskupinn í Skálholti segir I
jafnframt að málið sé nú í þeim far-
vegi sem það eigi að vera í og sér-
stakur talsmaður Biskupsstofu
muni svara þeim spurningum sem
upp komi.