Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Page 12
12 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004
Fréttir DV
Kvæntist
ömmu sinni
Hálfþrítugur Indveiji
gekk á dögunum í hjóna-
band með áttræðri ömmu
sinni. Ástæðan er einföld;
ungi maðurinn vill hugsa
vel um ömmu sína. „Ég get
betur annast ömmu mína
sem eiginmaður hennar
heldur en barnabam," segir
Narayan Biswas. Amman er
líka ánægð með ráðahag-
inn og segir Biswas alltaf
færa sér máltíðir á réttum
tíma. Biswas og amman eru
hindúar en samkvæmt
þeirra siðum em skyld-
leikahjónabönd af þessu
tagi bönnuð. Yfirvöld í
Panchpara, þar sem hjóna-
komin búa, ætía hins vegar
ekki að gera neitt í málinu
enda hafi fjölskyldan lagt
blessun sína yfir hjóna-
bandið.
Zetatapar
dómsmáli
Leikkonan, Catherine
Zeta Jones, hefur tapað
máli gegn fjarskiptafyrir-
tæki. Zeta Jones vildi meina
að fyrirtækið væri með of
mikil umsvif nærri
sumarhúsi sfnu í
Swansea. Bíla-
stæðahús fyrirtæk-
isins er á landar-
eigninni og umferð
að vonum tölu-
verð. Leikkonan
greiddi rúma millj-
ón punda fyrir
húsið og kveðst meðal ann-
ars hafa verið að kaupa sér
frið og ró. Lögmaður síma-
fyrirtækisins blæs á þau
ummæli og segir mikla um-
ferð við landareignina aðal-
lega stafa af ferðamönnum
sem freista þess að sjá
leikkonuna og eiginmann
hennar, Michael Douglas,
en ekki af viðskiptavinum
fyrirtækisins.
„Vorið er komið I Skagafjörð-
inn og mannlífið blómstrar.
Þetta er góð tilfinning enda
líka vor komið i mannfólkið
og vetrardrunginn þar að
víkja fyrir rísandi sól. Ég vona
að svo sé einnig fyrir sunnan,
því nú er ég að halda suður
yfir heiðar á fundi í borginni
segir Sveinn Allan Morthens í
Varmahlíð I Skagafirði. „Ég er
t.d. að fara á aðalfund Sam-
Landsíminn
um t.atotoniitwiwiwa*
aðskilnað ríkis og kirkju, sem
haldinn verður að Hótel Lind
á laugardag frá kl. 2 síðdegis.
I þeim félagsskag er ég odd-
viti og við erum sem betur fer
að upplifa vaxandi vitund og
vilja meðal ráðamanna og
almennings um að það þurfi
að gera gangskör i því að að-
skilja riki og kirkju. Hvet ég
alla áhugasama til að mæta
á fundinn."
Áhöfn Guðrúnar HF-172 færði að landi sjö þorska í soðið fyrir hvern skipshafnar-
meðlim. Fiskistofa nappaði skipverja með soðmat og svipti bátinn veiðileyfi í
tuttugu daga. Skipstjórinn lýsir aðför að kvótalitlum útgerðum.
„Við vorum sviptir leyfí til veiða í þrjár vikur
vegna 40 þorska, sem mannskapurinn hugðist
hirða í soðið. Þetta er virkilega súrt og kostar út-
gerðina og mannskapinn allt að 20 milljónir
króna," segir Guðfinnur Jón Birgisson, skipstjóri á
Guðrúnu HF-I72, 75 brúttótonna bát, sem nú
liggur bundinn í Keflavíkurhöfn.
Fiskistofa svipti Guðrúnu veiðileyfi í lok febrú-
ar og má skipið ekki vera á veiðum á tímabilinu 5.
til 25. mars. Áhöfnin var á kolaveiðum og eins og
gengur þá slæddist þorskur með, 40 stykki.
Áhöfttin, sex manns, ákvað að láta flaka þorskana
og skipta á milli sín í soðið, og fengi hver þeirra þá
flök af tæplega 7 þorskum. Einn þeirra tók þorsk-
ana með sér áleiðis heim til flökunar, en var
nappaður.
Hálf milljón á þorsk
„Þetta er auðvitað súrt, því það er gömul og
viðtekin venja að menn fái að taka smáræði heim
með sér í soðið. Það er til ósköp trúverðug kenn-
ing um að áhafnir frystitogara taki á þennan hátt
heim með sér á milli 700 og 1.000 tonn árlega."
Hvers vegna þá að nappa menn fyrir 40
þorska? „Ég held svei mér þá að það sé orðin lítt
dulbúin opinber stefna að sauma að kvótalitlu út-
gerðunum. Mér sýnist vilji til þess að stúta slíkum
mönnum," segir Guðfinnur. Hann segir að gera
megi ráð fyrir því að á sviptingartímabilinu hefði
Guðrún aflað um 100 tonnum af þorski og segir
að miðað við 100 krónur á hvert kíló samsvari
tjónið um 20 milljónum króna. Það gerir hálfa
milljón króna á hvem hinna 40 þorska.
Þar sem um fyrsta brot er að ræða og brot
starfsmanna en ekki eigandans finnst Guðfinni að
heldur langt sé gengið í refsingunni.
Má ekki gefa fátækum?
„Þetta em sex þorskar á kjaft og afleiðingin sú
að áhöfnin þarf í þrjár vikur að ná sér í salt í graut-
inn með öðmm hætti. En harkan getur haft fleiri
afleiðingar í för með sér. Sjómenn hafa gjarnan
gefið gömlum körlum og fátæku fólki fisk í poka við
höfnina eftir túr. Samkvæmt túlkun og fram-
kvæmd Fiskistofu er það ólöglegt. Og ekki bara
það. Starfsmenn Fiskistofu hafa sjálfir stundum
„Þetta er auðvitað súrt, því það
er gömul og viðtekin venja að
menn fái að taka smáræði
heim með sér í soðið."
fengið smáræði gefins í soðið og engum
þótt það annað en vinsemdarvottur.
Samkvæmt Fiskistofú skulu þess-
ir Fiskistofumenn gjöra svo
yel að fara með pokann
á vigtina eftirleiðis,"
segir Guðfinnur.
Það er útgerðarfé-
lagið Vör ehf. sem ger-
ir Guðrúnu út, en
framkvæmdastjóri
Varar, Sigurður Aðal-
steinsson, vildi ekkert tjá
sig um málið sjálft, en sagði
að Fiskistofa væri að svipta
nánast upp á hvem dag og
stundum fyrir fáa fiska. „Eg 'ý
hef heyrt dæmi um sviptingu
út af hálíú kílói af steinbít. Okk-
ar mál er því ekki einstakt,"
segir Sigurður.
fridrik@dv.is
Guðfinnur Jón Birg-
isson, skipstjóri
Guðrúnar HF-172.
Grunar að ráðamenn vilji
„stúta" kvótalitlu út-
gerðunum.
Árshátíð Seljaskóla í uppnámi
Skólakrakkar sviknir um limmó
„Við emm búin að bíða eftir
henni heillengi," sagði Jóhanna
Schally, nemandi í Seljaskóla, sem
var ásamt skólafélögum sínum á leið
á árshátíð Seljaskóla um eftirmið-
daginn í fyrradag. Krakkarnir höfðu
pantað eðalvagn samviskusamlega
mörgum vikum áður en tiltekin árs-
hátíð hófst. Átti glæsibíllinn að koma
klukkan fimm á flmmtudag, en
klukkan sex var orðið útséð um að
nemendurnir fengju bíllinn í tæka
tíð. Um var að ræða samtals 32 ung-
linga sem pöntuðu nokkra
eðalvagna fyrir árshátíðina. „Þeir
voru gjörsamlega búnir að lofa
limmu og svo er engin limma á leið-
inni. Það eru allir að bíða eftir
limmu," sagði Jóhanna í fyrradag.
„Það er ekki víst hvort við komumst á
ársháfíðina. Við erum orðin sein og
yrðum að fara í strætó," sagði hún.
Fyrirtækið sem skólakrakkarnir
skiptu við er Limoþjónustan Ice
Limo. Ekki náðist í fyrirtækið, en
samkvæmt því sem skólakrakkarnir
segja voru útskýringar þess á töfinni
á þá leið að mikið væri að gera.
Unglingarnir náðu hins vegar að
semja við aðra eðalvagnaþjónustu
og náðu þvf á árshátíðina.
„Okkur finnst þetta alveg hræði-
lega leiðinlegt. Við erum búin að
missa af öllum kosningum og öllu.
Við vonumst bara eftir því að komast
í matinn," sagði Jóhanna, of sein á
árshátíð Seljaskóla á Hallveigarstöð-
um í fyrrakvöld.
Eðalvagn fyrir grunnskólakrakka 32 nemendur ISeljaskóla voru ofseinir á árshátið.