Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Side 14
14 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 Fókus 0V -i Fyrsta kjörtímabilið markaðist afBúbbu en annað kjörtímabil- ið alDorrit. Nú sækist Ólafur Ragnar eftir þriðja kjörtímabilinu. DV rifjar upp áttaár með Ólafi. I : fyrsta viðtalinu sem Morgun- blaðið tók við Ólaf Ragnar Grímsson eftir að hann tók við embætti forseta íslands í ágúst 1996, spurði blaðamað- ur hann hvað hann ætlaði að sitja lengi á Bessastöðum. Ólafur svar- aði því að hann ætlaði ekki að spá mikið í framtíðina. „Fyrst er nú að flnna taktinn í sambúð minni og þjóð- arinnar og samfylgd okkar í verkum," sagði hann og bætti því við að lffið hefði kennt honum að erfitt væri að gera áædanir langt fram í tímann. „Þar að auki er það sem mestu ræður að menn haldi lífi og heilsu. Á þessari stundu er það okkur hjónunum og dætrum okkar efst í huga að komandi ár gefi okkur góða heilsu. Þá erum við reiðubúin að takast á við það sem lífið færir okkur í hendur. Áætlanir urn fram það held ég að séu ótímabærar." Ólaf óraði ekki fyrir því hversu mikil áhrif staðreyndir lífsins og dauð- ans ættu eftir að hafa á líf hans og starf næstu árin. Erfið veikindi Guðrúnar Katrínar, konu hans og síðar dauði lögðust ákaflega þungt á mann sem hafði af samferðafólki sínu og vinum verið álitinn mikill harðjaxl. Vinur hans segir að hann hafi lengi á eftir klökknað í hvert sinn sem minnst var á Búbbu. Hann var dapur og þurfti stuðning frá sínum nánustu, dætrun- um Tinnu og Döllu og dætrum Guð- rúnar Katrínar, Érlu og Þóru. Eftir dauða Búbbu tók við einmana líf ekkjumannsins og síðan aðlögun að lífi með nýrri ástkonu úr allt öðrum heimi, samhliða erílsömu starfi sem þjóðhöfðingi lítiflar þjóðar. Veikindin lita fyrsta kjörtímabilið Ákvörðun Ólafs, sem hann til- kynnti í vikunni, að sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu á Bessastöðum er ekki síst til komin vegna þess að honum þyki hann eiga verki ólokið þar sem svo margt hafði farið öðru- vísi en hann ætlaði í upphafi. Veik- indi og andlát eiginkonunnar settu svo mikið strik í reikninginn og þótt hann hafi rækt allar þær skyldur sem ætlast var til, heimsótt fólk um allt land og farið til údanda í opinberar heimsóknir, þá markaðist kjörtíma- bilið óhjákvæmlega af veikindum og andláti Guðrúnar Katrínar. Á öðru kjörtímabilinu var Ólafur í tilhugalíf- inu með Dorrit Moussaieff og giftist henni síðan á sextugsafmælisdag- inn. Þar létti hann áhyggjum þeirra fjölmörgu sem höfðu velt fyrir sér stöðu Dorritar eftir trúlofun. Betur í stakk búinn nú en þá Nú er Ólafur sextugur og ham- ingjusamur með demantadrottning- unni Dorrit og leyfir sér að horfa ff am á veginn. Þegar hann var spurð- ur um það hvað hann ætli að gera sem forseti á næstu fjórum árum, sem hann hefði ekki gert á síðustu átta árum, nefndi hann fjögur atriði sem hann legði áherslu á: að styrkja hverskonar starfsemi á íslandi, opna dyr fyrir íslendinga í údöndum, að taka meiri þátt í umræðu um mál sem brynnu á þjóðinni og ræða meira við leiðtoga annarra ríkja. „Ég held að ég sé á margan hátt betur í stakk búinn nú til þess að gegna þessum verkefnum en ég var kannski í upphafi þegar ég var kos- inn forseti fslands," segir Ólafur. Baráttumaður á friðarstóli Það voru margir sem þurftu að klípa sig fast í handlegginn þegar þeir vöknuðu upp við það haustið 1996 að einhver umdeildasti og á köflum óvinsælasti stjórnmálamað- ur þjóðarinnar væri sestur á friðar- stól á Bessastöðum. Sumir trúa því jafnvel ekki enn að maður sem sjaldnast fór í felur með skoðanir sínar á mönnum og málefríum, hefði tekið við hlutverki sem sameiningar- tákn þjóðarinnar. Maðurinn sem hafði gengið svo hart fram sem ung- ur maður að hann var bannaður í út- varpi og sjónvarpi. Maðurinn sem opinberir starfsmenn sökuðu um að hafa svikið sig, maðurinn sem ham- aðist svo í ræðustól Alþingis á fyrir- tækjunum Þýsk-íslenska og Hafskipi að forsvarsmenn fyrirtækjanna kost- uðu auglýsingar þar sem varað var við að hann yrði kosinn forseti. Maðurinn sem var sakaður um að hafa orðið missaga um trúhneigð sína. Allt í einu var Óli grís, eftirlæti skopmyndateiknarans, formaður Alþýðubandalagsins, kominn á Bessastaði. Hann hafði jafnvel sakað Davíð Oddsson forsætisráðherra um að hafa skítíegt eðli, umfnæli sem vöktu hneysklan margra. Maðurinn sem kosinn var í embætti sem hefur haft yfir sér helgiblæ, fer enn fyrir brjóstið á ansi mörgum. DV hefur greint frá því að hópur fólks hittist reglulega til að finna frambjóðanda sem getur farið fram gegn Ólafi. Hver árangurinn af því verður, á eftir að koma í ljós en Ólafur er viðbúinn Allt í einu var Óli grís, eftirlæti skopmynda- teiknarans, formaður Alþýðubandalagsins, kominn á Bessastaði. mótframboðum samkvæmt því sem fólk í hans herbúðum segir. Davíð undirbjó jarðveginn Það má segja að það hafi verið Davíð Oddsson sem undirbjó jarð- veginn fyrir Ólaf Ragnar, annars veg- ar með því að gefa ekkert upp um það hvort hann ædaði sjálfur fram í kosningunum 1996 og loka þannig leiðinni fyrir þá sjálfstæðismenn sem hugsanlega höfðu áhuga á að bjóða sig fram. Hins vegar gaf Davíð þjóðinni þá hugmynd að umdeildur stjórnmálamaður gæti orðið forseti. Þannig vandist þjóðin því að hún gæti fengið einhvern sem ekki væri fullkomin sátt um á Bessastaði. Ann- ar þáttur sem verulegu máli skipti voru vinsældir Guðrúnar Katrínar sem hafði unnið sig inn í hug þjóðar- innar. Hjónin þóttu forsetaleg. Á þeim tíma sem Ólafur hefur verið í embætti hefur íslensk fjöl- miðlaflóra breyst. Hann hefur verið sakaður um það sem kallað hefur verið „Séð og heyrt-væðing" forseta- embættisins. Vinir hans neita því að Ólafur sjálfur eigi sök á því að Séð og heyrt hafi svo mikinn áhuga á honum og hans íjölskyldu. Hann hafi hins vegar ekki vísað ljósmynd- urum blaðsins frá þegar á annað borð er aðgangur fyrir ljósmyndara. Fjölskyldan í framboði Ólafur Ragnar bauð sig fram með fjölskyldunni. Hann greip tækifærið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.