Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Qupperneq 19
DV Fókus
LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 19
Hann stakk hana tíu
sinnum og fór síðan
aftur á geðdeildina.
Þar settist hann ró-
iegur niður og starfs-
fólkið tók ekki eftir
neinu. Þegar lögregl-
an kom sagðist hann
hafa fengið hug-
myndina vegna
morðsins á Önnu
Lindh.
Nú standa yfir réttar-
höld gegn Mijailo
Mijailovic, morðingja
Önnu Lindh. Hann
hefur átt við geðræn
vandamál að stríða.
Þegar hann framdi
verknaðinn var hann
undir áhrifum lyfsins
Flunitrazepam. Það er
lyfsem glæpamenn
nota til að herða sig
við ofbeldisverk og
forðast tilfinningaleg
viðbrögð.
blaðamannafundur með Önnu
Lindh, Göran Persson, Grikkjanum
Papandreou og fleirum átti svo að
hefjast gekk sú stutta af stað heim og
Anna veifaði til hennar ofan af svið-
inu.
Hanna Mia vinkaði á móti.
Yfir kvöldmatnum sagði Hanna
Mia okkur að hana langaði kannski til
að verða blaða- eða stjórnmálakona.
„Anna er betri en Göran,“ sagði hún.
„Hann vildi ekki skrifa nafnið sitt líka
með prentstöfum en það gerði hún.“
Daginn eftir þann 10. september
var Anna Lindh stungin í vöruhúsinu
NK í miðborg Stokkhólms. Það var
ekki auðvelt að koma heim og segja
baminu frá því að einhver hefði ráð-
ist á hetju hennar og stungið mörg-
um sinnum með hníf. Þegar hún fór
að sofa um kvöldið fullvissaði ég
hana um að allt yrði í lagi. Anna væri
á sjúkrahúsi og myndi ná sér.
Daginn eftir þann ll.september
var 12 ára afmælisdagur Hönnu Miu.
Þegar við vöktum hana með söng og
tertu var það fyrsta sem hún spurði
um: „Er Anna Lindh ennþá lifandi?"
Við sögðum að svo væri. Klukkan var
hálf átta og ekki enn búið að segja frá
neinu í fréttum.
Svo Hanna Mia borðaði tertu,
opnaði pakka og fór í skólann.
Þegar sagt var frá því í fréttum að
Anna Lindh væri látín gekk ég með
Mijailovic morðingi Önnu Lindh Undir
áhrifum geðlyfja þegar hann framdi
verknaðinn.
móður minni að Rosenbad eða
Stjómarráðinu í rigningunni.
Þar hafði fjöldi fólks safnast sam-
an undir svörtum regnhlífum og lagt
rauðar rósir við ljósmyndir af utan-
ríkisráðherranum. Kerti loguðu og
margir höfðu skrifað bréf og kort til
hennar með kveðjum og orðum um
sorg. Þarna fyrir utan Rosenbad var
sterk þögn og ég slökkti á símanum
mínum.
Á sama tíma kom skólastjórinn
inn í bekk Hönnu Miu og tilkynnti
bömunum að Anna Lindh væri látín.
Þeim var leyft að fara fram ef þau
vildu til að hringja í einhvern til að
tala um þetta. Hanna Mia hringdi í
mig þar sem ég var með slökkt á sím-
anum fyrir utan Rosenbad.
„Hvað gerðirðu þegar ég svaraði
ekki?“ Spurði ég hana eftir skólann.
„Ég fór inn til hjúkmnarkonunn-
ar, hún er svo góð.“
„Og hvað sagðirðu við hana?“
„Að ég hefði hitt
Önnu Lindh í fyrra-
dag og nú væri hún
dáin og að ég ætti af-
mæli og svo fór ég
að gráta.“
„Og hvað gerði
hjúkrunarkonan
þá?“
„Hún fór líka að
gráta.“
Um kvöldið
kveiktum við á kerti
í glugganum fyrir Önnu Lindh og
dæturnar settust í fangið á mér. Þær
vom sorgmæddar vegna þess að nú
áttu tveir strákar á þeirra aldri ekki
lengur mömmu. Þær vissu ekki þá að
fimm ára stúlkan Sabína hefði einnig
verið myrt.
Daginn eftír fór Hanna Mia með
rósir og lagði þær í tröppurnar þar
sem hún hafði hitt Önnu Lindh
þremur dögum áður.
Á kortinu stóð meðal annars:
„Kæra Anna . Hér hitti ég þig í fyrsta
og síðasta sinn...“
Eftir skólann kíkti hún við til að sjá
hvort rósirnar væri enn á sínum stað.
Þegar ég spurði hvort svo hefði verið
sagði hún:
„Það var róni að tína dósir úr
ruslafötum sem gekk að tröppunum
og beygði sig yfir þær. Ég hélt að
Eiginhandaráritun Hanna Mia fékk bæði
Önnu Lindh og Göran Persson til að skrifa
nöfnin sín á bæklinginn.
Vegna sparnaðar var
stórum hluta geð-
deilda í Svíþjóð lokað
fyrir nokkrum árum.
Einn afþeim sem átti
stóranþáttí
sparnaðarráðstöfun-
um i heilbrigðiskerfinu
var sósíaldemókratinn
Bo Holmberg, eigin-
maður og nú ekkill ut-
anríkisráðherrans
Önnu Lindh.
hann ætlaði að taka vöndinn og fékk
alveg hjartslátt. En svo sá ég að hann
var bara að lesa kortið og síðan lagaði
hann rósirnar soldið lengi til svo
þær stæðu beinar og fínar.“
Einkennilegur afmælisdagur Hanna Mia kveikti á kerti fyrir Önnu Lindh sem dó á afmælisdeginum hennar. Hér er hún þennan undarlega
og tilfinningaþrungna dag, ásamt Emily systur sinni sem þá var fimm ára.