Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Síða 23
DV Fókus
LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 23
Björg ÞoHeifsdóttir
„Martraðir eru
alaengastar hjá
börnum en eldast
venjulega afþeim
næstum máttlaus á þessu svefn-
stigi." En Björg bætir við: „Þó berast
boð til vöðvanna sem stjórna augn-
hreyfingum og þess vegna hreyfast
augun (REM) þó líkaminn sé að
öðru leyti máttlaus. Að auki tengj-
ast REM-frumur í heilastofninum
frumum í sjónberkinum gegnum
stúkuna og þess vegna upplifum
við drauma okkar myndrænt."
Spendýr dreymir
Að sögn Bjargar þekkist draum-
svefn hjá öllum spendýrum og fugl-
um, líklega hafi sameiginlegur for-
faðir þeirra meðal skriðdýra búið
yfir draumsvefni. Um helmingur af
heildarsvefntíma ungbarns er
draumsvefn en með aldrinum
minnkar hann um helming. „Og
draumsvefn spendýra er hlutfalls-
lega meiri meðal þeirra tegunda sem
fæðast tiltölulega ófullburða eins og
maðurinn en minni hjá þeim sem
geta bjargað sér sjálf frá fyrsta degi,
t.d. hestum og kindum. Og það er
talið vitna um mikilvægi REM-
svefns í þroskun taugakerfisins og
þroskun meðfæddra eiginleika
hverar tegundar."
Martraðir algengastar hjá
börnum
Hvað varðar mikilvægi draum-
svefns fyrir nám og minni segir
Björg tilraunir hafa verið gerðar til
að hrekja þær kenningar og rann-
sóknir hafi leitt í ljós að séum við
svipt draumsvefninum hafi það
sáralítil áhrif á heilbrigðan einstak-
ling og alls engin á nám og minni.
Hún segir þekkt dæmi um mann
sem er með skemmdir í heilastofni
af völdum slyss, „og mælist því ekki
með REM-svefn. Þrátt fyrir það hef-
ur honum vegnað vel í lífinu, hann
hefur stundað nám og er lögfræð-
ingur. Og svefnlausar nætur eru
þekkt ráð gegn ákveðinni tegund af
þunglyndi, REM-svefninum er
sleppt og þannig haft áhrif á fram-
boð ákveðinna boðefna sem hafa
áhrif á geðslagið." Björg segir
martraðir ýmist taldar slæma
drauma í REM-svefni eða drauma á
fjórða stigi svefns. „Martraðir eru
algengastar hjá börnum en eldast
venjulega af þeim. Og tengdar
þessu íjórða svefnstigi eru andfælur
barna yngri en 6 ára. Martraðir geta
líka fylgt ákveðnum lyfjum og mik-
illi áfengisneyslu. Það er ekki endi-
lega æskilegt að vekja fólk sem
sýnilega er með martröð, alveg eins
gott að lofa því að klára drauminn.
En börn með endurteknar martrað-
ir eru stundum vakin áður en þau
ná því stigi, þannig er stundum
hægt að koma í veg fyrir martröð-
ina,“ segir Björg Þorleifsdóttir líf-
eðlisfræðingur.
rgj@dv.is
Margrét Kristín Blöndal
húsmóðir:
„Náttúrlega fæ ég martröð. Þá
tek ég á rás en líkaminn hlýðir
ekki, ég kemst ekki
eins hratt og ég
vildi. Óþægindatil-
finningin sem fylg-
ir þessari martröð
’V' l 3> rmnni er bæði lík-
.. ix. 411 amleg og andleg."
hug einn
Haraldur Ólafsson veður-
fræðingur:
„Mér kemur strax
dálítið þrálátur
draumur. Þá finnst
mér tennurnar
vera að losna, jafn-
vel hrynja úr
munninum á mér.
Fremur óþægi-
legt.“
Steinunn Birna Ragnars-
dóttir píanóleikari:
„í minni martröð mæti ég á
tónleika en kemst þá að því að ég
hef gleymt verkinu
sem ég á að spila -
og að klæða mig.
Mig dreymir þetta
töluvert og tilfinn-
ingin er skelfileg á
rrieðan á því stend-
ur. En þegar ég
vakna get ég hlegið að þessu,
nokkuð taugaveiklað samt en
innilega glöð yfir að vera vöknuð."
Snæbjörn Arngrímsson
bókautgefandí:
„Þegar ég er veikur fæ ég
stundum martrað- _____
ir, oftast þá sörnu.
Þá lendi ég í
óskaplegum vand-
ræðum með að
raða samari mis-
stórum koddum.
Ég veit að þetta
hljómar ekki sér-
staklega martraðarlega en tilfinn-
ingin er vond, þrælvond."
Úlfhildur Dagsdóttir bók-
menntafræðingur:
„Ég fæ aldrei martraðir og held
að það sé vegna
þess að ég horfi svo
mikið á hrollvekju-
myndir og les slík
reiðinnar býsn af
hrollvekjum að það
dugar mér alveg."
Franska; cauchemar
Á orðabókum segir að orðið sé samsett.
Forn frönsk sögnin að sofa fer fyrst en
seinni hluti orðsins ersagður niðurlenskt
orð fyrir svefnóvætt, nefnilega mare.
Danska; mareridt
Mörureiðin danska er auðvitað ná-
kvæmlega sömu merkingar og afsama
uppruna og martröðin okkar.
Pólska; mara
Segirsig sjálft.
Enska; nightmare
Enska nóttin vefst ekki fyrir manni og
þegar hér er komið sögu gerir mare það
ekki heldur. Nema að enskir imynduðu
sér möruna afbáðum kynjum, lagðist
incubus á konuren succubus á karla
meðalþeirra sem eitthvað kunnu í lat-
Inu. Samskipti óvætta þessara við sof-
andi fólk var af kynferðislegum toga.
Hvað vitum við nú
sem við vissum ekki?
Hafa fornleifarannsóknir undan-
farinna ára varpað nýju ljósi á sögu
okkar fyrr á öldum? Vitum við eitt-
hvað markvert um sögu þjóðarinn-
ar; uppruna, landnám, búsetu, at-
vinnuhætti, trúarbrögð, híbýli og
mannlíf, sem við vissum ekki fyrir
nokkrum árum?
Á þriðja tug vísindarann-
sókna
Ekki er óeðlilegt að þannig sé
spurt í ljósi þess að fornleifarann-
sóknir hafa aldrei verið jafn um-
fangsmiklar og nú síðustu árin. Til
þeirra er varið hundruðum milljóna
króna, mest af almannafé, en
einnig hafa erlendir vísindasjóðir
átt hlut að máli. Er þetta mikil
breyting frá því ástandi sem var fyr-
ir áratug eða svo, þegar fornleifar
voru að jafnaði ekki rannsakaðar
nema vegna framkvæmda eða í
björgunarskyni.
Nú líður ekki svo sumar að frétt-
ir berist ekki af vísindalegum rann-
sóknum fornleifa á helstu sögu- og
minjastöðum landsins, svo sem á
Þingvöllum, á biskupsstólunum á
Hólum og í Skálholti, í Reykholti í
Borgarfirði, Hofsstöðum í Mývatns-
sveit, á Gásum í Eyjafirði, í Þjórsár-
dal, Mosfellsdal, á Skriðuklaustri og
Kirkjubæjarklaustri, svo nefndir
séu nokkrir staðir þar sem uppgröf-
ur fer fram. Samkvæmt upplýsing-
um Fornleifaverndar ríkisins voru
fornleifarannsóknir hér á landi á
síðasta ári, 2003, 37 að tölu, þar af
24 hreinar vísindarannsóknir.
Ekki bara uppgröftur
En uppgröftur er ekki eina teg-
und fornleifarannsókna. Fornleifar
eru einnig athugaðar á vettvangi
með jarðsjám, sýnatöku og loft-
myndum. Þá hefur á undanförnum
árum átt sér stað viðamikil skráning
fornleifa um land allt og standa
sveitarfélög straum af kostnaði við
það í samræmi við skipulagslög.
Loks er á það að líta að þegar
uppgreftri fornleifa er lokið tekur
við þýðingarmesti þáttur rann-
sóknarinnar, úrvinnslan. Nú á dög-
um er hún margfalt fjölþættari en á
árum fyrr og stafar það af aukinni
þekkingu og tæknilegri getu til að
greina hina ýmsu muni sem koma
upp úr jörðinni, manna- og dýra-
bein, matarleifar, jurtir, smíðisgripi
o.s.frv.
í samræmi við ritheimildir
Þegar haft er í huga að ísland á
sér skamma forsögu, þ.e. tímabil
þar sem engra öruggra ritheimilda
nýtur, er þess tæpast að vænta að
fornleifafræði geti gerbylt hug-
myndum okkar um fyrstu ár
byggðar í landinu. Þó að fornleifa-
rannsóknir hafi fyrr á árum ekki
verið stundaðar með markvissum
hætti eins og nú hafa fyrri rann-
sóknir þó fært okkur talsverða vit-
neskju um landnámið og fyrstu
aldirnar. Er athyglisvert að í ýms-
um höfuðatriðum er vitneskja okk-
ar um „forsögulega" tímabilið
samhljóða þeirri sem sem lesa má
úr elstu ritheimildunum. Þó að við
kunnum að efast um einstök atriði
í frásögn Ara fróða í íslendingabók
af kristnitökunni árið 1000 fer ekki
á milli mála að í lok tíundu aldar og
byrjun hinnar elleftu urðu trúar-
bragðaskipti hér á landi, heiðinn
siður vék fyrir kristnum. Þetta hafa
fornleifarannsóknir fyrri ára á
kumlum og haugfé og elstu graf-
reitum og bænhúsum kristinna
manna staðfest.
Forngripir sem fundist hafa,
jafnt skrautmunir sem þarfaþing af
ýmsu tagi, benda einnig í aðalatrið-
um í sömu átt og ritheimildirnar
hvað menningarlegan og land-
fræðilegan uppruna íslendinga
varðar.
Myndin skýrist
Þó að ekki sé ástæða til þess að
ætla að fornleifarannsóknir muni
snúa á hvolf mynd ritheimildanna af
fortíð þjóðarinnar er líklegt að þær
muni smám saman gera myndina
skýrari og varpa nýju ljósi á einstök
atriði sem sum hver geta verið
veigamikil til skilnings á því lífi sem
forfeður okkar lifðu.
Rannsóknir þær sem nú eru
hafnar á nokkrum merkustu sögu-
og minjastöðum landsins eru enn
svo skammt á veg komnar að ekki
þarf að koma á óvart að þaðan hafi
fá raunveruleg tíðindi borist. Jafn-
vel er ástæða til að efast um að
sumar þessara rannsókna, eins og
t.d. á búðum og þingstað á Þing-
völlum, muni skila miklu, einfald-
lega vegna þess að þar-hafa líklega
aldrei verið reist mannvirki til
lengri tíma. Þó skal það alls ekki
útilokað og dregur ekki úr þýðingu
rannsóknanna.
Óljós mörk heiðni og kristni
Ég hef að undanförnu spurt
nokkra fornleifafræðinga hvað þeir
sjálfir telji merkast af því sem í ljós
hefur komið við rannsóknir undan-
farinna ára. Eru skoðanir þeirra-
nokkuð skiptar og áherslur mis-
munandi. Meðal þess sem nefnt
hefur verið er eftirfarandi:
(1) Rannsókn á þúsund ára
gömlum grafreit á Þórarinsstöðum
í Seyðisfirði hefur vakið upp spurn-
ingar um mörk heiðni og kristni
hér á landi. Grafsiðir sem tíðkuðust
Guðmundur
Magnússon
Skrifar um
fornleifarannsóknir
á fslandi
á þessum stað gætu bent til þess að
ekki hafi verið mikill munur á því
hvernig menn voru lagðir til hinstu
hvflu í frumkristni og í heiðni. Sú
spurning hefur líka vaknað hvort
kumlateigur hafi verið notaður sem
kristinn kirkjugarður.
(2) Fundist hefur að Hrísbrú í
Mosfellsdal grafreitur og kirkja frá
miðöldum. Gleður þetta þá sem á
grunni gamallar hefðar vilja öðru
fremur beita fornleifafræði sem
hjálpargrein við rannsóknir á ís-
lendingasögum. Eina ritheimildin
um Hrísbrúarkirkju er Egils saga
sem rekur hvernig bein forn-
kappans og skáldsins Egils Skalla-
grímssonar voru fyrst heygð á
Tjaldanesi en síðan flutt í kristinn
grafreit að Hrísbrú og þaðan að
Mosfelli. Ýmsir höfðu borið brigður
á að kirkja og grafreitur finndist yf-
irhöfuð að Hrísbrú en sú varð
raunin nú nýlega.
Brunakuml og blóthús
(3) Að Hrísbrú, þar sem heitir
Hulduhóll, liefur einnig fundist
heiðinn grafreitur og í honum m.a.
tveir hlutar af höfuðkúpu forn-
manns sem virðist hafa lent í mikl-
um hita í allnokkurn tíma. Er ekki
útilokað, þótt það sé umdeilt, að
þarna sé fundið fyrsta brunakuml á
Islandi. Fram að þessu hefur verið
álitið að líkbrennsla hafi ekki tíðkast
hér á landi til forna, því engin merki
um hana hafa fundist í þeim 300
kumlum sem fundist hafa fram að
þessu. Hefur þetta vakið undrun í
ljósi þess að brunakuml voru algeng
í Noregi.
(4) Við Hólm í Nesjum í Horna-
firði hefur Bjarni F. Einarsson forn-
leifafræðingur fundið leifar mann-
virkis sem hann er sannfærður um
að hafi verið blóthús eða hof í heiðn-
um sið. Er um að ræða jarðhýsi sem
er sex til sjö fermetrar að stærð. Ef
rétt reynist væru það allnokkur tíð-
indi, því blóthús hefur ekki áður
fundist hér á landi (Hofsstaðir í Mý-
vatnsstaðir hafa verið afskrifaðir í
því sambandi) og margir fræðimenn
telja að þau hafi ekki tíðkast á vík-
ingaöld.
Að sumum þessara rannsókna og
öðrum, sem hér hafa ekki verið
nefndar, verður nánar vikið í næstu
pistlum.
gm@internet.is
l