Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Side 28
28 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004
Fókus DV
Bandaríski söngvarinn
Johnny Cash lést 12
september í fyrra.
Þrátt fyrir erfið veik-
indi síðustu árin hélt
hann áfram að búa til
tónlist. Nýlega kom út
fimm diska pakki, Un-
earthed, sem hefur að
geyma upptökur sem
hann gerði síðustu
æviárin með upptöku-
stjóranum Rick Rubin.
Trausti Júlíusson rifj-
aði upp sögu eins af
risunum í bandarískri
tónlistarsögu.
f
Aið 1993 hittust 61 árs göm-
ul kántrígoðsögn frá
Arkansas og þrítugur rapp-
og rokkupptökustjóri frá
New York í búningsher-
bergi í leikhúsi í Orange
County í Kaliforníu. Það
var upphafið að samstarfi
sem á tíu árum átti eftir að skila fjór-
um mikils metnum Grammy-verð-
launaplötum. Þegar Johnny Cash og
Rick Rubin hófu vinnu við fimmtu
plötuna fannst þeim það góð hug-
mynd að halda upp á 10 ára sam-
starfsafmælið með boxi með áður
óútgefnum lögum. Lögum sem ekki
höfðu komist á plöturnar fjórar,
höfðu lent einhvers staðar í segul-
bandahrúgunni og biðu þess að vera
grafin upp og uppgötvuð." Eitthvað
á þessa leið hefst rúmlega 100 bls.
bók sem fylgir með nýja Johnny
Cash boxinu, Unearthed. Boxið,
sem er einkar glæsilegt, inniheldur
fimm diska og þessa bók sem er
skrifuð af Sylvie Simmons, en hún
hefur áður skrifað ævisögur nokk-
urra tónlistarmanna, þ.á.m. Serge
Gainsbourg, Neil Young og Tom
Robinson.
Á bökkum Mississippi
John R. Cash fæddist 26. febrúar
1932 í Kingsland í Arkansas. Faðir
hans vann við sögunarmyllur og hjá
jámbrautunum, en árið 1935 fékk fjöl-
skyldan úthlutaö landskika í Dyess á
bökkum Mississippi-árinnar. Þar bjó
John næstu 15 árin. I byrjun sjötta
áratugarins var hann sendur til Þýska-
lands þar sem hann vann sem út-
varpsvirki hjá bandaríska hernum.
Hann hlaut varanlegt heyrnartap þeg-
ar þýsk stelpa stakk blýanti í leikara-
skap inn í vinstra eyrað á honum. Eft-
ir að herþjónustunni lauk flutti hann
með fyrstu eiginkonu sinni Vivian
Liberto til San Antonio.
1954 fór John á fund Sam Phillips
hjá Sun-plötufyrirtældnu í Memphis
og bauð fram krafta sína sem gospel-
söngvari. Sam, sem eins og kunnugt
er uppgötvaði Elvis Presley, sendi
liann heim með þeim orðum að hann
þyrfti að gera eitthvað söluvænlegra.
John gerði það og á ámnum 1955-
1957 gaf hann út hvern smellinn á
fætur öðmm hjá Sun, þ.á m. Hey Port-
er, I Walk the Line og Big River. Það
var reyndar Sam Phillips sem byrjaði
að kalla hann Johnny. John þoldi það
illa fyrstu, fannst það of barnalegt, en
það festist við hann.
Fyrsta stóra platan með Johnny
Cash, „Johnny Cash with His Hot and
Blue Guitar" kom út hjá Sun árið 1957,
en þegar Sam Phillips neitaði að auka
ltöfundargreiðslur til hans gerði
Johnny samning við Columbia, sem
gaf út plöturnar hans næstu þrjá ára-
tugina.
Amfetamín og eyðilögð
hótelherbergi
Velgengni Johnny Cash hélt áfram
hjá Columbia. Á sjöunda áratugnum
gaf hann m.a. út þemaplötuna Bitter
Tears sem fjallaði um afdrif banda-
rískra indjána sem Johnny hafði alltaf
San Quentin, en sú síðamefnda inni-
hélt m.a. lagið A Boy Named Sue.
Á ámnum 1969-1971 var Johnny
með sinn eigin sjónvarpsþátt, The
Johnny Cash Show. Á áttunda áratugn-
um féÚ Johnny Cash nokkuð í vinsæld-
um og fékk á sig ímynd útlagans.
Johnny Cash var goðsögn í lifanda
lífi. Hann var auðvitað frábær tónlistar-
maður, en hann var líka flinkur að segja
rétta hluti á réttum tíma. Hann hélt því
t.d. fram að hann væri einn fjórði cher-
okee-indjáni, en viðurkenndi síðar að
það væri ósatt. Hann lýsti sjálfum sér
sem „svartklædda manninum" í sam-
nefndu lagi og sú nafnbót festist við
hann. Hann sagðist klæðast svörtu af
samúð með fómarlömbum misréttis í
heiminum, en raunveruleg ástæða
þess, a.m.k. í upphafi, var að hann taldi
að of áberandi föt drægju athyglina fiá
tónlistinni. Fræg var líka yfirlýsingin
hans: „Ég dansa ekki eða segi brandara
og ég klæðist ekki of þröngum buxum,
en ég kann yfir þúsund lög.“ Og það var
ekkert mgl. Johnny Cash bar óendan-
lega virðingu fyrir bandarískri tónlistar-
sögu.
Nick Cave, Fiona Apple og Joe
Strummer
Þegar 'Rick Rubin bauð Johnny
Cash samning árið 1993 var stjarna
Johnnys farin að falla verulega. Hann
var kominn í flokkinn „þeir sem end-
urtaka gömlu slagarana aðeins
breytta og gera jólaplötur".
Rick bauð Johnny að taka bara
upp uppáhaldslögin hans með gítar
og míkrófón. Ekkert ftff. Eins og áður
segir gerðu þeir fjórar plötur saman
sem fengu ffábæra dóma og em á
meðal þess besta sem Johnny Cash
gerði á ferlinum. Þær kynntu líka
gamla utangarðsmanninn fyrir nýj-
um kynslóðum aðdáenda.
Það em fimm plötur í nýja Johnny
Cash boxinu Unearthed. Fjórar
þeirra innihalda áður óútgefin lög, en
sú fimmta er safn af því besta af
American Recordings-plötunum
Kennarinn á að hafa
sagt við hann:„Þú
mátt aldrei breyta
röddinni"
fjórum sem Johnny gerði með Rick
Rubin. Þar á meðal em hans útgáfur
af Mercy Seat eftir Nick Cave, Nine
Inch Nails-laginu Hurt, Rowboat eft-
ir Beck og U2-laginu One.
Nýja efninu er sldpt í fjögur þema,
sem hvert fær einn disk: Who’s
Gonna Cry, Trouble In Mind,
Redemption Songs og My Mother’s
Hymn Book. Síðasti diskurinn er með
trúarlegri tónlist. Þó að þessi lög hafi
ekki þótt nógu góð til þess að rata á
American-plöturnar em hér mörg
meistaraverk. í sumum þeirra er
Johrnny einn með gftarinn, í öðmm er
hann með hljómsveit. í flestum
þeirra syngur hann einn, en það em
líka nokkrir gestir. Nick Cave syngur
með honum lagið Cindy, Fiona
Apple syngur á móti honum f Neil
Diamond-laginu Father & Son og
Carl Perkins, Willie Nelson og Tom
Petty koma líka við sögu. Eftirminni-
legast er samt Bob Marley-lagið
Redemption Song, sem Johnny syng-
ur með Joe Stmmmer, fyrmm söngv-
ara The Clash. Þrír látnir snillingar
sameinast í einu lagi.
Röddin og hjartað
Á meðal laga í boxinu má nefna
Heart of Gold eftir Neil Young (flutt
með þremur meðlimum Red Hot
Chili Peppers), Bird On a Wire, I’m a
Drifter, You’ll Never Walk Alone,
You Are My Sunshine og I Shall Not
Be Moved. Þess skal getið að Johnny
sjálfur valdi efnið í boxið áður en
hann dó. Og hann var mjög stoltur
og ánægður með útkomuna.
Söngrödd Johnny Cash er einstök
og henni hefur greinilega ekkert
hrakað síðustu árin. Hann fór í einn
söngtíma á ævinni. Kennarinn á að
hafa sagt við hann: „Þú mátt aldrei
breyta röddinni". Sem betur fer tók
hann mark á því. Johnny sjálfur
sagði líka einhvern tímann: „Þeir
geta notað alla þá hljóðgerfla sem
þeim sýnist, en það mun aldrei neitt
koma í staðinn fyrir mannshjartað."
Röddin og hjartað. Tvö lykiíatriði í
tónlist Johnny Cash.
an sal af áhorfendum, hún sagði já og
1. mars árið 1968 giftust þau. Þau
sungu mikið saman og nokkrir dúettar
með þeim náðu vinsældum, þ.á m. If I
Were a Carpenter og Jackson.
Goðsögn og raunveruleiki
Vinsældir Johnny Cash náðu há-
marki seint á sjöunda áratugnum, m.a.
vegna tónleikaplatnanna Johnny Cash
at Folsom Prison og Johnny Cash at
mikla samúð með. í kjölfar velgengni
lagsins The Ballad of Ira Hayes fékk
hann hótanir frá Ku Klux Klan. Á
þessurn árum fór Johnny að misnota
eiturlyf gróflega. Hann spilaði mikið
á tónleikum, allt að 300 tónleika á ári,
og í byrjun notaði hann amfetamín
til þess að þola álagið betur. Hann
var mikill villingur á þessum tíma,
var m.a. dærndur fyrir að koma af
stað skógareldi, fyrir að eyðileggja
hótelherbergi og leika sér- með skot-
vopn. Ásamt sukkfélaga sínum,
kántrísöngvaranum Carl Smith, lagði
hann líka heimili þess síðarnefnda í
rúst. Og þeir gjöreyðilögðu Cadillac
eiginkonu Carls...
Það var ekki fyrr en Johnny kynnt-
ist June Carter sem hann fór að róast.
Þau urðu ástfangin og hún varð hluti
af hljómsveitinni hans. Hann bað
hennar á tónleikum fyrir framan full-
Unearthed sýmr ad þo ad afkostm
hafi verid mikil sidustu arin kom
þad ekki nidur á gæðunum:
Johnny gerdi sum afsinum allra
bestu verkum á sjötugsaldrinum.
. ..