Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Page 35
UV Sport
LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 35
--------------------------e*
DARREL GEGN KEFLAVÍK
Grindavík og Keflavík hefja undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Intersport-
deildarinnar í dag þegar Keflvíkingar heimsækja Röstina í Grindavík. Grindavík
og Keflavík eru nú að mætast í úrslitakeppninni í áttunda skiptið á síðustu níu
árum og leika sinn 29. innbyrðisleik í sögu úrslitakeppninnar í kvöld.
Titilvörnin heldur áfram Keflavík tryggði séríslandsmeistaratitilinn í
Röstinni í Grindavik í fyrra en það hefur Grindvikingum aldrei tekist. Þegar
Grindavík varð íslandsmeistari i eina skiptið fyrir átta árum þá unnu þeir
hann i sjötta leik i iþróttahúsinu i Keflavik. DV-mynd SigurðurJökull
Grindavík og Keflavik hafa mæst
þrisvar sinnum i vetur, tvisvar í
Grindavík og einu sinni í Keflavík.
Grindavík vann fyrsta leikinn í
deildinni í Grindavík en Keflavík
hefur unnið síðustu tvo leikina.
Tölfræði liða i innbyrðisleikjum:
Úrslit leikjanna:
1. des. deild, G Grindavik 92-90
17.jan. bikar, K Keflavík 107-97
20. feb. deild. K Keflavík 94-90
G= Grlndavfk, K=Keflav(k
Leikhlutar
1. leikhluti Keflavík +4
2. leikhluti Grindavík +17
3. leikhluti Keflavík +1
4. leikhluti Keflavík +24
Tölfræðisamanburður.
Stig Keflavík 291-279
Fráköst Keflavík 118-111
Sóknarfráköst Keflavík 53-41
Skotnýting Grindavík 50%-46%
Vltanýting Keflavík 79%-75%
Tapaðir boltar Keflavík 47-52
Varin skot Grindavík 12-9
Villur Grindavík 56-65
3ja stiga körfur Keflavík 23-16
Stig frá bekk Keflavík 55-30
Tölfræði leikmanna í
innbyrðisleikjum:
Hæsta framlag
V Darrel Lewis, Grindavik 34,0
, DanTrammel, Grindavlk 34,0*'
Derrick Allen, Keflavlk 33,0
Nick Bradford, Keflavík 27,7
Jackie Rogers, Grindavík 26,0*
Falur Harðarson, Keflavík 21,0*
Páll Axel Vilbergson, Grindav. 18,0
Flest stig að meðaltali
Darrel Lewis, Grindavík 36,0
Derrick Allen, Keflavík 28,0
Falur Harðarson, Keflavík 24,0*
Nick Bradford, Keflavik 21,7
Páll Axel Vilbergson, Grindav. 20,0
Flest fráköst að meðaltali
DanTrammel, Grindavík 16,0*
Derrick Allen, Keflavík 13,7
Nick Bradford, Keflavík 10,7
Jackie Rogers, Grindavík 10,0*
Darrel Lewis, Grindavík 8,0
Flestar stoðsendingar:
Nick Bradford, Keflavik 6,0
Darrel Lewis, Grindavík 5,3
Jackie Rogers, Grindavík 4,0*
Helgi Jónas Guðfinnss., Grind. 3,5
4
K,
Flestar þriggja stlga körfur
Páll Axel Vilþergsson, Grindavík 11
^alur Harðarson, Keflavík 7*
Gunnar Finarsson, Keflavík 4
Halldór ðrn Halldórsson, Keflav. 3
Magnús Pór Gunnarsson, Keflav.
Nick Bradford, Keflavík V
Besta skotnýting (lágm. 6 hitt)
Timothy Szatko, Grindavík 77,8%
Gunnar Stefánsson, Keflavík 75%
Dan Trammel, Grindavík 69,2%
Darrel Lewis, Grindavík 54,1%
Páll Axel Vilbergsson, Grind. 52,3%
Besta vítanýting (lágm. 4 hitt)
Nick Bradford, Keflavík 88,9%
Darrel Lewis, Grindavík 86,7%
Derrick Allen, Keflavik 85,7%
Gunnar Einarsson, Kefiavík 85,7%
Flestar villur að meðaltali
Hjörtur Harðarson, Keflavík 5,0*
Darrel Lewis, Grindavík 4,0
DanTrammel, Grindavík 4,0*
Jackie Rogers, Grindavik 4,0*
* Léku bara elnn lelk af
þremur
ekhi dngað hingað til
mm
Hfut
J Óstöðvandi?
jKt Darrel Lewis hefur
^SSm leikið stórkostlega
gegn Keflavik i vetur,
nHfiH skorað 36 stig að
meðaltali iþremur
MM leikjum og nýtt þar skotin
WBW sín 54% og vitin 86%. í
átta liða úrslitunum gegn KR
varDarrel með 31,7 stig, 8,7
fráköst og 4,7 stoðsendingar að
meðatali íleik auk þess að nýta 53%
skotanna og 82% vita sinna. DV-mynd
Teitur
V hávegum
hafður næstu tvær
vikurnar þegar þessi
nágrannalið glíma um
hvort þeirra fer í
úrslitaeinvígið
',vr ** annað árið í röð.
ooi@dv.rs
Darrel Lewis er án efa einn allra besti leikmaðurinn í Intersport-
deildinni, það hefur hann sýnt margoft meðal annars í nýloknu einvfgi
gegn KR og í þeim níu leikjum sem hann hefur spilað gegn Keflavík síðustu
tvö tímabil. Þessi frábæra frammistaða Darrels hefur þó ekki dugað gegn
Keflvíkingum því Keflavík hefur unnið 6 af þessum 9 leikjum og alla
úrslitaleikina fimm, það er í útsláttarkeppnum. Darrel fékk góðan
stuðning frá Anthony Q. Jones í átta liða úrslitunum gegn KR og saman
komu þeir að 105 körfum Grindavíkur í þessum þrem'ur leikjum. Liðsinni
jones, sem reynir nú á í fyrsta sinn gegn Keflavík í kvöld, dugar kannski
Darrel og Grindvíkingum til að vinna loksins úrslitaleik gegn Keflavík en
einvígi liðanna byrjar í Röstinni í Grindavík klukkan 16:00 í dag.
Grindavík og Keflavík mætast nú
í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í
áttunda sinn á síðustu níu árum og
leikurinn í dag verður 29.
innbyrðisleikur liðanna í
úrslitakeppni. Keflavík hefur unnið
17 af þessum 28 leikjum þar af 13 af
síðustu 17 og unnu meðal annars
úrslitaeinvígið um titilinn gegn
Grindavík í fyrra 3-0.
Þetta er ennfremur í níunda sinn
sem Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari
Grindavíkur, stjórnar því í einvígi
gegn Keflavík í úrslitakeppninni og
lið hans hafa haft betur í helmingi
skiptanna. Það fylgir þó sögunni að
Keflvíkingar hafa slegið út lið hans í
þrjú síðustu skipti, þar af, 6-1, tvö
síðustu tímabil. Sigur í einvígi gegn
Keflavík hefur samt verið liður í
öllum þremur fslandsmeistara-
titlunum sem Friðrik Ingi hefur
unnið sem þjálfari en hann stefnir
nú að því að verða sá fyrsti sem gerir
fjögur lið að meisturum eftir
úrslitakeppni.
Tvö lið Keflvíkinga
Keflvíkingar virðast vera með tvö
lið þessi misserin, eitt sem spilar
leiki iiðsins á Sunnubrautinni og
hefur unnið 28 ieiki í röð gegn
íslenskum liðum og hitt sem ferðast
á útileiki og hefur tapað 8 af 12
leikjum í Intersport-deildinni í vetur
(deild og úrslitakeppni). Ætli
Keflvíkingar sér áfram í
úrslitaeinvígið þurfa þeir að mæta
með Sunnubrautar-liðið í útileikina
í Grindavík en þess ber að geta að
Keílavík hefur haft gott tak á
Grindavík í úrslitakeppninni undan-
farin ár, unnið 4 af síðustu fimm
einvígum 12-2 en Grindavfk hafði
betur í átta liða úrslitunum árið
2000 sem var eitt slakasta tímabil
Keflvíkinga í langan tíma.
Sterkir inn í teig
Styrkur Keflvíkinga gegn
Grindavík liggur mikið inn í teig þar
sem þéir hafa frábæran bandarískan
leikmann í Derrick Allen og
landsliðsmanninn Fannar Ólafsson
sem báðir eru vanir að ríkja undir
báðum körfum. Það mun því reyna
mikið á þá Jackie Rogers og
Guðmund Bragason sem voru hvað
eftir annað í villuvandræðum í
einvíginu gegn KR.
Keflvíkingar áttu hinsvegar í
miklum vandræðum með bakverði
Tindastóls, þá Clifton Cook og
David Sanders (lítill framherji) sem
gerðu þeim oft lífið leitt í einvíginu.
Það boðar ekki gott því bakverðir
Grindvíkinga í dag, þeir Darrel Lewis
og Anthony Jones, eru engir
meðalmenn og ættu líka að eiga gott
með að losa um Pál Axel Vilbergsson
sem sá varla körfuna í einvíginu
gegn KR. Páll Axel ætti að eiga
auðveldara um vik gegn lágvaxnari
leikmönnum Keflavíkur.
Darrel Lewis hefur spilað níu leiki
gegn Keflavík frá því að hann kom
til landsins og hefur kappinn farið
mikinn í þessum leikjum.
Tölur Darrel gegn Keflavík:
Leikir 9
Leikir 30 stig eða meira 8
Stig íleik 35,4
Fráköst í leik 10,0
Stoðsendingar í leik 5,8
Skotnýting 51,9%
Vítanýting 86,0%
Tölur gegn Keflavík 2003-04:
Leikir 3
Leikir 30 stig eða meira 3
Stig íleik 36,0
Fráköst i leik 8,0
Stoðsendingar í leik 5,3
Skotnýting 54,1%
Vítanýting 86,7%
Leikir Grindavíkur og
Keflavikur síðustu ár hafa verið
hraðir og skemmtilegir
og mannskapurinn
sem liðin tefla
fram að þessu
sinni gefur
engin tilefni til
að ætla annað
en að hraður og
skemmtilegur
körfubolti
verði í
HAFA MÆST ÞRISVAR
Stórleihip Darrels hala
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
★
★
★
★
★
★
★
★
Rafmagnsgítar
magnari poki, ól- snúra -stillir
Rafmagnsgítarsett
29.900,- stgr.
Söngkerfi Trommusett frá
frá 59.900,- 49.900,- stgr.
Gítarinn ehf.
Stórhöfða 27, sími 552-2125 og 895 9376
www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is
Klassískir gítarar
frá 9.900,- stgr.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★