Akranes - 01.04.1944, Page 2

Akranes - 01.04.1944, Page 2
38 AKRANES JÓN ÓSKAR: ísl Það var um síðustu jól að þetta gerð- ist. Ég hafði búið um mig kirfilega í gömlum skúr í útjaðri bæjarins, vegna húsnæðisvandræðanna, og sat nú þarna í skúrnum mínum og reykti pípu, en það var aðfangadagur jóla. Ég hafði nýlokið við að þvo trégólfið og hreinsa skúrinn svo sem unt var, til þess að geta að minnsta kosti haldið jól í hreinum skúr, þó að ekki væri annað. Ég var einmitt nýbúinn að skrúfa frá ferðatækinu mínu og farinn að hlusta á jólasálma, þegar mér datt í hug að hita mér aukakaffi. Ég gekk því að horninu, þar sem prímusinn var. Úti snjóaði, eins og náttúrlega er sjálfsagt á jólunum, og ég sá snjókornin falla þúsundum, eða ef til vill milljónum saman, fyrir utan litla gluggann, sem var á skúrnum mínum. Ég tók prímusinn og setti hann upp á kassa. Þá var barið. Ekki samt á hurð- ina, heldur gluggann, og einhver rödd sagði dimmt: „Hér sé guð.“ Kristnir gerast nú mennirnir, hugsaði ég, fyrst þeir segja: Hér sé guð, og er það sennilega frekar vegna jólanna, en það sé af hreinskilni mælt. Ég gekk að glugganum og lét eftir prímusinn: „Hver er þar?“ Hendi strauk snjóinn af glugganum og kom þá í ljós andlit, heldur ófrýni- legt. „Hleyptu mér inn“, sagði maðurinn fyrir utan gluggann. „Ég er kominn langt að“. En mér leizt ekkert á, að láta svo ó- frýnilega mannskepnu vaða inn í skúr- inn, þegar ég hafði nýlokið við að þvo gólfið og ætlaði mér að halda jól. „Ég læt engan vaða inn með snjóug- ar lappirnar, þegar ég er nýbúinn að þvo gólfið,“ sagði ég. Samt opnaði ég gluggann, til að ganga úr skugga um, hvort maðurinn væri virkilega eins ljótur og mér sýndist, og var hann þá sýnu ljótari, og hef ég aldrei fyrr séð mann jafnljótan. „Heill og sæll,“ sagði nú maðurinn og var breitt bros hans. Ég vísaði kveðju þessari á bug og bjóst til að loka glugganum. Þá sagði maðurinn: „Ég ætla að eiga viðskipti við þig. Ég er bisnismaður.“ „Hvaða bisnis er þér á höndum?“ spurði ég. „Ég verð að fá að komast inn fyrst og hlýja mér,“ sagði maðurinn. „Skárri er það nú kurteisin að bjóða ekki þreytt- um viðskiptavini inn á sjálfum jólun- um.“ Hann drap tittlinga um leið og hann sagði þetta, og sannarlega var ein- hver glettni í augunum, og mér fannst and selt hann ekki nærri eins ljótur, meðan hann drap tittlingana. „Maður á nú ekki gott með að bjóða fólki inn í húsnæðisvandræðunum," sagði ég. Þó gekk ég að dyrunum og opnaði: „Gjörðu svo vel, en farðu úr skónum, áður en þú stígur inn, ég vil ekki fá neinn snjóskafl inn á nýþvegið gólfið.“ Maðurinn snaraði sér úr skónum þeg- ar í stað. Ég bauð honum sæti á kassa. Hann hlammaði sér niður og and- varpaði feginsamlega, af því að vera kominn í húsaskjól. Það var verið að syngja jólasálma í útvarpinu og þótti mér hátíðlega sung- ið, þó að ég sé ekki mikið fyrir tónlist, enda laglaus. „Lokaðu fyrir þetta garg,“ sagði maðurinn. En af því að hann var nýr gestur í mínu húsi, þótti mér þetta nokkuð frekjulega til orða komist og lokaði ég hvergi. „Ég er skáld,“ sagði þá maðurinn. „Ekki veit ég það,“ sagði ég, „en þú ert að minnsta kosti nógu ljótur til að vera skáld.“ „Fleiri eru nú ljótir en skáldin,“ sagði hann, „og lokaðu fyrir gargið, eða ég fer að skálda.“ „Ég kaupi ekki þess háttar,“ sagði ég. Þá lyfti hann annarri hendinni, veif- aðihenni, eins og hljómsveitarstjóri og tók að kveða af mikilli raust, en það þótti mér, að hann væri ærið níðskæld- inn, svo að ég flýtti mér að skrúfa fyrir og sagði: „Hætu, eða hvort ert þú Hall- grímur Pétursson?“ „Eki er ég hann,“ sagði maðurinn. „Ég heiti Sigvaldi.“ „Jæja,“ sagði ég, „mér þætti gaman að vita, hvað þú vilt selja.“ Þá tók hann sjálfblekung upp úr vasa sínum og var sá bæði gamall og ljótur. „Mér þykir það leiðinlegt,“ sagði ég, „en ég á nóga sjálfblekunga. Hvað ætl- ar þú að selja þetta rægsni?“ „Fimm þúsund krónur,“ sagði hann. Nú fauk í mig og ég var í þann veg- inn að hreyta skensyrðum að honum, þegar ég mundi hvað hann var níð- skældinn og sat á mér. Ég brosti kulda- lega og sagði: „Þökk fyrir, — en því miður.“ Þá brosti maðurinn sínu breiða brosi: „Það fylgir honum náttúra“, sagði hann. Ég leit á manninn og það var vissu- lega notalegur glampi í augum hans, sem vísaði til þess, að maðurinn væri ekki eins afleitur og hann leit út fyrir. Ég sagði: „Hvers konar náttúra er það?“ „Sjálfblekungurinn er til þess, að skrifa á víxla með honum,“ sagði Sig- valdi, einkennilega. „Á,“ sagði ég, „við skulum tala um þetta nánar, en má ég ekki bjóða þér kaffi, úr því það eru jól?“ „Jú, takk,“ sagði Sigvaldi. Ég kveikti á prímusnum og setti upp ketil með vatni í. „Á,“ sagði ég, „þetta er líklega snið- ugur sjálfblekungur, sem þú hefur, segðu mér meira um þennan undarlega grip,“ og svo brosti ég til hans, því að þetta var sennilega bisnismaður. „Sjáðu til,“ sagði hann, hallaði sér í- byggnislega fram á við og varð kump- ánlegur á svipinn. „Við erum báðir miklir verzlunarmenn, nú ætla ég að ráða þér heilt. „Gott er,“ sagði ég, „gott er.“ „Maður þarf að spekúlera mikið til þess að verða ríkur,“ hóf hann máls. „Þetta veit ég,“ sagði ég, „enga útúr- króka.“ Þá sagði hann: „Langar þig til að komast í betri húsakynni, svo að þú getir í framtíðinni haldið viðkunnanleg jól?“ Þá svaraði ég: „Ekki stígur þú í vit- ið, eða hví spyr þú eins og fífl?“ Hann nuggaði á sér hökuna og sagði: „Ég er að hugsa um að útvega þér góð húsakynni, ef okkur semur.“ „Jæja,“ sagði ég, en þá sauð vatnið upp úr katlinum svo að andartaks bið varð á samtali okkar, meðan ég stumr- aði yfir katlinum og lagaði kaffi. Þá settumst við að kaffidrykkju. „Ég held að öll viðskipti fari í kalda kol, ef Rússar vinna stríðið,“ sagði ég. „Hvað ert þú að grípa fram í fyrir mér og tala um Rússa, eða er ekki Ame- ríka mikil heimsálfa?“ segir Sigvaldi. „Rétt mælir þú,“ sagði ég. „Bandaríkin," sagði hann. „Bandaríkin,“ sagði ég. Þá sagði Sigvaldi: „Hvernig mundi þér líka að vera ráðherra?“ Um leið og hann sagði þetta, hvolfdi hann í sig úr bollanum og leit til mín einkennilega, og svo lét hann bollann frá sér og þurrkaði sér um munninn. „Ætli mér líkaði það ekki bærilega,“ sagði ég og tók þetta sem grín. „Áttu nokkra hugsjón?“ spurði hann. „Nei,“ sagði ég, „upp á hvað er það?“ „Upp á ekki neitt,“ sagði hann, „nema ég verzla með hugsjónir, viltu kaupa eina?“ „Hverskonar hugsjón er það?“ spurði ég forvitinn. „Hún er þannig: Allir menn á íslandi verði frjálsir og sjálfbjarga. Land vort sé miðpunktur heimsins. Fín hugsjón.“ „En er þetta þá ekta?“ spurði ég, minnugur á gervivörur heimsins, nú á tímum. „Nei,“ sagði hann, „þetta er gervihug- sjón, en hún lítur út alveg eins og venjuleg hugsjón. Ég kaupi nefnilega

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.