Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Side 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Side 7
TIMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 1. og 2. hefti 19 6 0 45. árg. Er vinnulaunum réttlátlega deilt milli hinna ýmsu stétta þjóðfélags okkar? Framsöguerindi flutt í Ríkisútvarpið í þættinum „Spurt og spjallað í útvarpssal" 31. janúar 1960. Þessari spurningu svara ég neitandi, og hef þá aðal- lega í huga rýran hlut þeirra stétta, sem einu nafni eru kallaðar menntamenn. Þegai: laun manna eru borin saman, er venjulega talað um brúttólaun, þ. e. laun áður en skattar og út- svar er dregið frá. Réttara er hins vegar að gera sam- anburðinn með nettólaunum, þ. e. þeim hluta launanna, sem maður hefur raunverulega til sinna persónulegu þarfa, eftir að opinber gjöld eru greidd. 1 öðru lagi er venjulega rætt um laun á tiltekinni tímaeiningu, t. d. tímakaup, vikukaup eða mánaðarlaun. Þetta er líka villandi vegna þess, að starfsævir hinna ýmsu stétta eru mjög mislangar. Það ber að sjálfsögðu að taka tillit til lengdar starfsæva stétta, þegar laun þeirra eru borin saman. Að ævilokum hafa menn lifað af nettóævilaunum sinum, en ekki brúttólaunum á tilteknu stuttu ævibili. 1 þriðja lagi verður við launasamanburð einnig að taka tillit til ýmissa hlunninda í skattlagningu eða styrkjum, sem ýmsar stéttir njóta en aðrar ekki. T. d. hafa hand- verksmenn verkfærapeninga, sem ekki eru skattskyldir, en menntamenn fá engan frádrátt við skattaframtal vegna kaupa á vísindaritum, sem eru þeim jafnnauðsyn- leg og verkfærin handverksmönnum. Útjöfnun launa er hér meiri en til þekkist í nágranna- löndunum, bæði í austri og vestri, og hlutur mennta- manna miklu lakari samanborið við aðrar stéttir. Mennta- menn hafa fram á síðustu ár látið launamál litið til sín taka. Þeim hefur naumast þótt það viðeigandi að taka þátt í kapphlaupinu um laun, heldur hafa þeir treyst þvi, að þeir yrðu metnir að verðleikum. En afleiðingin hefur orðið sú, að þeir hafa dregizt langt aftur úr miðað við aðrar stéttir. Lítið tillit hefur verið tekið til stuttr- ar starfsævi við ákvörðun launa þeirra og ekkert við skattlagningu. Menntamenn byrja starfsævi sína á þvi að verja 10 —15 árum hennar til þess að afla sér þekkingar á hin- um margvislegu fræðisviðum, og þeir hagnýta hana í starfi að námi loknu öllum til hagsbóta. Á námsárun- um hefur menntamaður litlar sem engar tekjur, en á sama tíma geta aðrir menn, sem leggja ekki út á náms- braut, aflað y2—1 milljónar króna og skapað tryggan fjárhagsgrundvöll fyrir sig og fjölskyldu sina. Það er augljóst, að menntamaður, sem fer ekki að vinna fyrir sér fyrr en á aldrinum 25 ára og fram yfir þrítugt, verður að hafa mjög há laun til þess að geta unnið upp þennan mikla mun og skapað sér jafntryggan fjárhags- grundvöll og aðrir. 6—7 þús. krónna mánaðarlaun, sem eru venjuleg laun menntamanna, eru langt fyrir neðan nauðsynleg þurftarlaun þeirra. 1 þessu sambandi ber einnig að hafa i huga hina mjög ört hækkandi skattstiga, sem koma þyngra niður á menntamönnum en öðrum. Af jafnháum ævitekjum borga menntamenn miklu meira í skatta og útsvar en aðrir þegnar, vegna þess að ævi- tekjurnar falla á færri ár. Á þvi er enginn vafi, að þekking er hið mesta verð- mæti, sem til er. Aukin menning og stórbætt lífskjör á hinuni síðari tímum er beinn árangur af aukinni þekk- ingu manna og hagnýtingu hennar. Engin fjárfesting og fyrirhöfn skilar samfélaginu meiri arði en sú, sem efnt er til vegna þekkingarinnar. Menntamenn eru öðrum fremur aldir upp til þess að hafa á hendi forustu á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Það er mjög óviturlegt að spilla jafndýrmætum vinnu- krafti og draga úr sköpun hans með því að búa þeim óviðunandi lífskjör. Af slíku bíður samfélagið tjón, menningu þess hrakar, völd og áhrif færast yfir til manna, sem síður eru færir um forustuhlutverkin. Skipting launa milli manna og stétta er eitt af veiga- mestu undirstöðuatriðum siðaðs samfélags og ræður miklu um, hverja stefnu þróunin tekur. Gagnger endur- skoðun launa- og skattakerfisins, sérstaklega með tilliti til hagsmuna menntamanna og þar með samfélagsins í heild, er fyrir löngu orðin mjög aðkallandi. H. G.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.