Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Qupperneq 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Qupperneq 13
TlMARIT VFl 1960 en votheysverkun í kald- og heitverkun (eða súrheys- og sætheysverkanir, sem er þó óljósari greining). Frá aldaöðli hefur túnverkun heys verið einasta eða aðalverkunin. Votheysverkun hér á landi er 80—90 ára gömul, að ég bezt veit. Islenzk sumarveðrátta er yfirleitt votviðrasöm, og í mun rikari mæli en t. d. í Skotlandi, sem er þó votviðra- samt land. Þetta bera úrkomuskýrslur með sér greini- lega, en auk þess er það staðreynd, að slíkt votviðra- ástand getur rikt hér á landi á stórum svæðum um slátt- inn, svo vikum skiptir, að stappi nærri hallærisástandi í heyöfluninni, sem kostað hefur yfir 20 millj. króna, að bæta fyrir undanfarin fá ár. Slikt er mikið böl fyrir íslenzkan landbúnað, og við því eru engin bjargráð enn, sem duga til hlítar. Votheysverkun er eina hugsanlega leiðin, eins og sakir standa, en þó hefur vothey aldrei komizt hærra en í 14% af öllum töðufeng landsins. Þessar ástæður hvöttu mig til að gera tilraunir með gras, til þess að kynnast því betur, hvaða skilyrði þarf að uppfylla við votheysverkun, svo að hún heppnist vel, einnig í mesta votviðri. Við lestur fræðirita erlendra og innlendra komst ég að raun um, að mikil vitneskja var á boðstólum um vot- heysverkunina, og sá boðskapur býsna vel kynntur fyrir bændum hér. En árangurinn fór þó ekki eftir því, eins og að framan segir, enda er votheysgerð í reyndinni vandasamt verk, þótt hún virðist auðveld fræðilega séð. Það er nokkuð almenn trú manna, að heitverkað vot- hey sé fullboðlegt fóður. Sá kostur fylgir þeirri aðferð, að hún er vandaminni og heyið er varið fyrir gerla- skemmdum, ef vel hitnar í því. Einnig er það lostæti. En á hinn bóginn er sá ókostur, að meltanleiki þess þverr stórum við hitann, bæði kolvetna og eggjahvítu- efna. Þess vegna er takmarkið í votheysgerðinni í rauninni að kaldverka heyið við ákjósanlegust gerjunarskilyrði, og glíman er í því fólgin að skapa þessi skilyrði sem bezt. I fyrstu tilraunum mínum marði ég því grasið í möl- unartæki, svo að sellur þess sprungu, safaspennan þvarr, og efnið þjappaðist saman í safaríka, ioftlausa heild. Selluöndunin varð því lítil og hitinn fór ekki upp fyrir 20°C. Um tvennskonar megingerjanir er að ræða í votheys- gerð. Mjólkursýrugerjun, sem byrjar strax við lágan hita (t. d. 16°C, sem ég geymdi efnið við) og smjörsýru- gerjun eða rotnun, sem tekur síðar við sér. Loks er myglumyndun. Fylgzt var með sýrum efnisins með pH mælingum, og fór pH gildið lækkandi jafnt og þétt, unz það náði 4.2 eftir um 20 daga. Siðan var efnið geymt við stofuhita í 10 mánuði og hækkaði pH gildið á þeim tíma aðeins upp i 4.5. Ekki mældist vottur af smjörsýru i efninu, né heldur fannst neinn smjörsýruþefur, en sú gerjun er hvimleið, og veldur alvarlegum skemmdum, ef hún nær sér niðri. Þá ræðst hún á mjólkursýru, og síðan eggjahvítuefnin. Má því segja, að í þessari tilraun hafi fengizt hin ákjós- anlegustu skilyrði fyrir kaldverkun á grasinu. En vot- hey gat efnið ekki talizt, svo marið sem það var. Nokkuð af hinu marða grasi notaði ég, nýtt og ósúrt, til þess að pressa úr því safa í lítilli snigilpressu. Reynd- ist það auðvelt, þótt allþungt væri pressað. Var einnig prófað smáskorið en ómarið gras, og pressaðist það á- líka vel hinu marða. Þegar hér var komið sögu haustið 1958, tók Rann- sóknaráð ríkisins sér fyrir hendur að útvega fjárveit- ingu til ítarlegri tilrauna í sömu átt og ég hafði farið, auk viðtækari athugana á heyverkun almennt, og fól mér að hafa rannsóknirnar sjálfar með höndum. Einn var sá þáttur i tilraunum mínum, sem einnig var tekinn í framhaldstilraunir, en það var blöndun sýkurkvoðu eða melassa í heymjöl. Melassi er kolvetnaríkt fóður og tiltölulega ódýrt. En það er ekki vel meðfærilegt, þarf að vera á tunnum og verður afar seigfljótandi í kulda. Þegar velþurrt hey var fínmalað og blandað með melassa, tók það í sig tvöfalt þungamagn af honum (blandan með 67% melassa). Þetta virtist ódýr og hand- hæg leið til að meðhöndla melassa, því nota mátti venju- lega kartöflupoka tii að geyma mjölblönduna í, enda smitaði hún ekki. Þetta er gerólíkt viðhorf og þegar melassa er blandað t. d. í maismjöl. Það tekur aðeins í sig 10—15% af melassa með góðu móti. Sumarið 1959 voru svo gerðar sömu tilraunir með gras í stærri pressu, svo að safna mátti efni til frekari athugana. Einnig var tekin fyrir votheysgerð, i nýrri tegund votheysgeymslna, en við skilyrði, sem likjast aðstæðum meginþorra íslenzkra bænda, hvað hirðingu og frágang snertir. Votviðri var allan tímann, sem hirt var í vot- hey, en það var grófgerð, sinublandin há. Hirðingin fór fram á Keldum við Reykjavík og var framkvæmd af vönum votheysbónda. Hin nýja geymsla var af enskri gerð, úr vírneti og pappír. Gerðir voru 4 hólkar úr virneti, 3 m. í þver- mál, 1 m. háir, og sá neðsti lagður á láréttan flöt, og fóðraður með pappír, sem var tvöfaldur með asfait og þráð millilagi. Grasið var troðið vel i hólkrýminu, og siðan lagður hólkur ofan á hólk, unz 4 hæðir voru fengnar. En efsti hólkurinn var til þess að mæta siginu í grasinu. Ekkert farg var notað, en vel troðið. Efnið var döggvott, með 82% raka. Til þess að tryggja mjólkursýrugerjun var dreift i heyið melassa- blöndu. Hitastigið i heyinu hækkaði mjög ört og komst fljótt í 45—50°C. Þannig voru reistar 3 geymslur á skömmum tíma. 1. mynd. Volheysgeymslur úr vírneti og pappir. Tunnufarg fjær. Vatnspokal'arg nær.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.