Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Blaðsíða 15
TlMARIT VFl 1960 9 var dragi (traktor) og snéri hann til skiptis pressunni og tæki til þess að merja grasið fyrir pressun. 1 pressunni var prófað bæði marið gras og ómarið (en saxað). Reyndist óþarfi að merja grasið, ef það var skorið svo, að hæfði pressuopinu. Þessar tilraunir voru endurteknar 1960, en þá var notaður rafmótor fyrir pressuna, með föstum snúnings- 2. mynd. Blönduker t. h. Pressa fremst. Molafóöurvél Itak viö pressu. hraða. Aflþörf pressunnar minnkaði til muna við það, að þrýstingnum á grasið var breytt frá hliðarþrýstingi á pressusigtið í endaþrýsting aðallega, á móti stillanlegu viðnámi. Hér skal ekki greint frá hinum einstöku prófunar- skilyrðum, en tekið dæmi, sem hæfir sem næst meðal- raka í grasi. Úr 100 kg. af grasi, með 80% raka, fengust við á- kveðin þrýstingsskilyrði 50.3 kg. af safa og 49.7 kg. af pressuðu grasi. 1 því var 65% raki en í safanum 94.8%. Fari safi forgörðum, glatast 13% af þurrefni grassins. En úr safanum má auðveldlega vinna efni, með hitun í 80°C, eða sýringu. 1 því efni er um 33% eggjahvíta, en aðeins 4.5% tréni. Það nemur 4.3% af þurrefni grassins. Glatast þá í lokasafanum 8.7% af þurrefninu. 1 vökv- anum eru 20—25% aska, miðað við þurrt efni, auk þess sykurefni og leysanleg eggjahvituefni. Gras með 16% hráeggjahvítuefni í þurrefni, fór niður í 14.3%, við pressun niður í 65% raka. Ef aðeins var pressað I 70% raka úr 80%, varð tapið i lokavökvanum minna. Vökvinn er nothæfur sem á- burður. Miðað við það, að í votheysgerð tapast naumast undir 15% af þurrefninu, en nær 20%, má útkoman teljast hagkvæm. Með tilliti til hraðþurrkunar á grasi með 80% raka og pressuðu grasi með 65% raka, er sparnaður I eim- ingu 47.6 kg. vatns á hver 100 kg. af grasi (80%), vegna pressunarinnar. Ef þurrkað er niður í 10% raka í mjölinu, sparast 60% af olíukostnaðinum, við að pressa fyrst niður í 65% raka í grasinu, og þurrka síðan. Hraðþurrkofnar fyrir gras hafa ákveðin hámarksaf- köst af rakaeimingu úr grasinu, talið í kg. á klst. Við pressun úr 80% í 65% raka aukast afköst þurrk- tækja a. m. k. úr 100 í 170, og er þá tekið tillit til þeirr- ar takmörkunar á getu þurrktækjanna, sem stafar af meira þurrefnismagni á tímaeiningu, eftir pressunina. Hefur þetta, auk olíuspamaðarins, bein áhrif til sparn- aðar á laun, fastagjöld og afskriftir. Ég athugaði lítillega þurrkhæfni hins pressaða grass í litlu þurrktæki með 40 °C heitu lofti, og reyndist eim- ingarhraðinn jafn og tiltölulega stuttur tími, sem hrað- inn rénaði í lokin, í samanburði við ópressað gras, Efnið virðist hentugt til hraðþurrkunar, því það brotn- ar niður í pressunni, er laust í sér, með miklu yfirborði, og dreifist vel fyrir tiltölulega hægum loftstraumi, en þetta er kostur, þegar hár hiti er notaður. Það þarfn- ast ekki mölunar eftir þurrkun, ef gera á úr því töflur eða molafóður. Hér á landi má búast við yfir 80% raka i öllu ungu grasi, þótt þerrir sé góður um sláttinn, en slíkt gras yrði eftirsótt til kjarnheysframleiðslu með hraðþurrkun. 1 vætutíð getur gras, ungt eða fullþroskað, komist í 84/85% raka, og eru þá afkomuskilyrði hraðþurrkunar afar óhagstæð, og heyfóðrið dýrt. Það gefur auga leið hve mikils virði það væri að geta þá pressað raka úr grasinu, svo sem helming af þunga þess, og þurrkað síðan. 1 nýsömdum áætlunum um heymjölsverksmiðju á veg- um Rannsóknaráðs rikisins, var framleiðslukostnaður á grasmjöli áætlaður þessi (84% raki í grasi, 10% í mjöli): Hraðþurrkun með jarðolíu, kr. 2762.00 á smálest, til útflutnings; þurrkun með hverahita, kr. 2520.00,og hrað- þurrkun á pressuðu grasi með 65% raka, með jarðolíu, kr. 1867.00 smálestin. Síðastnefnda verðlagið nálgast mjög það lága verð, sem þarf að nást til þess að grasmjölið sé samkeppnis- fært á Evrópu-markaði, (gras með 17% eggjahvitu- magni i mjölinu). Efnið, sem vannst við útfellingu, er æskilegt fóður ungviðis, auk hænsna og svína. 1 stað þess að hraðþurrka pressaða grasið má eitt af tvennu, súgþurrka það með hlýjuðu lofti (25—30°C), eða gera úr þvi vothey. Þetta hvorttveggja var athugað í tilraununum, og gafst vel. Nú stendur fyrir dyrum að koma upp fóðuröflunar- stöð i Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þar eru grasöfl- unarskilyrði góð, og túnrækt i mesta lagi hér á landi. Auk þess verður kornrækt hafin á allstóru svæði (100 —150 ha) á næsta sumri. Eftir framkomnum tilboðum á hraðþurrkunartækjum að dæma, virðist hægt að koma við hinni nýju press- unartækni, án nokkurs aukakostnaðar, og verður því hægt að fullprófa tækni þessa og' kosti hennar í enn stærri stíl, en tilraunir minar gáfu tilefni til. Framkvæmdirnar í Gunnarsholti geta því markað mjög athyglisvert spor í fóðuröflunarhæfni islenzks land- búnaðar, en framþróun í þeim efnum er beinlínis skil- yrði fyrir því, að landbúnaðurinn nái öruggri fótfestu á erlendum markaði með afurðir sínar.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.