Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Qupperneq 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Qupperneq 17
TlMARIT VFl 1960 11 ari þióun. Þær hafa hópazt saman. Sameinaðar geta þær fremur keppt við framfarir stórveldanna. Mikilvægi rannsókna og tilrauna fyrir þjóðarbúskap- inn krefst þess, að reynt sé að fylgjast með þróun starf- seminnar og árangri hennar. Ýmsar aðrar þjóðir hafa kannað, hve miklu fjármagni er þar varið til rann- sókna og tilrauna og athugað, hve mikill fjöldi ibúanna starfar við slíkt. Rannsóknarráð ríkisins hefui' nú lát- ið fara fram svipaða könnun hér á landi. AthUyun Rannsóknnráös ríkisins. Glúmur Björnsson, hagfræðingui', var fenginn til þess að annast þessa athugun Rannsóknaráðs. Árið 1957 var valið. Sú leið var farin að afla beinna upplýsinga frá aðilum um rannsóknar og tilraimakostnað þeirra. Þetta er fremur auðvelt hér á landi, þar sem aðeins er um tiltölulega fáa aðila að ræða. Þegar unnið hafði verið úr þessum upplýsingum, sem þannig fengust, kom i Ijós, að yfir 90 af hundraði af þvi fjármagni, sem varið var til rannsókna hér á landi árið 1957, var ráðstafað af opinberum stofnunum, og mest af því var veitt á fjárlögum ríkisins. Það er þvi tiltölulega auðvelt að fá sæmilegar upplýsngar um fjármagn til rannsókna á Islandi á öðrum árum með því að athuga fjárlög og ríkisreikninga og ársreikninga opinberra stofnana. Rannsóknaráð ríkisins ákvað því að gera á þessum grundvelli samanburðarathugun á fjármagni til rannsókna hér á landi á árunum 1950—1960. Flytja mætti alllangt mál um rannsókn þessa, því að við ýmsa erfiðleika var að etja. Rannsóknaráð ríkisins mun bráðlega gefa út ýtarlega skýrslu um athugunina, og mun ég láta nægja að minnast lítillega á skilgreining- ar á eiginlegum rannsóknum og tilraunum og rekja helztu niðurstöður. Skilgreininy á eiginlegum rannsóknum og tilraunum. I sambandi við umrædda athugun er það einna mest- um erfiðleikum bundið að skilgreina eiginlegar rann- sóknir og tilraunir. Rannsóknir og skyld starfsemi er miklu viðtækara hugtak en eiginlegar rannsóknir og tilraunir, sem miða að nýrri og aukinni þekkingu og tækni. Af skyldri starfsemi má nefna athuganir með rannsóknum á sýnishornum, leiðbeiningastarfsemi við atvinnuvegina og einstaklinga, framleiðslueftirlit o.m.fl. Þessi skilgreining er nokkuð á reiki meðal þeirra þjóða, sem gert hafa sér far um að fylgjast með þróun rannsóknastarfseminnar. Efnahagssamvinnustofnun Evrópu, sem lagt hefur mikið kapp á að afla upplýs- inga um fjármagn til rannsókna, hefur bent á þennan erfiðleika og nauðsyn þess að almenn skilgreining sé fundin. 1 skýrsluformum þeim, sem Bandaríkjamenn hafa not- að, má finna eftirfarandi skilgreiningu á rannsóknum og tilraunum: Rannsókn er skipulögð, ákveðin athugun, sem beinist að aukinni vísindalegri þekkingu á því, sem athugað er. Rannsóknir skiptast i undirstöðurannsóknir og hagnýtar rannsóknir, skv. eftii'farandi skilgreiningu: Undirstöðurannsókn beinist að aukinni vísindalegri þekkingu, þ. e. aðalmarkmið þess, sem rannsakar, er fyllri þekking eða skilningur á þvi, sem hann athugar, fremur en hagnýt nýting þess. Hagnýtar rannsóknir beinast að hagnýtri nýtingu vísindalegrar þekkingar. Þær hafa ákveðið verzl- unarmarkmið með tilliti til framleiðslu eða fram- leiðsluaðferða. Tilraun er skipulögð hagnýting vísindalegrar þekking- ar, sem beinist að framleiðslu nýtanlegra efna, tækja, kerfa, eða aðferða, þar á meðal hönnun og smíði frum- gerða (prototypes) og framleiðslukerfa (processes). Þá er allnákvæmur listi yfir það, sem telja beri með í rannsóknum og tilraunum og það, sem ekki eigi þar heima, eins og til dæmis: 1. Markaðsleit. 2. Hagfræðilegar athuganir. 3. Lögfræðileg aðstoð eða athugun. 4. Framleiðslu- og gæðaeftirlit. 5. Þjónusta með athugunum á sýnishornum og slíku. 6. Nauðsynlegar athuganir vegna minni háttar breyt- inga, vegna bættra aðstæðna, á tækjum eða að- ferðum, sem þegar eru i notkun. 7. Leiðbeiningastarfsemi í sambandi við notkun nýrr- ar tækni, o. s. frv. Skilgreiningin í brezku skýrsluformunum er mjög svipuð þeirri amerísku, en þó ekki jafnítarleg. Sænska skilgreiningin á rannsóknum og tih-aunum er aftur á móti miklu þrengri en sú, sem notuð er i Bandaríkjunum og Bretlandi. Þar hefur eftirfai'andi skilgreining verið notuð: 1. Undirstöðurannsóknir. 2. Hagnýtai- rannsóknir og tæknilegar tilraunir, að svo miklu leyti, sem það síðarnefnda er framkvæmt á rannsóknarstofum, eða í smáum stíl. Hálftekniskar tilraunir og ritstörf eru ekki talin með. 3. Áætlanir og smíði frumgerða telst ekki með. Við athugun á fjármagni hér á landi var ákveðið að nota amerisku og brezku skilgreininguna. Ef þrengri skilgreiningin væri notuð, mundi mjög mikið af okkar víðtækustu tilraunum ekki teljast með. Þar má nefna veiðarfæratilraunir á sjó, fiskleit alla, tilraunir á til- raunabúum í jarðrækt og búf járrækt o. f 1. Við athugun á fjármagni til rannsókna árið 1957 var áætlað, hve mikill hluti af starfsemi og fjármagni ein- stakra aðila gæti talizt varið til raunverulegra rann- sókna og tilrauna með tilliti til þeirra upplýsinga, sem fengust, áætlana einstakra aðila sjálfra og ofangreindra skilgreininga. Helztu niöurstööur. Helztu niðurstöður athugunarinnar eru sýndar á línu ritum, nr. 1 til 6. Fjármagn til rannsókna og tilrauna á Islandi á árunum 1950—G0.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.