Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Qupperneq 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Qupperneq 18
12 TlMARIT VFl 1960 I ljós kemur, að fjármagn til rannsókna og tilrauna hér á landi hefur um það bil sexfaldast á þessu tíu ára timabili, en miðað við fast verðlag hefur það þó ekki nema rúmlega tvöfaldazt. Ef fjármagn til rannsókna er aftur á móti reiknað sem hundraðshluti af þjóðarfram- leiðslunni, sem er algengur mælikvarði meðal flestra þjóða, kemur í Ijós, að fjármagn i þessu skyni hefur svo að segja staðið í stað í um það bil 0.3 af hundraði af þjóðarframleiðslunni. Ef litið er á fjármagn til rannsókna innan atvinnu- veganna, sést, að það hefur að vísu fimmfaldazt í land- búnaði og sjávarútvegi, en aftur á móti hefur hundraðs- > t T) * Línurit nr. 2. Fjármagn til rannsókna og tilrauna á Islandi á árunum 1950— 1960 innan atvinnuvega. hlutinn af söluverðmæti þessara atvinnuvega, sem varið er til rannsókna og tilrauna, ekkert aukizt og jafnvel fallið heldur síðustu árin og er í kringum 0.3—0.5 af hundraði. 1 iðnaði er þó ástandið langsamlega verst. Þar hefur fjármagn til rannsókna rúmlega fjórfaldazt, en hundraðshlutinn staðið í stað og er innan við 0.1 af hundr- aði af söluverðmæti. Að þessum upplýsingum fengnum verður það eðlileg spurning: Hvernig höfum við Islendingar staðið okkur í vísindastarfsemi, borið saman við aðrar þjóðir? Við sam- Línurit nr. 3. Fjármagn til rannsókna sem hundraðshluti af þjóðarframluiðsiu (að frádregnum rannsóknum vegna hervarna nema a sem sýnir heildarrannsóknarkostnað Bandaríkjanna). anburð kemur í ijós, að fjármagn til rannsókna og til- rauna, sem hundraðshluti af þjóðarframleiðslu hefur aukizt í Bandaríkjunum frá um það bil 0.5 af hundr- aði 1950 upp í um 2 af hundraði nú i ár. Þetta ei' þó að hernaðarrannsóknum frádregnum, sem telja má vafa- samt að gera, þar sem slikar rannsóknir stuðla mjög fljótt að tæknilegum framförum í atvinnulífinu og aukn- um þjóðartekjum. Með hernaðarrannsóknum hefur aukn- ingin orðið upp í um 3 af hundraði af þjóðarfram- leiðslu Bandaríkjanna nú. 1 Bretlandi er svipaða sögu að segja. Þar hefur aukningin verið frá 0.5 af hundr- aði upp í um það bil 1.6—1.8 af hundraði. Hollendingar hafa skipulagt rannsóknastarfsemi sína mjög vel, og fylgja nokkurn veginn Bandaríkjunum með hundraðs- hluta af þjóðarframleiðslu til rannsókna. 1 Noregi og Svíþjóð, þar sem skilgreiningin á raunverulegum rann- sóknum og tilraunum er þrengri en í Bandaríkjunum og Bretlandi, hefur aukningin einnig orðið veruleg, frá um það bil 0.3—0.4 af hundraði af þjóðarframleiðslu upp í vel yfir 1 af hundraði. Á Islandi aftur á móti, eins og áður er sagt, hefur þetta nokkurn veginn staðið alveg í stað, í nálægt því 0.3 af hundraði af þjóðarfram- leiðslu. Þar sem fjármagn til rannsókna hér á landi hefur fyrst og fremst komið frá ríkinu, er fróðlegt að bera Línurit nr. 4. Fjárveitingar rikisins til rannsókna sem hundraðshluti al rekstrarútgjöldum i'járlaga. (Útgjöld vegna dýrtíðarráðstafana eru dregin frá rekstrarútgjöldum fyrir Isiand). saman fjárveitingar ríkisins til rannsókna hér og i öðrum löndum. Þá kemur sama sagan í ljós enn. Hér hafa fjárveitingar ríkisins sem hundraðshluti af rekstr- arútgjöldum fjárlaga, þó að útgjöldum vegna dýrtíðar- ráðstafana frádregnum, staðið í stað i um það bil 1.6 af hundraði, en margfaldazt hjá öðrum þjóðum. Nú er t. d. um það bil 10 af hundraði af fjárlögum í Banda- ríkjunum varið til rannsókna og tilrauna. Loks má gi'ípa til þess örþrifaráðs að bera saman fjármagn til rannsókna á hvern íbúa, þ. e. „miðað við fólksfjölda", sem svo vinsælt er hjá okkur. Jafnvel þar kemur í ljós, að við íslendingar stöndum mjög höllum fæti. Á gengi dollarans kr. 25.30 var varið árið 1958 um 4 dollurum á hvern ibúa hér á landi til rann- sókna og tilrauna, en í Bandaríkjunum um 65 dollurum,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.