Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Side 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Side 23
TlMARIT VFl 1960 17 1 2. gr. samnings þessa, sem kveður á um fjárhæð launa, segir m. a. svo: „Almennur verkfræðingur, ráðinn samkvæmt samningi þessum, skal eigi hafa lægri grunnlaun á mánuði en hér segir og miðast þau við starfsaldur hans. 1. starfsár .............. Kr. 2.975.00 2.—3. — ............. — 3.230,00 4.—5. — ............. — 3.460,00 6.—7. — ............. — 3.660,00 8.—9. — ............. — 3.725,00 10. — ............. — 3.790,00 Föst laun deildarverkfræðinga skulu vera 10% og föst laun yfirverkfræðinga 20% hærri en laun almennra verkfræðinga á sama starfsaldri. Á allt grunnkaup greiðist verðlagsuppbót eftir kaup- gjaldsvísitölu, að viðbættum 10 stigum. Greiðsla verð- algsuppbótar skal þó fara eftir þeim lagafyrirmælum, sem gilda um það efni á hverjum tíma“. Með lögum nr. 33 frá 29. maí 1958, var gerð sú al- menna breyting á launum launþega, bæði opinberra starfsmanna og þeirra, sem laun tóku eftir kjarasamn- ingum, að launin hækkuðu um 7 eða 5 af hundraði eftir því, hvert grunnkaupið var. Frá þessari reglu var þó gerð sú undantekning, að grunnlaun hærri en kr. 4390,00, skyldu eigi hækka samkvæmt nefndum ákvæðum lag- anna. Hafði þetta síðast nefnda ákvæði þær afleiðingar, að þeir opinberir starfsmenn, sem höfðu hærri grunn- laun á mánuði en kr. 4390,00, fengu eigi neina hækkun. Þegar þessi lagaákvæði gengu í gildi, hafði Einar Pálsson, yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurbæ, vegna starfsaldur síns náð hámarkslaunum samkvæmt 2. gr. áðurnefnds kjarasamnings, kr. 3.700,00 á mánuði, og fékk hann þannig alls í grunnlaun, að meðtöldum 20% yfir- verkfræðingsálagi, kr. 4.548,00. Stefndi taldi, að þessi launahækkun Einars firrti hann rétti til launahækkkunar samkvæmt ákvæðum laga nr. 33/1958, þótt aðrir verk- fræðingar fengju launahækkun, og laun Einars yrðu af þeim sökum ekki 20% hærri en almenn verkfræðings- laun, sem um var samið í kjarasamningi þeim, er áður var getið. Stéttarfélag verkfræðinga, stefnandi máls þessa, leit hins vegar svo á, að lög nr. 33/1958 skertu ekki á neinn hátt rétt yfirverkfræðingsins samkvæmt ákvæðum nefnds kjarasamnings, og ætti Einar því rétt til þeirrar launa- hækkunar, að hann fengi 20% hærra kaup en almennir verkfræðingar, hvað sem liði fjárhæð mánaðarkaups hans. Hélt stefnandi því fram, að enda þótt nefnd lög fyrirskipuðu launahækkun að vissu marki, þá létu þau samt afskiptalaust, þótt samið hefði verið um frekari hækkun, svo sem gert hefði verið í kjarasamningi aðilja með því ákvæði, að yfirverkfræðingar hefðu ávallt 20% hærri laun en almennir verkfræðingar. Hefðu lögin því ekki á neinn hátt haggað umræddu samningsákvæði, enda væri óheimilt að breyta slikum samningi með lög- um. Með ákvæðum 52. gr. laga nr. 33/1958 varð almenn breyting á grunnkaupi opinberra starfsmanna, bæði að því er kaupfjárhæð varðaði og hlutfall milli launaflokka. Kom það síðarnefnda fram í því, að þeir, sem tóku lægst laun, fengu 7% launahækkun, aðrir 5% og loks fengu þeir, sem höfðu yfir kr. 4.390,00 á mánuði, enga hækkun. Á sama hátt gripu ákvæði laganna inn í samninga um kaup og kjör, þar sem atvinnurekendur og aðrir, sem um launagreiðslur höfðu samið, urðu bæði að greiða hærra kaup en tilskilið var í samningnum auk þess, sem ákvæði laganna leiddu til þess, að hlutföll milli launaflokka gátu orðið önnur, en áður var samið um við launpega. Eigi verður talið, að löggjafanum hafi almennt verið óheimilt að breyta samningum með þeim hætti, sem hér var gert, og kemur þá til álita, hvort umdeilt ákvæði kjarasanmings aðilja máls þessa hafi verið með þeim hætti, að haldast skyldi óbreytt það hlutfall milli launa almennra verkfræðinga og yfirverkfræðinga, sem um var samið. Enda þótt laun deildar- og yfirverkfræðinga séu í kjarasamningi málsaðilja ákveðin tilteknum hundraðs- hluta hærri en laun almennra verkfræðinga, virðist hér fyrst og fremst um hagkvæmisatriði í samningsgerð að ræða, og verður eigi talið, að það veiti félagsmönnum stefnanda örugglega ríkari rétt til þess, að umsamið launahlutfall haldist, heldur en verið hefði, þótt laun deildar- og yfirverkfræðinga hefðu verið ákveðin með tiltekinni fjárhæð. Þá verður eigi heldur litið svo á, að stefnandi hafi með þessari tilhögun samningsákvæða fyrirfram samið félagsmenn sína undan þeirri takmörk- un á hækkun launa, sem 3. mgr. 52. gr. laga nr. 33/1958 mælir fyrir um, að því er varðar þá launþega, sem hafa hærri grunnlaun en kr. 4.390,00 á mánuði. Af þessu leiðir, að ekki verður talið að umrædd ákvæði kjara- samnings aðilja valdi því, að stefnda sé, þrátt fyrir síðastnefnt ákvæði laga nr. 33/1958, skylt að greiða þeim yfirverkfræðingum, sem hafa hærri grunnlaun á mánuði en kr. 4.390,00, þá launahækkun, að áframhaldist það hlutfall milli launa almennra verkfræðinga og yfirverk- fræðinga, sem kjarasamningurinn gerir ráð fyrir. Verða félagsmenn stefnanda því, þangað til önnur skipan er gerð á þessum launagreiðslum, að sætta sig, svo sem aðrir launþegar, við þá röskun í hlutfalli milli launa- flokka, sem lögin hafa í för með sér. Samkvæmt því, sem nú hefur verið sagt, ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Dómsorð : Stefndi, borgarstjórinn í Reykjavík f. h. bæjarins, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Stéttarfélags verk- fræðinga vegna Einars Pálssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Rétt endurrit staðfestir 26. janúar 1960 Hákon Guðmundsson.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.