Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Qupperneq 25
TÍMARIT VPI 1960
19
í þágu félagsins, fyrir margar ánœgjulegar samveru-
stundir innan vébanda félagsskapar okkar, svo og utan
þeirra, fyrir áhuga þinn um velferöarmálefni stéttar okk-
ar og fyrir þann sóma, sem þú hefur gjört verkfræð-
ingastéttinni með öllu þínu mikia og merkilega ævistarfi.
Verkfræðingar senda þér hugheilar árnaðaróskir á
þessurn merkisdegi og vonast til þess að fá að eiga á-
nægjulegt samstarf og skemmtilegar stundir með þér
enn um langan aldur.
Jakob Gíslason.
Baldur Líiulal, lsleifur Jónsson
Jöliann Jakohsson og Unnsteinn Stefánsson:
Sjávarselta við strendur Faxaflóa
og Suðvesturland
Iniigangur.
Á seinni árum hefur athygli margra þjóða beinzt að
sjónum sem hráefnalind við framleiðslu mikilsverðra
efna, sem finnast þar uppleyst.
Salt hefur um langan aldur verið unnið úr sjó svo sem
kunnugt er. Nú er einnig unnið magnium oxið, magníum
málmur, bróm og gips svo nokkuð sé nefnt.
Framleiðsla sem þessi er að sjálfsögðu háð ýmsum
ytri aðstæðum, og er selta sjávarins ein þeirra.
Hér á landi hefur athyglin nokkuð beinzt að þeim
möguleikum, sem eru á að framleiða efni úr sjó.
Landið er hráefnasnautt, en auðugt af orkulindum.
Mest hefur verið rætt um framleiðslu á salti, þar sem
jarðhitinn væri notaður sem varmagjafi við uppgufun-
ina, hliðstætt því sem sólarorka er notuð í suðlægum
löndum, þar sem salt er framleitt.
Áætlanir um framleiðslu á salti og öðrum efn-
um úr sjó gerðu athugun þá, sem hér er greint
frá, nauðsynlega.
Það varð að ráði i upphafi, að Atvinnudeild
Háskólans, Fiskideild og Iðnaðardeild og Jarð-
hitadeild Raforkumálastjóra önnuðust rannsókn-
ir þessar sameiginlega. Rannsóknaráð Ríkisins
studdi að þessum rannsóknuni og hvatti til
þeirra.
Auk þess sjónarmiðs, sem lýtur beint að
vinnslu sjávarsalta, var einnig ljós nytsemi
slíkra rannsókna frá haffræðilegu sjónarmiði.
Rannsóknir þessar hófust í lok ársins 1955
og var haldið áfram til ársloka 1959.
Eins og kunnugt er liggur hlýr og tiltölulega
saltur Atlantssjór upp að suður- og vesturströnd
Islands. Á undanförnum áratugum hafa verið
gerðar allvíðtækar i-annsóknir á seltumagninu á
landgrunnsvæðinu og hafinu úti fyrir í rann-
sóknaleiðöngrum Dana, Þjóðverja, Islendinga og
fleiri þjóða. Má þvi segja, að seltudreifingin sé
þekkt í öllum aðalatriðum i hafinu umhverfis
Island.
Á 1. mynd er sýnd meðal yfirborðsseltan mán-
uðina marz (a), júní (b), ágúst (c) og október (d).
Eru þessi kort byggð á öllum tiltækum mælingum
fram til ársins 1954 og birtust í ritgerð eftir þýzka
haffræðinginn Krauss (1958). Af myndinni má sjá,
að á landsgrunnssvæðinu við Suðvesturland er selt-
an 34,5—35,0'ír í marz, 34,25—34,5% í maí, svipuð eða
öllu lægii í ágúst og 34,5—34,75% í október. Yfirborðs-
seltan er því 0,25—0,5% hærri á veturna en á sumrin
á landgrunnssvæðinu, en á úthafssvæðinu er árssveifl-
an mun minni. Er þessi niðurstaða raunar í fullu sam-
ræmi við það, sem fundizt hefur á öðrum norðlæg-
um hafssvæðum, þar sem úrkoma er að jafnaði meiri
en uppgufun (Smed 1943).
Ekki er kunnugt, að gerðar hafi verið neinar teljandi
mælingar á seltumagninu uppi við land, hvorki við suð-
vesturströndina, Faxaflóa né annars staðar við strendur
1. mynd. Meðalyflrborösseltan við Island mánuðina marz(a),
júni(b). áfrúst(c) og október(d). (Eftir Itrauss. 1958).