Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Side 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Side 26
20 TÍMARIT VFl 1960 Islands*). Það verður hins vegar að teljast mikilvægt að þekkja í aðalatriðum seltudreifinguna við strendurn- ar, og ber þar margt til. 1 fyrsta lagi hefur sú vitneskja beint hagnýtt gildi í sambandi við sjóefnavinnslu svo sem áður er getið. 1 öðru lagi er þekking á seltudreifing- unni mikilvæg frá náttúrufræðilegu sjónarmiði. Seltu- magnið við strendurnar er ekki eingöngu komið undir framburði fersks vatns, heldur einnig lóðréttri blöndun og láréttum sjávarstraumum. Útbreiðsla tegundanna er að talsverðu leyti háð seltumagninu svo að þekking á því er nauðsynlegur liður í rannsóknum á sjávargróðri og botndýralífi við strendur landsins. Slíkar rannsóknir eru ennþá mjög skammt á veg komnar, en hljóta að verða efldar í náinni framtíð. Rætt hefur verið um stofnun hafliffræðistöðvar, er annist klak sjávarfiska og rannsóknir á lífsháttum þeirra. Við staðarval fyrir slíka stöð yrði að sjálfsögðu að taka tillit til seltumagnsins. Myndi vart koma til greina að reisa hana annars staðar en þar, sem rannsóknir hefðu sýnt, að seltusveiflur væru litlar. Rannsóknahættir. Staðir þeir, sem valdir voru til seltuathugana, eru sýndir á 2. mynd og i töflu 1. Gagnasöfnuninni var venjulega hagað þannig á hverjum stað, að tekin voru sjósýnishorn tvisvar á dag, nálægt háflóði og háfjöru. Skrásett var veðurfarið, þegar sýnishomið var tekið, og sums staðar mældur lofthiti. Gagnasöfnunin var falin greinargóðum manni á viðkomandi stað. Þessir tóku sýnishornin: Á Akranesi: Guðm. Gunnarsson, verkfræðingur 1 Gufunesi: Gunnar Ólason, efnaverkfræðingur 1 Gróttu: Albert Þorvarðarson, vitavörður 1 Hafnarfirði: Árni Sigurðsson, hafnsögumaður 1 Innri-Njarðvík: Karl Sigtryggsson, verkstjóri 1 Garði: Páll Sigurðsson *) í bók sinni, Sjórinn og sævarbúar (1943), getur Bjarni Síemundsson um seltuna í ós Hvítár í BorgarfirSi og í ós Miklavatns i Fljótum. Th. Krabbe og Bjarni Sæmundsson rita cinnig um seltu viS bryggju í HafnarfirSi 1 grein 1 VerkfræC- ingatímaritinu 1929. Á Reykjanesi: Sigurjón Ólafsson, vitavörður 1 Krísuvík: Sýnishorn tekin af höfundum 1 Þorlákshöfn: Sigurður Guðmundsson. Við Krisuvíkurbjarg varð þó eigi komið við daglegum athugunum, en um fyrirkomulag rannsóknanna á þeim stað verður sérstaklega fjallað í öðrum kafla. Mæling- ar á seltumagni sýnishornanna voru framkvæmdar á efnarannsóknastofu Fiskideildar Atvinnudeildar Háskól- ans af Birgi Halldórssyni. Mælingarnar voru gerðar með titreringu eftir aðferð Mohr, og má gera ráð fyrir, að nákvæmnin sé um ±0,02%„. Samkvæmt alþjóðlegri hefð er seltan skilgreind sem heildarmagn uppleystra efna í einu kílógrammi af sjó, þar sem allt karbónat er reiknað sem kalsíumoxið, brómið og joðið sem klóríð, og samanlögð lífræn efni hugsast fullkomlega oxíðuð. Samanburður á seltumagninu á ýmsiun stöðum. Eins og sjá má af töflu 1, spanna rannsóknimar yfir timabilið desember 1955 til desember 1960. Gögnunum hefur verið safnað á mismunandi árstíma á hinum ýmsu stöðum og eru því ekki fullkomlega sambærileg. Þó virðist mega ætla, að þau sýni i megindráttum seltu- dreifinguna á hverjum stað. Ef bornir eru saman dálk- ar 3 og 4 í töflu 1, er sýna lægstu og hæstu seltu á hverjum stað, kemur i ljós, að mismunurinn er mestur á þrem stöðum, þ. e. við Hafnarf jörð, við Krísuvíkur- bjarg og við Þorlákshöfn. Á öllum hinum stöðunum er mismunurinn á hæstu og lægstu seltu fremur lítill. Oftast er seltan mjög svipuð á flóði og fjöru (dálkar 5 og 6). Aðeins á tveim stöðum, í Innri Njarðvík og í Þorlákshöfn, er seltan verulega hærri á flóði en fjöru. I Innri Njarðvík mældist selta þeirra sýnishorna, sem tekin voru á fjöru, næstum því í öll skiptin lægri en þeirra, sem tekin voru á flóði. Má því álykta, að á þeim stað sé um raunverulegan mismun að ræða eftir sjáv- arföllum. 1 Þorlákshöfn var hins vegar mismunur ein- stakra daga mjög mikill, svo að vafasamt virðist, að sá munur, er fram kemur á meðalseltunni í flóði og fjöru, sé áreiðanlegur. Niðurstaðan verður því sú, að víðast hvar við Faxaflóa og Suðvesturland breytist seltumagnið við ströndina lítið eftir sjávarföllum. Hæsta meðalseltan mældist við Gróttu (34,47%c) og þar næst Garðskaga (34,34%„). Raunverulega mun þó meðalseltan vera nokkru hærri við Garðskaga en Gróttu. Er athuganir voru gerðar samtímis við Gróttu, Garð- skaga og Reykjanes í mai 1958, var meðaltalið fyrir Garðskaga 34,63%c eða nokkru hærra en við Gróttu og talsvert hærra en við Reykjanes, (sjá töflu 1). Meðal- töl athugananna, sem gerðar voru við Garðskaga í des- ember 1958 og nóvember—desember 1959, voru hins veg- ar nokkru lægri en í maí 1958, og við það lækkaði heild- armeðaltalið. Lægst reyndist meðalseltan við Þorláks- höfn, en var einnig fremur lág við Hafnarfjörð og Krisu- vík. Sveiflur í seltumagninu og helztu orsakir þeirra. Sveiflur í seltumagninu á hinum ýmsu stöðum koma skýrt fram á 3.—4. mynd, er sýna niðurstöður ein- stakra mælinga. Þriðja mynd sýnir dagleg seltugildi, en 4. mynd niðurstöður vikulegra mælinga. Við línuritið frá Hafnarfirði, sem sýnt er á 4. mynd, er það að at- huga, að sá hluti línuritsins, sem nær yfir tímabilið febr. —marz, byggist á daglegum mælingum, en á tímabilinu apríl—júní voru mælingarnar gerðar vikulega. Eins og sést af 3. mynd voru seltusveiflumar fremur

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.