Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Page 28
22 TlMARIT VFl 1960
Samanburður á seltumagnimi og TAFLA I hæstu og lægstu seltu á liinum ýmsu athuganastöðum
SELTA
Fjöldi Meðaltal
mæl- Meðaltal Meðaltal af öllum
Staður inga Árstími Lægsta Hæsta á fjöru á flóði athugunum
1. Akranes 58 nóv. 1956 31,39 33,99 32,95 33,08 33,01
2. Gufunes 20 des. ’55 og maí ’56 28,82 34,23 33,53 32,93 33,23
3. Grótta 43 apr.—maí ’58 33,59 34,97 34,41 34,51 34,47
4. Hafnarfjörður 86 febr.—júní ’58 21,55 34,66 32,52 32,44 32,48
5. Innri Njarðvík 20 apr.—maí ’58 30,57 34,50 33,13 34,21 33,67
6. Garðskagi 136 apr.—maí '58, des. ’58 og
des. ’59 32,29 34,81 34,33 34,35 34,34
7. Reykjanes 46 mai 1958 33,08 34,66 33,95 33,91 33,93
8. Krísuvíkurbjarg 120 nóv. ’58, nóv. '59 23,50 35,14 — — 32,90
9. Þorlákshöfn 48 febr.—marz ’57 18,68 34,21 27,19 28,48 27,81
4. mynd. SeltusveifJur vifS HelRasker í HafnarfirOi, þar sem
seltan var mæld daglega i fcbr. og marz en vikulega í apr.-júni.
litlar við Akranes, nokkru meiri við Gufunes, en mjög
litiar við Gróttu. Við Gróttu virðist því áhrifa ferskvatns
gæta mjög lítið og seltan lík því, sem hún er í mestum
hluta Faxaflóa, a. m. k. á þeim árstíma, sem hér um
ræðir. Við Hafnarfjörð voru sveiflurnar allmiklar í slðari
hluta febrúar og i byrjun marz, en litlar síðari hluta
marz. Athuganir, sem gerðar voru við Hafnarfjörð viku-
lega í apríl—júní, benda hins vegar til þess, að seltan
geti verið þar mjög breytileg. Við Garð virðist áhrifa
ferskvatns ekki gæta nema mjög takmarkað. Einkum
er seltan þar há vormánuðina og nálgast þá þau gildi,
sem algeng eru í yfirborði sjávar í utanverðum Faxa-
flóa. Við Reykjanes er seltan lægri og sveiflurnar nokkru
meiri en við Garðskaga. Við Þorlákshöfn eru sveiflum-
ar langsamlega mestar og seltudreifingin mjög óregluleg.
Er athuga skal, hverjar séu orsakir hins breytilega
seltumagns við strendurnar, kemur einkum fernt til
greina: 1) framburður ferskvatns frá landi, 2) árstíða-
bundnar breytingar, 3) blöndunarskilyrði við ströndina
og 4) áhrif vinda.
Fyrsta atriðið, framburður ferskvatns, veldur senni-
lega mestu um sveiflurnar frá einum stað til annars.
Þannig má skýra sveiflurnar í seltumagninu við Akra-
nes út frá áhrifum árframburðar í Borgarfirði og Leir-
árvogi. Þessara áhrifa gætir þó fremur lítið við Akra-
nes, enda er nesið í nokkurri fjarlægð frá ánurn og ligg-
ur auk þess fyrir opnu hafi.
1 Straumsvík skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð,
berst sennilega mikið vatn til sjávar undan hrauninu.
Sú getgáta hefur jafnvel komið fram, að þar muni vera
framrennsli Kaldár, sem upp kemur skammt frá Helga-
felli, og hverfur niður I hraunið. Virðist ekki ósenni-
legt að hin lága og óregluiega selta við Helgasker við
Hafnarfjörð kunni að stafa af áhrifum frá Straumi.
Þá er líklegt, að mikið jarðvatn falli til sjávar um
hin sprungnu hraun á Reykjanesskaga sunnanverðum.
Bjarni Sæmundsson (1943 bl. 103) getur þess, að í einni
hraungjá, er gangi í sjó fram i Grindavík, hafi seltan
mælzt 1—3%c í yfirborði, 5%c í 5 metrum og 14,4%« i 10
metrum. Uppsprettur af þessu tagi nefnir Bjarni fjöru-
vötn. Hin tiltölulega lága og breytilega selta, sem mælzt
hefur við Krísuvíkurbjarg og Hælsvík, stafar að öllum
líkindum af slíku jarðvatni úr hrauninu, þótt áhrifa frá
stóránum á Suðurlandi kunni einnig að gæta vestur þar.
Hin lága og breytilega selta í Þorlákshöfn stafar efa-
iaust af nálægð ölfusár.
Árstíðabundnar breytingar lýsa sér fyrst og fremst
í því, að seltan lækkar að vorinu, þegar framburður
ferskvatnsins færist í aukana vegna leysinga. Á vet-
urna binzt hins vegar mikill hluti úrkomunnar sem ís
eða snjór á landi, og má því vænta hærri seltu við strend-
urnar á þeim tíma en ella. Hinar árstíðabundnu breyt-
ingar koma skýrt fram við Krísuvíkurbjarg. Seltan er
þar hæst yfir mestan hluta vetrarins frá nóvember til
apríl, en lækkar svo skyndilega í maimánuði. Er vor-
leysingunum er að mestu lokið, hækkar seltan aftur,
en er allbreytileg yfir sumarmánuðina og þá yfirleitt
lægri en vetrarmánuðina. Árstiðabreytingarnar við
Helgasker, Hafnarfirði, eru, eftir línuritinu að dæma, með
iiku móti, en seltulágmarkið að vorinu virðist þar nokkru
seinna en sunnan Reykjaness.
Um þriðja atriðið, sem nefnt var hér að framan, um
blöndun sjávar, má draga nokkrar almennar ályktanir.
Á stöðum, sem liggja fyrir opnu hafi, er lóðrétt blönd-
un að jafnaði mest vegna sjógangs og strauma. Út af
annesjum eru fallstraumar oft mjög harðir og valda
þá mikilli hvirfilhreyfingu (turbulens), sem stuðlar að
aukinni lóðréttri blöndun. Inni í víkum og fjörðum hlýt-
ur hins vegar áhrifa úthafsöldunnar að gæta minna og
endurnýjun sjávarins að verða þar hægari.