Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Síða 29

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Síða 29
TÍMARIT VFl 1960 23 Að þessu athuguðu er eðlilegt, að ferskvatnsáhrifa gæti allverulega á stöðum eins og Innri Njarðvík og við Gufunes. Við Garðskaga og Reykjanes hlýtur sjórinn hins vegar að blandast mjög ört og úthafssjávarins að gæta i rikum mæli. Eru niðurstöðurnar í aðalatriðum í samræmi við þetta. Athyglisvert er þó, að seltan skuli vera hærri við Garðskaga en Reykjanes, enda þótt Reykjanes liggi mun meira fyrir opnu hafi og sjógang- ur og brim óvíða meira við ísland en þar. Hér koma vafalaust til greina ferskvatnsáhrifin austan að. Hins vegar ná þau sýnilega ekki til Garðskaga. Gæti þetta bent til þess, að straumar liggi aðallega til hafs við Reykjanestá út með Reykjaneshryggnum austanverðum. Er það raunar í samræmi við niðurstöður af rannsókn- um Þjóðverja á straumkerfinu suðvestur af Islandi (Dietrich 1957). Vindátt og veðurhæð er gefin til kynna á linuritun- um frá þeim stöðum, þar sem seltusveiflurnar voru mestar, þ. e. Akranesi, Gufunesi, Hafnarfirði, Innri- Njarðvík og Þorlákshöfn. Við Akranes virðist mega ætla, að austan og norð- austanvindar auki aðstreymi af fersku vatni frá Borg- arfirði og Leirái'vogi. Þetta kemur líka fram á línuritinu. Dagana 8. og 9. nóvember 1956 lækkaði seltan allveru- lega við Akranes eftir að vindur hafði snúizt til aust- urs og norðausturs. Þá var einnig lág selta hinn 19. nóv. í austanátt, og loks hinn 29. nóv. eftir norðanátt. Við Gufunes mældist hæst selta í austanátt, en lækk- aði, þegar vindur snerist til suðurs. Er hér sjálfsagt um að ræða áhrif frá Elliðaánum. Þess var áður getið, að seltusveiflurnar við Helgasker við Hafnarfjörð kynnu að stafa frá framburði ferskvatns í Straumsvík. Virð- ist þá eðlilegt, að seltan lækkaði i sunnan- og vestanátt, en hækkaði í austan- og norðaustanátt. Af línuritinu verður hins vegar ekki séð neitt samræmi milli vind- áttar og seltu. Sama rnáli gegnir urn Innri Njarðvík. 1 Þorlákshöfn hlýtur áhrifa frá Ölfusá einkurn að gæta i austanátt. Þetta kemur líka frarn á línuritinu. Lægsta seltan mældist dagana 3. og 4. marz 1957 eftir allhvassa norðaustanátt og aftur 14. og 15. sama mán- aðar eftir allhvassa austanátt. Seltumælingar við Krísuvíkurbjarg. Árin 1954—1955 voru gerðar nokkrar seltumælingar í Hælsvík, sem er við vestari enda Krisuvíkurbjargs. Mælingar þessar sýndu mjög mismunandi seltu, sem Solinity %o S-3 22.- 23. SEPT. 1959 6. mynd. Sólarhrings sveiflur í seltumagninu við Krlsuvfkurbjarg. Merkingarnar S-l. S-2 og S-3 vísa til llnuritsins á 5. mynd.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.