Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Qupperneq 36

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Qupperneq 36
30 TlMARIT VPl 1960 eajkagussíjótú foiáuesfeíagi xjfý Steingrímui' Jónsson, rafmagnsstjóri, varð sjö- tugur 18. júní 1960. Mik- ill fjöldi gesta heimsótti hann á afmælisdaginn til þess að færa honum og fjölskyldu hans árnaðar- óskir af tilefni dagsins. Meðal hinna mörgu gesta var stjórn VFl og ýmsir aðrir verkfræðingar. For- maður VFl, Jakob Gísla- son, flutti þar eftirfarandi ávarp: Stjórn Verkfræðingafé- lags Islands samþykkti á fundi sínum 8. febrúar þ. á., að gera þig, Steingrím- ur Jónsson rafmagnsstjóri, að heiðursfélaga Verk- fræðingafélags Islands á sjötugsafmæli þínu hinn 18. júní 1960. Samþykkt þessari fylgdi svohljóðandi greinargerð: „Steingrímur Jónsson er fæddur 18.6. 1890 og verður því sjötugur hinn 18. júni n. k. Hann lauk prófi i rafmagnsverkfræði frá D.T.H. í Kaupmanna- höfn árið 1917. Hann var ráðinn verkfræðingur hjá Reykjavíkurbæ 1920 og á því nú að baki 40 ára far- sæian starfsferil. Hann hóf starf sitt með því að semja reglur um rafmagnslagnir og umsjón með þeim. Árið 1921 var hann ráðinn rafmagnsstjóri í Reykjavík, og hefur hann gegnt því starfi síðan. Hann vann að og hafði yfirumsjón með frumvirkjun í Sogi 1936 og sið- ari virkjunum þess (íra- foss, Efrasog). Fram- kvæmdastjóri Sogsvirkj- unarinnar var hann ráð- inn 1937 og hefur gegnt því starfi síðan. Steingrímur Jónsson hefur ritað manna mest um rafmagnsmál á ís- lenzka tungu, og hefur fjöldi greina birzt eftir hann í Tímariti VFl og viðar. Hann hefur gert á- ætlanir um virkjanir Andakílsárfossa, virkjun Glerár i Eyjafirði, virkj- un Skeiðsfoss o. fl. ýmist einn eða í félagi við aðra. Hann er einn af stofn- endum Sambands ís- lenzkra rafveitna 1943 og hefur verið formaður þess frá öndverðu. Hann tók sæti i raforkumálanefnd 1929, síðar í raforkuráði og var formaður þess frá stofnun þess 1946 til 1954. Hann er einn af frum- kvöðlum að stofnun Ljós- tæknifélags Islands 1954 og formaður þess frá upp- hafi. Hann hefur átt sæti í landsnefnd Islands í AOR frá upphafi og átti þátt í stofnun Kjarnfræða- nefndar Islands 1956 og hefur setið i stjórn hennar frá öndverðu. Hann hefur unnið að rannsóknum og hag- nýtingu á jarðhita. Þá hefur Steingrímur verið mjög áhugasamur og afkastamikill við þýðingar erlendra tækniorða og myndun íslenzkra nýyrða í tæknimáli, og

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.