Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Side 38

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1960, Side 38
TlMARIT VFl 1960 32 Að ósk nefndarinnar gerðist Hinrik Guðmundsson rit- ari hennar jafnframt öðrum störfum fyrir félagið. Nefndin hafði heimild til þess að kveðja félagsmenn sér til aðstoðar eftir þörfum. Gerði hún það og hlaut góða gjálp margra félagsmanna, eins og frá er skýrt 1 ávarpi nefndarformanns við opnun ráðstefnunnar. Við val verkefna fyrir ráðstefnuna komu ýmis vanda- mál til greina. Að athuguðu máli varð það að ráði að taka til meðferðar þau tvö, sem brýnust nauðsyn þótti að glöggva sig á og vita, hvar á vegi þjóðin væri stödd í þeim efnum, þ. e. 1) tæknimenntun og 2) vélvæðingu, vinnuhagræðingu og fjárfestingu. 1 samráði við stjórn félagsins tók nefndin siðan til við undirbúning hinnar fyrstu ráðstefnu íslenzkra verkfræð- inga. Haldnir voru 42 bókaðir fundir og gagna aflað víða að, bæði meðal félagsmanna og annarra. Er nánar frá þvi skýrt í ávarpi Steingríms Jónssonar við setningu ráðstefnunnar. Að lokum var gengið frá dagskrá fyrir ráðstefnuna, og fer hún hér á eftir. D A G S K R A Fimmtudagur 22. sept. 1960. Kl. 9.30—11.45 1) Opnun ráðstefnunnar, Steingrimur Jónsson, rafmagnsstj., flytur ávarp. 2) Direktör N. I. Bech: Erindi á dönsku um nútíma tækni- og vís- indalega menntun tæknifróðra manna. 3) Magnús Magnússon, eðlisfræðingur og dr. Gunnar Böðvarsson: Framsöguerindi um tæknimenntun á Islandi. 4) Umræður. 12.00—13.30 Sameiginlegur hádegisverður í Sjálf- stæðishúsinu. 14.00—16.00 1) Sveinn Björnsson, forstjóri: Erindi um vélvæðingu og vinnuhagræðingu. 2) Dr. Gunnar Böðvarsson: Erindi um fjárfestingu, vélvæðingu og þróun. Svenska Teknologföreningen 100 ára Dagana 7.—9. júni 1961 heldur Svenska Teknolog- föreningen hátíðlegt 100 ára afmæli sitt. 1 sambandi við hátiðahöldin verður einnig haldið 6. mót norrænna verk- fræðinga, NIM—6. Hátíðin verður haldin í Konserthuset í Stokkhólmi, og viðstaddir verða forustumenn samtaka verkfræðinga á Norðurlöndum og annars staðar að. 3) Direktör L. Mjös: Erindi á norsku um vinnuhagræðingu. 16.00—16.30 Síðdegiskaffi að Gamla garði. 16.30 Ekið að Efra-Sogi, skoðuð virkjunin, kvöldverður og ekið til Reykjavíkur um kvöldið. Föstudagur 23. sept. 1960. Kl. 9.30—12.00 1) Dr. Benjamín Eiríksson: Hagfræði- legt erindi um þýðingu vélvæðingar og vinnuhagræðingar fyrir efnahags- lega afkomu þjóðarinnar. 2) Umræður. 3) Niðurlagsorð og ályktanir. 14.00—16.00 Skoðun verksmiðja og vinnslustöðva. — 17.00—19.00 Síðdegisboð hjá Félagsmálaráðherra í Tjarnargötu 32. — 19.30 Sameiginlegur kvöldverður að Hótel Borg. Ráðstefnan var haldin í hátíðasal Háskóla Islands. Ekki er ástæða til að fjölyrða um efni hennar, heldur vísast til efnisins sjálfs, sem kemur fram í erindum, um- ræðum og skýrslum frá ráðstefnunni, og er það birt i Tímariti VFl, 3.-6. hefti 1960. Tími til umræðna reyndist áætlaður fullstuttur, og varð af þeim sökum að fella niður einn dagskrárlið sið- ari daginn, þ. e. skoðun verksmiðja og vinnslustöðva, en halda áfram umræðum í staðinn. Þátttakendur í ráðstefnunni voru 124 félagsmenn auk fjölda gesta, sem boðið var og áhuga höfðu á málefn- um þeim, sem til umræðu voru, þar á meðal voru ráð- herrar, ráðuneytisstjórar og aðrir forustumenn í mennta- og atvinnumálum þjóðarinnar. Félagsmálaráðherra, Emil Jónsson, bauð að umræðum loknum þátttakendum ráðstefnunnar ásamt konum til síðdegisboðs í ráðherrabústaðnum, en þaðan var farið að Hótel Borg til sameiginlegs kvöldverðar. Voru þar fluttar tækifærisræður og skemmt sér fram eftir kvöldi. H. G. Hátíðaræður flytja formaður STF og þekktur norsk- ur vísindamaður, ennfremur verða hljómleikar. Um kvöld fyrsta dags hátiðarinnar verður samkoma í ráð- húsi Stokkhólmsborgar. Síðari dagana tvo verður haldið 6. norræna verkfræð- ingamótið með fjölda erinda á mörgum sviðum um tækni nútímans og framtíðarhorfur. Þá verður og farið í kynn- isferðir til margra iðnaðarfyrirtækja og tæknivísinda- legra stofnana i Stokkhólmi og nágrenni, og geta menn hlustað á erindin og tekið þátt í umræðum og kynnis- ferðum eftir eigin vali. Þeir félagsmenn, sem hug hafa á að taka þátt í há- tíðinni og fundum, ættu að láta skrá nöfn sín í skrif- stofu VFl hið fyrsta. H. G. TlMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ISLANDS kemur út eiffi sjaldnar en sex sinnum á ári og riytur greinar um verkrræðileg erni. Árgangurinn er alls um 100 siður og kostar 200 krónur, en einstök helti 40 kr. — Ritstjóri: Hinrik Guðmundsson. Ritnetnd: Baldur Lindai. Guðmundur Björnsson, Helgi H. Árnason og Magnús Reynir Jónsson. — Otgefandi: VerkfneðingalY'lag Islands. — Afgreiðsia timaritsins er i skrifstofu fólagsins i Brautarholti 20, Reykjavík. Sími 19717. Pósthólf 645. STEINDÓRSPRENT H.P.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.