Akranes - 01.05.1950, Síða 17

Akranes - 01.05.1950, Síða 17
Olafur B. Bjömsson Þættir úr sögu Akraness, V. 28 HVERSU AKRANES BYGGÐIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. A þrettánda dagsmorgmi sagði Pétur Grími, að hann skyldi vera til að morgni næsta dags — og láta í kassa sinn — því hann yrði kallaður ef tiltekinn háseti hans, — sem var uppi í sveit — yrði ekki kom- inn til skips. Grimur var þvi til, og gekk til skips næsta niorgun, og mætir þá Loí'ti Jónssyni — einum háseta Péturs — er segir honum að hann þurfi ekki að ómaka sig lengra, því hásetinn sé kominn úr sveitinni. Grímur „fékk“ því ekki að fara, en hjálpaði þeim til að komast á flot í þessa feigðarför. Síðan sagði Metta Hansdóttir Hallgrími, að eitt sinn þetta haust hafi Halldór Ein- arsson á Grund komið til sín — kenndur — og talið með nafni alla mennina á skipi Péturs, nema einn, og sagt að þeir myndu allir drukkna í sjó. LítiS eitt um œttfólk Súsönnu. Eins og þér sjáið, fylgir grein þessaii mynd af Súsönnu og systur hennar frú Wilhelmínu Bartels. Þykir mér því rétt að gera 'frékari grein fyrir foreldrum þeirra og Bartels-fólkinu. Foreldrar þeirra systra voru: Martin Clausen, frá Bornholm í Danmörku. Hann var kaupmaður og hótelrekandi í Kefla- vík og Hafnarfirði. Kona hans og móðir þeirra Súsönnu og frú Bartels, var Þor- gerður Gunnlaugsdóttir fædd á Stekkjar- koti í Vogum. Frú Bartels hét fullu nafni: Sara Dort- hea Wilhelmína. Hún giftist manni þeim dönskum, er hét Heinrich J. W. Bartels, fæddur í Hilleröd í Danmörku 1847. — Aðeins 14 ára gamall var hann sendur hingað til verzlunarnáms, eins og fleiri óperunni í Stokkhólmi, með sýningu á söngleikn- um „Brúðkaup Figarós.“ eftir Mózart, var stór viðburður. Það var yndislegt að vera í Þjóðleik- húsinu og sjá afburðavel leikinn og sunginn, þennan söngleik hins mikla meistara. Þar brást ekkert, allt var hnitmiðað og þó svo látlaust og eðlilegt. Söngur hvers eins var ágætur — og sumra með yfirburðum — en í heild sinni hrif- andi fagur og samstilltur. Symfóniuhljómsveitin gerði hlut sinn áreiðanlega furðulega vel. Það er mikill fengur að eignast þetta ágæta hús, þvi nú fyrst er liægt að kynna þjóðinni heimsfræg listaverk, hvað húsakynni snertir. — Vonandi eigum við eftir að verða aðnjótandi fleiri slíkra heimsókna valinna leikara og listamanna. Þjóðleikhúsið á, og má til að verða mikill þáttur í því að manna og mennta þjóðina og þurrka af henni mesta heimalningsháttinn, hvað and- legt atgerfi og ytri háttu snertir. Ó. B. B. Wilhelmína Bartels (sitjandi) og Súsanna systir hennar. danskir piltar á þeim tímum. Hann var fyrst við Duus-verzlun í Keflavík 12 ár. Þaðan fór hann til náms á Kaupmanna- skólann i Kaupmannahöfn og var þar i 1Y2 ár. Þegar heim kom réðist hann til Satisverzlunar á Isafirði og var þar í 12 ár. Því næst réðist Bartels sem verzlunar- stjóri að Fichers-verzlun í Keflavík og var þar í 12 ár. Þá 'fluttist hann til Reykja- víkur og keypti húsið í Þingholtsstræti 17. Byrjaði þá á verzlunarrekstri fyrir eigin reikning í Kirkjustræti 10, húsi Kristjáns Þorgrímssonar. Skömmu síðar gekk hann í þjónustu verzlunarinnar Eclinborgar, og sá sérstak- lega um útgerðarstöðina Sjávarborg, en á þeim árum hafði Edinborg mikla þil- skipaútgerð. Bartels stofnsetti verzlun á Eskifirði fyrir Edinborg, og sá þar um innkaup á fiski og á öðrum fjörðum aust- anlands. Þegar Sláturfélag Suðurlands var stofn- að 1907, var hann ráðinn þangað sem gjaldkeri og var það óslitið til 1921, þá orðinn háaldraður maður. Hann andað- ist 1923. Bartels var talinn mjög vel menntaður maður og sérstaklega mikill málamaður og las mikið. Bartels yar tal- inn vandaður maður til orðs og æðis. Orð var haft á þvi, hve vel hann ritaði ís- lenzkt mál. Þessi voru börn þeirra Bartels-hjóna. 1. Þorgerður Ágústa, ógift, í Reykjavík. 2. Louise Marie, sem giftist Hannesi Thorarensen. 3. Ingileif Anna, ekkja Ágústar Sigurðs- sonar, prentara. 4. Carl Ferdinand, úrsmiður, kvæntur a. Ester Nielsen, frá Isafirði. b. Ólöfu G. Elíasdóttur, frá Lauga- landi við Isafjarðardjúp. Þær eru báðar dánar. 5. Hedvig Dorthea, gi'ft Ola P. Blöndal póstmanni. 6. Amdís, giftist Haraldi Árnasyni stór- kaupmanni. 7. Martin, bankafulltrúi við Prívatbank- ann í Kaupmannahöfn. Árið 1933 eða '4 seldi Hallgrímur Grímsstaði, Magnúsi Sigurðssyni Hall- bjarnarsonar, en hans kona var Fanney, sonar-dóttir og uppeldisdóttir Hallgríms. Þau keyptu síðan Hólavelli og fluttu þang- an 1944, en seldu Grímsstaði það sama ár, Valgarði Jónssyni frá Katanesi. Hann seldi svo Jóni Einarssyni 1945. Jón flytur svo húsið 1947, þangað sem það er nú, við Vesturgötu 71. Jón Einarsson fluttist hing- að frá ísafirði. Kona hans er Sigríðui’ Guðmundsdóttir, og mun vera frá Efstadal í ögurhreppi. Þeirra börn: Jónína G. Jóns- dóttir og Sigríður G. Jónsdóttir. Hjá þeim er og sonur konunnar, Jón Helgason. Ýmsir leigðu uppi á loftinu á Gríms- stöðum, svo sem Benóný Jósefsson og Guð- björg Jónssdóttir kona hans. Þau voru ætt- uð ofan úr Borgarfjarðardölum, en bjuggu mjög lengi á Akranesi og í nágrenninu. Þau voru bæði hinar vænstu manneskjur. Þeirra börn eru: 1. Tryggvi Benónýsson, sem byggði Tryggvaskála, og verður þar getið. 2. Hjalti, nú búandi á Haukabergi. 3. Jón, skipstjóri, búsettur í Vestmanna- eyjimi. Kona hans Kristín Karitas Valdadóttir, ættuð úr Vestmannaeyj- um. Hún er dáin fyrir mörgum árum. Þeirra böm: Halldór Jón, Guðbjörg Benónýja og Þórey Inga. 4. Rósa, kona Daníels Friðrikssonar. Um 13 ára skeið bjuggu líka á Gríms- stöðum önnur ágætis hjón. Halldór Gísla- son og kona hans Halldóra Clafsdóttir. Halldóra er Akumesingur í húð og hár, dóttir Ólafs Jónssonar í Garðaseli. Hann mun hafa verið fæddur þar, en dvaldi eitt- hvað á Bekanstöðum, einnig i Nýjabæ í Innra-Hólmshverfinu. Systkini Ólafs í Garðaseli voru: a. Guðrún Jónsdóttir, móðir Guðmundar Magnússonar, föður Salvarar í Efsta- bæ. b. Sigurður Jónsson á Jaðri, faðir Guð- laugar í Akurprýði, Sigurðar í Akra- koti og Jóns á Jaðri, föður Steinunnar á Hliði. c. Helga, kona Guðmundar Jönmdssonar í Dægru, en þau voru foreldrar Helgu, konu Þórðar á Vegamótum. AKRANES 65

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.