Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 3
Ein af hinum fullkomnu vélum verksmiSjunnar.
FulEkomnasla netaverksmiðja á Islandi
ttÉR VERÐUR EKKI gerð tilraun til
A A að rekia sögu netjagerðarinnar á Is-
landi fræðilega og almennt, heldur fylgzt
með þeim netjagerðarmanninum. sem er
frumkvöðuli að því að koma upp full-
komnustu netjagerðinni, sem enn er til í
landinu, en þar eru nú framleiddar flest-
ar gerðir netja og möskvastærðir, er nú
tíðkast almennt. Maðurinn er Björn Bene-
diktsson og fyrirtæki hans heitir Björn
Benediktsson h.f., og er við Holtsgötu og
Ánanaust i Reykjavík.
Heimilisiðnaður fram yfir
aldamót.
Áður en vikið er að Birni og þessum
nýtízku vélum hans, verður hér örfáum
orðum minnzt á netjagerð landsmanna
fyrir þennan tíma, svo og þann þátt, sem
einstaka menn eða félagssamtök hafa átt
í að auka og útbreiða þekkingu manna á
þessu sviði og koma á fót vísi að innlendri
netjagerð.
Með innréttingum hins mikla braut-
ryðjarida iðnaðar og framfara á íslandi,
Skúla fógeta, er gerð tilraun til innlendrar
kaðlagerðar og færaspuna. Þótt ekki væri
þetta til neinnar frambúðar, hefur þetta
þó líklega haft nokkra þýðingu gagnvart
heimilisiðnaði veiðarfæra, sem landsmenn
urðu lengi að bjargast við, meira að segja
fram yfir siðustu aldamót.
Eitthvað hafa landsmenn fengizt við
síldveiðar þegar á landnámsöld og þá lík-
lega eitthvað með netjum eða nótum. Það
hafa þeir numið af Norðmönnum, svo
góðar sem samgöngur voru þá á milli
landanna. Þegar svo aðrar þjóðir fóru að
fiska hér við land og hafa kynni af fólk-
inu, fá landsmenn sjálfsagt nokkra nasa-
sjón af veiðarfærum þeim, sem þeir not-
uðu við veiðarnar.
I síldarsögu Islands eftir Matthías Þórð-
arson segir svo: „Einnig minnist hann á,
(þ. e. Carl Pontoppidan 1787), hvernig
eigi að búa til síldarnet. Sildarnet segir
hann að eigi að búa til úr tvinnuðum
hampi og að möskvar á netunum eigi að
vera með U/j. þumlungs legg“.
I merkri ritgerð um síld og síldveiðar
eftir Árna Thorsteinsson landfógeta, sem
birtist i Timariti hins ísl. Bókmenntafé-
lags 1883, segir hann, að um 1800, hafi
almenningi hér verið gefinn kostur á að
fá síldarnet, sem unnin voru í fangahús-
inu i Reykjavík. Þetta sýnir, að þá þegar
hafa net verið hnýtt hér, og liklega þorska-
net líka, því að nokkru áður hafði Skúli
fógeti flutt hingað þorskanet frá Noregi.
Það vita allir eldri menn, að fram yfir
síðustu aldamót voru hnýtt alls konar net
í heimahúsum. Á öldinni sem leið, var
hampiðja meira að segja heimilisiðja, og
netin svo hnýtt úr honum og útbúin að
öðru leyti fyrir hinar ýmsu veiðar.
1‘áttur Jóns Bergsveinssonar.
Það er kunnara en frá þurfi að segja,
að sildveiðar og ýmislegt í sambandi við
þær lærðu landsmenn fyrst og fremst af
Norðmönmun. tJr því er þeir fóru að
stunda veiðar hér af kappi, fóru margir
íslendingar með þeim til Noregs. Höfðu
sumir þeirra vetrarsetu í Noregi svo sem
X. árg. — Júlí—sept. 1951. — 7.—9. tbl.
Útgefandi, ritstjóri og ábyrgSarmaSur:
ÓLAFUR B. BJÖRNSSON
AfgreiSsla: MiSteig 2, Akranesi,
PRENTAÐ 1 PltENTVERKI AKRANESS H.F
fyrr á öldum og lærðu þar þá ýmislegt í
sambandi við veiðarnar, m. a. að bæta
net og nætur og setja saman nætur. Einn
þessara manna var t. d. Jón Bergsveinsson,
sem hafði vetrarsetu í Noregi 1903—'04,
til þess að kynna sér viðgerð síldveiðar-
færa sem bezt. Þá munu fáir hér á landi
hafa kunnað nokkuð verulega fyrir sér á
þessu sviði.
Ekki var það fyrri en 1911, sem Jón not-
færði sér að neinu ráði þessa þekkingu,
er hann hafði aflað sér i Noregi, en það
ár fór hann að bæta nætur fyrir Ottó
Tuliníus, úti á Bjargi við Eyjafjörð. Árið
1912 leigði Jón svo kjallarann undir húsi
Utvegsbankans á Akureyri fyrir 20 kr.
um mánuðum. Með Jóni var þarna um
tveggja ára skeið Stefán Nikulásson frá
Húsavík, en hann hafði einnig verið i
Noregi í saína tilgangi sem Jón.
Næstu tvö ár hafði Jón netjaverkstæði
sitt í stórum danssal, skammt frá Sam-
komuhúsi Akureyrar. En árið 1917 byggði
Jón yfir verlistæðið. Var þetta þá orðin all-
umfangsmik',1 starfsemi, — eða þótti þá
— þvi að iiann hafði 16 menn í vinnu.
Þessari starfsemi hélt Jón svo áfram þar
til 1922, er hann gerðist forseti Fiski-
félagsins. Jón hafði margt góðra manna
i sinni þjónustu, m. a. sem verkstjóra, Sig-
urð Þórðarson Njarðvík, föður Péturs
Njarðvík, sem margir kannast við, og
Kristjáns Einarssonar „í Gilinu“, en hann
var fyrsti sildarmatsmaðurinn, sem Jón
réð til starfs.
Þegar stríðið brauzt út 1914, urðum við
illa settir, þar sem leiðir voru nú lokaðar
til flestra þeirra landa, er við höfðum
haft mikil viðskipti við. Átti þetta t. d.
við um hina vaxandi notkun á nótum og
netjum til sildveiðanna, sem nú voru í
vaxandi mæli að verða íslenkur atvinnu-
vegur. Var Jón Bergsveinsson því sendur
til Ameríku bæði 1914 og 1915 til þess að
kaupa nætur og nótaefni. Jóni varð vel
ágengt um þennan erindrekstur og hafði
allmikla verzlun i sambandi við þetta, sem
sjá má m, a. af því, að 1916 útvegaði hann
hingað um 40 sildarnætur. Ef til vill verð-
ur hér síðar og í öðru sambandi sagt nokk-
uð nánar frá þessari Ameríkuför Jóns.
A K R A N E S
75