Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 28

Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 28
SÉRA FRIÐRIK FRIDRIKSSON: STARFSÁRIN III. Svo hélt nú mótið þar eftir áfram eins og vanalega, líkt eins og i Rönde og skal því ekki lýst nánar. Það varð ef til vill ennþá sterkari vakning í Hoptrup, en í Rönde, og var það mest að þakka hinum ungu trúuðu sjáfum, er með brennandi áhuga reyndu til að hafa áhrif á félaga sína. Átti og söngvarinn okk- ar, elskulegi Gunntropt, sem söng svo að hjörtu bráðnuðu við, ekki hvað minnstan þátt í því. Eitt atvik þarf ég þó að rifja upp. — Ég minnist víst á Jóhannes Larsen frá Samsey, sem ég hitd í Rönde, og var þá svo glaður í trúnni og virtist vera ljúf- lyndið sjálft. Eg hitti hann nú aftur í Hoptrup, en þá þótti mér heldur umskipt fyrir honum. Hann hafði gjörsamlega misst trúargleði sína og var orðinn svo niðurbeygður og örvæntingar- fullur, að það varð engu tauti við hann komið. Hann var i mjög stórri sálarneyð. Ég átti mörg samtöl við hann og reyndi til að hughreysta hann á allar lundir. Hann kvaðst hafa misst trú sína og sér fyndist að allt það, sem hann hafði reynt, þegar hann komst til trúarinnar, hafi aðeins verið blekking og tál. En hann var fjarskalega hryggur út af ástandini sinu og var tæplega mönnum sinnandi. Ég spurði hann hvers vegna hann hefði þá komið hingað, hvort hann langaði til að öðlast trúarvissu sína og gleði aftur. Hann sagði: „Ég veit það ekki almennilega, ég kom af því að kaupmaðurinn, húsbóndi minn, vildi það, ég reyni til að telja mér trú um það, að afturhvarf mitt og fyrri reynsla hafi verið aðeins hrifning og imyndun tóm.“ — Eg sagði: Nú, það er þá svona. Þú hefur alls ekki misst trú þína, en þú villt af einhverjum ástæðum verða laus við hana. Þú villt eitt- hvað, sem þér ekki finnst vera samrýmanlegt fyrir trúaðan mann. Þar af kemur baráttan og hryggðin“. Hann þagði við því. Ég sagði: „Þú þarft ekki að segja mér launungarmál þín fremur en þú villt. Eg sé að það er eitthvað mikið sem veldur þér hugarangri. Það er eitthvað sem freistar þin, hvort sem það nú er einhver dulin synd, eða ástamál o. s. frv. Opnaðu hjarta þitt fyrir Guði í fullri einlægni og talaðu við hann um þetta allt í hreinskilni. Hann getur hjálpað þér.“ -— Við töluðum oft saman um þetta en það virtist ekki bera neinn árangur. — Við báðum saman, það er að segja; ég bað með honum, en hann gat ekki beðið sjálfur. Þannig skildum við og ég var mjög áhyggjufullur hans vegna. Á leiðinni heim um haustið skrifaði ég honum langt bréf, en fékk ekkert svar; vænti þess heldur ekki. Þegar heim var komið og vetrar annirnar tóku mig allan, þá fyrntist yfir þetta hjá mér. Svo leið fram yfir nýár og hann var kominn i fjarlægð í huga mínum. Þá bar svo til kvöldið 1. marz, að ég sat einn um miðnættið og var að skrifa ræðu eða eitthvað sem ég var niður sokkinn í, þá allt í einu kemur pilturinn svo sterkt inn í huga minn, að ég varð að hætta við það sem ég var að gjöra. Það greip mig einhver angist. Mér fannst að eitthvað óttalegt vofði yfir þessum vini mínum. Ég varð að krjúpa niður til bænar fyrir honum. Bænin var knúin fram af þessari óskiljanlegu angist. Ég bað langa stund og var sveittur. Svo kom ég aftur til sjálfs mins, og datt í hug, hvort taugakerfi mitt væri að kom- ast í ólag. Svo settist ég niður og skrifaði honum bréf og skýrði honum greinilega frá þessu. Ég fór snemma niður á pósthús með bréfið, því að póstskip átti að fara þá um daginn. Svo bar ekki meir á þessu og ég hafði hann að eins í minni rólegu bæn þá dagana. Eftir nokkrun tíma fékk ég bréf frá honum. Hann sagðist vera undrandi á þessu, og mjög þakklátur, „því að einmitt kvöldið 1. marz og aðfararnótt hins annars var fyrir mér hræðileg nótt, barátta upp á líf og dauða, en þá komst líka allt í lag, og ef við sjáumst aftur vona ég að þú finnir aftur glaða drenginn frá Rönde, auðgaðan að reynslu og auknum krafti trúarinnar. Þá skal ég segja þér allt eins og var.“ Ég varð meira en glaður, og þakkaði Guði. Hann hefur yfir- gefið frumfag sitt og hefur nú stóra verzlun í annarri grein í bæ einum á Jótlandi. Eg hef heimsótt hann nokkrum sinnum, sem kæran vin og bróður í Drottni. Mér fannst ég mega til að skrifa þetta hér í einu, þótt það væri útúrdúr frá Hoptrup-mótinu. Það var sannkallað vakn- ingarmót, eitt af hinum beztu, sem ég hef tekið þátt í. Á laug- ardaginn 19. ágúst endaði mótið. Á sunnudaginn talaði ég á samkomu í Haderslev. Það var munur að koma þangað nú, og þá er ég kom til Haderslev 1907, og er þvi lýst í „Starfsárin II. blaðsiðu 33. I Haderslev var hermannastöð mikil, var nýbyggður her- mannaskáli mikill, hafðist þar við setulið, þar var æfingastöð fyrir þá, er hernaðarskyldu áttu að gegna. Hermannatrúboð K.F.U.M., hafði þar bækistöð sina. Hafði ríkið útbúið handa þeim tvo samliggjandi sali í skálanum. Þar voru svo kvöldsamkomur og á daginn var þar lestrar- og skrifstofa fyrir hermennina í frítímum þeirra; gátu þeir setið þar og skrifað bréf sín eða lesið og teflt. — K.F.U.M. hefur síðan um 1890 haft þessa starfsemi til mikillar blessunar fyrir hermenn og nýliða. Er þessi starfsemi fræg um allt land, og studd bæði af kirkju og ríkisstjórn. Aðalstöð þessa trúboðs er i Aðal-K.F.U.M. í Kaupmannahöfn, og svo í öllum bæjum þar em herinn hefur stöðvar sínar. Framkvæmdastjóri hermannatrúboðsins í Haderslev, kom að máli við mig og spurði, hvort ég gæti gefið þ^jm eitt kvöld til að tala á hermannasamkomu. Ég játti því og var til sett mið- vikudagskvöld i næstu viku. Ég varði svo þessari viku til að ferðast um Suður-Jótland' og talaði á samkomum á ýmsum stöðum. Ég heimsótti þar ungan prest, Pétur Fjltenborg, er ver- ið hafði einn af beztu vinum minum, er ég var framkvæmdastjóri i Álaborg veturinn 1908. Hann var prestur í Fole, litlu sveita- þorpi, ekki alllangt frá vesturströndinni, eitthvað 16 km. fyrir sunnan Ríbe. Hann var þá ungur og ókvæntur og bjó í eldgöml- um prestgarði, byggðum að mig minnir um 1669. Yið prest- setrið var mjög stór lystigarður með háum trjám, en hafði lengi verið lítt hirtur, svo að. hann líktist næstum frumskógi. Urðu miklir fagnaðarfundir með okkur Pétri. Þurftum við um margt að tala, og margar gamlar minningar frá Álaborgartima okk- ar; hann hafði verið einn af míninn beztu fylgismönnum í skólapilta-flokknum mínum kæra, (Sjá Starfsárin II. bls. 49). Eg var hjá séra Pétri í tvo daga; það voru yndislegir dagar. Annan gamlan vin heimsótti ég líka á þessari viku í Suður- Jótlandi. Það var Kristian Jensen, sá er var minn fyrsti sam- býlismaður á Garði 1893. Er um hann talað í „Undirbúnings- árum“ mínum. Hann hafði eftir að hann varð kandidat í guð- fræði gefið sig að skólamálum og ekki tekið prestskap, verið rektor í nokkur ár í Hörshólmi á Sjálandi. Síðan er Suður-Jót- land var sameinað Danmörk, fékk hann brauð þar syðra og var vígður til prestakalls rétt fyrir sunnan gömlu landamærin. Mig minnir að staðurinn heiti Jels. Þar urðu lika miklir fagnaðar- fundir milli okkar gömlu vinanna; við höfðum ekki sézt frá því 1897, en vináttan var eins og áður hafði verið. Það er ein- kennilegt, finnst mér, að hversu langur tími sem líður á milli funda með sönnum vinum, þá er eins og hinn milliliggjandi timi hverfi og fortíðin og nútíðin renna saman í eitt. Ég veit ekki, hvort svo er með aðra en svona er það með mig. Mér fannst við ennþá vera studentar og þessi 25 ár vera eins og draumur. — Tuttugu og fimm árum seinna var ég í miðdegisverði hjá hon- um þ. 1. október 1943, því þá voru liðin 50 ár frá því að við 100 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.