Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 30
erindið í „Buldi við brestur“, og byrjaði ég að raula byrjunina á
draugakvæði, sem ég hafði búið til á Garði. Það var kaliað
„Dödningdansen", og hafði í seinni tíð vakið athygli félaga
á Garði. 1 mörg ár hafði ég ekki faið með það. Rétt hjá mér st.óð
séra Svend Rehling, sem þá var einn af aðalframkvæmdastjórun-
um í Landsambandi K.F.U.M. Hann var prýðist gott skáld og
eru margir söngvar hans sungnir út um alla Danmörku, utan
og innan K.F.U.M. Hann spurði: „Hvað ertu að fara með?“ —
Eg sagði honum það og lét hann heyra nokkur erindi úr kvæð-
inu. Hann vildi svo endilega, að ég færi með það fyrir alla á
kvöldskemmtun vorri. Það varð svo úr, en eftir það hafði ég
engan frið, hvar sem ég heimsótti K.F.U.M., þar sem fram-
kvæmdastjórinn hafði verið á mótinu; þá mátti ég i fjölmennum
vinahring við kaffiborðið á eftir samkominni fara með kvæðið.
— Seinna á stríðsárunum komst þetta kvæði í mikið gengi, sér-
staklega meðal stúdenta og menntaskólapilta og loks linntu þeir-
ekki látum fyrr en ég varð að láta undan og skrifa það upp og
var það síðan skrautprentað sem fylgiblað með Jólablaði kristi-
lega skólapiltasambandsins. Að það náði svo mikilli hylli, hygg
ég að hafi komið til af því, að Danir em svo fátækir af drauga-
kvæðum og sögum. Kvæðið er 22 vísur og þótti hrollvekjandi,
sérstaklega þegar það var raulað í rauðleitri ljósglætu.
Eftir þetta mót ferðaðist ég víða mest allan septembermánuð.
Rek ég nú ekki slóðina nákvæmlega. En þó verð ég að geta um
nokkra daga sem ég dvaldi í Randers, nokkuð stórum og falleg-
um bæ fyrir norðan Árósa. Þar átti ég marga vini. Þar bjó vin-
ur minn, skrifstofustjóri Sprekkelsen, sem ég áður hef um getið
og kona hans, dóttir Bergs hvalstöðvareiganda, og komu þau
hjón til að hafa mikla og góða þýðingu fyrir mig á stríðsárun-
um. Þar bjó kaupmaður Zacho, á þeim árum bjó ég allt af
hjá honum er ég kom til Randers. Til Randers var lika nýlega
kominn apotekari Christensen, sem í mörg ár átti Apótekið í
Reykjavik. Þau hjón eru mjög miklir Islandsvinir. Þau tóku mér
mjög hjartanlega og sagði frúin mér, að hún saknaði íslands
allt af. Páll yngri sonur þeirra stundaði lyfjafræði; hann tal-
aði góða islenzku. Eldri sonurinn stundaði nám við Menntaskól-
ann i Reykjavík; hann átti eftir einn vetur og varð student
árið eftir, 1923. Ferdine er nú læknir í Danmörku. Hann var
mikill vinur minn hér heima, áhugasamur í K.F.U.M. —
Seinni hlutann í september dvaldi ég í Kaupmannah. í bezta
yfirlæti. Eg gat ekki farið með minum kæra „Gullfossi“ vegna
þess, að mér bar að vera við fermingu guðsonar míns, Börgi, sem
átti að fermast 1. október. Hann var fjarska glaður yfir Islands-
ferð sinni. Um vorið er hann kom heim héðan tók hann ágætt
próf við skóla sinn og varð ég feginn að heyra það, því að um
það hafði ég allt af verið kvíðafullur um veturinn, sem hann var
hjá mér og fann að hjálp mín við fög hans var af skornum
skammti bæði vegna anna minna og lítillar þekkingar í hinum
dönsku fræðslugreinum; hafði ég að minnsta kosti verið all-
strangur við að halda homnn til bókanna. Foreldrar hans voru
vel ánægðir með veru hans hjá mér og sögðu að kennarar hans
hefði látið vel yfir auknum þroska hans og kunnáttu.
Sunnudaginn 1. okt. var hann fermdur í kirkjunni í Bagsværd,
og sat ég veizlu um kvöldið, því bæði var hún mjög vegleg og
allar borðræður í kristilegum anda. —
Mánudagurinn var mikill annadagur, því að þá var ég að
búa mig til heimferðarinnar.
Klukkan 9 um kvöldið var ég kominn með allan farangur
minn og búinn að hagræða mér í góðum klefa, er lestinn rann
af stað á leiðina heim. Ég man lítið af ferðalaginu um nóttina;
ég held að ég hafi steinsofið frá Helsingborg til Gautaborgar.
Fékk þar morgunverð á jámbrautarstöðinni, og kom svo til Osló
rétt eftir hádegi. Dót mitt hafði ég innskrifað til Björgvinar
nema litla handtösku, sem ég setti í geymslu á stöðinni. Lestin
til Björgvinar átti fyrst að fara af stað kl. 11 um kvöldið. Ég
flýtti mér út í bæ og upp til K.F.U.M. — Þar fékk ég hjartanleg-
ar mótttökur og borðaði hjá framkvæmdastjóranum. Svo klukk-
an um þrjú heimsótti ég fornan vin minn, séra Kjeld Stub, sem
vorið 1898 kom til íslands á vegum kristilegu stúdentahreyfing-
arinnar. Nú var hann sóknarprestur við Frelsaranskirkjuna,
kvæntur dóttur Chr. Halls, sem var stiptprófastur 1902 og sókn-
arprestur við þá kirkju. Þau hjón tóku mér tveim höndum, og
rifjuðum við upp gamla daga, þegar ég var tiður gestur í húsi
föður hennar. Eg var þar svo allt til kvölds og hafði þar kvöld-
verð, og frúin gaf mér pakka með smurðum vöflum til að hafa
í nestið yfir fjöllin. Þau fylgdu mér á járnbrautarstöðina og við
skildum með mikilli vinsemd.
Lestin brunaði áfram i myrkrinu, svo að ekki var unnt að
sjá neitt af hinni mikilfenglegu fjallasýn. Eg fór að sofa um
tólfleytið en dreif mig á fætur strax sem birti af degi. Fékk
ég nú tækifæri til að sjá hin hrikalegu fjöll og dáðist ég að braut-
inni og öllum þeim miklu jarðgöngum (túnnelum), sem lestin
þaut í gegnum. Það rifjaðist upp fyrir mér, að einmitt sumarið
1894 kom ég til Björgvinnr rétt eftir að samiþykkt var i Stór-
þinginu að þessi braut skyldi lögð. Það þótti þá næstum ótrú-
legt stórvirki að ráðast i; en nú fékk ég tækifæri til að sjá þetta
mikla mannvirki fullgjört. Eg kom snemma dags til Björgvinar
og fékk að vita, að Björgvinarlinu skipið ætti að fara frá Björg-
vin klukkan 10 um kvöldið.
Það var indælasta veður um daginn. Eg fór í K.F.U.M. og
var mér fagnað þar vel. Um kvöldið kl. 8 talaði ég í K.F.U.M.
og fylgdu heilmargir piltar mér niður að skipi. Þar varð ég
feginn að hitta Ferdinand vin minn frá Randers, er var á ferð-
inni heim til 6. bekkjar árs síns í Menntaskólanum. Á tilsett-
um tíma lagði S/s Merkur út úr höfn og hélt af stað. Það var
verst, að orðið var svo dimmt að ekki var unnt að sjá neitt til
hinnar fögru útsiglingar, nema hina óteljandi vita og leiðar-
merkja. Við Ferdinand sátum lengi og töluðum saman um al-
varlega hluti, áður enn við fórum niður að sofa.
Næsta dag var ljómandi stillt veður og við höfðum landsýn
af Shetlandseyjum, og ferðin gekk lystilega i áttina til Færeyja.
Á leiðinni þangað kom nokkuð óvanalegt fyrir. Það var aðeins
léttskýjað og sólskin. Allt i einu var eins og ofurlítið dimmdi
í lofti og svo kom eitthvað eins og mor úr loftinu og féll niður
á þilfarið. Það eru ofurlitil smákorn, mig minnir gráleit, og
brátt varð að sópa þilfarið, það var likast ösku eða kornuðu ryki.
Það hlaut að vera úr einhverju eldgosi. — Svo komumst vér út
úr þessum „skúr“. Þegar vér komum til Þórshafnar, fréttum
vér af eldgosi í Vatnajökli. „Á götunum í Þórshöfn hafði lika
askan fallið. Skipið stóð aðeins tvo tíma eða svo við i Þórshöfn.
það var ekki tími til að heimsækja nokkra, en þó fórum við
Ferdinand í land og tókum okkur göngutúr upp til gróðrarstöðv-
arinnar og skoðuðum hana.
Á leiðinni niður í bæinn hittum við tvo drengi, myndarlega
og skemmtilega, og töluðum við þá. Þeir voru eitthvað um ferm-
ingu. Þeir gáfu mér nöfn sín og heimilisfang. Annar þeirra
hét Hilmar og hinn Jakob. — Okkur leizt dæmalaust vel á
þá. Þeir tóku vel umræðum mínum um alvöru lífsins. Þegar
við vorum komnir út i skip aftur, skrifaði ég í minnisbók mina
nöfn þeirra, fæðingardaga og bústaði. Það er vist bezt að segja
hér það, sem þessi fundur leiddi af sér. Eg skrifaði stutt bréf,
er ég var kominn heim og setti frimerki á þau og hélt ég að ég
hefði sett þau í póstinn, en ég fékk ekkert svar, og ætlaðist eigin
lega ekki til þess. En næsta haust fann ég bréfin frímerkt i skjala-
tösku minni. Mér þótti þetta leiðinlegt, en vildi nú ekki senda
þau. Svo lágu þau áfram i töskunni i nokkur ár.
Segðu ekki œtíö þáö, sem þú veizt, en þú verö-
ur aö vita þaö, sem þú segir.
102
AKRANES