Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 12
SÍMON DALASKÁLD
Hugurinn leitar norður
og heim í Skagafjörð. Hann
skoprar 45 ára skeið, en fer
hvorki að eyktar mörkum
né árstíðum — það er ekk-
ert aðfilatriði, en ég nem staðar við eina
bernskuminningu. Meginþáttur hennar er
svo skýr, að hitt hverfur, tímatalið verður
mér óljóst, hvort það var á útmánuðum
eða öðrum tíma árs, en árið 1904 var það
víst.
Simon Dalaskáld er gestur í Viðvík.
Hann situr á rúmi i miðbaðstofunni, kveð-
ur, yrkir og segir sögur. Hann er öllum
auðfúsagestur, fólkið safnast um hann eft-
ir því sem störfin leyfa, og allir hlusta með
ánægju. Prófasturinn kemur fram úr Vest-
urhúsinu og frú Jóhanna staldrar lika við
í baðstofunni. Við krakkarnir fáum hvef
sína vísu. Mín var leirburður og hún er
mér týnd. Stúlkurnar fá sinn mæli full-
an og ein þó mest — „er mér sýnizt
Lukku lik, loga rirtar indæl brík“, segir
Símon. Um prófastinn, séra Zophonias
Halldórsson, kveður hann 3 visur sam-
stæðar:*)
Harla vitur Viðvík situr núna,
heiðri sífellt sveipaður
Zophonias prófastur.
Vill um svæðið sanna glæða trúnn.
mennt og gæðum margskreyttur
mikill ræðnsnillingur.
Striðir herkinn herrans merkjum
undir.
Sálarsterkan brand og bar
bezt um verkastundirnar.
Símon er í essinu sínu.
Margt er umbreytt siðan þetta var, og
ef til vill er þjóðin gjörbreytt, ef til vill
ekki. „Nú lítur enginn maður í kvæða-
bók lengur", sagði merkur Húnvetningur
við mig nýlega. Við vorum staddir í bóka-
búð og hann var að kaupa 2 eintök af
ljóðmælum Símonar Dalaskálds.
Hinir andlegu innviðir þjóðarinnar eru
ef til vill breyttir, þeirri meltingu er svo
mikið og misjafnt boðið. Sumir eru inn-
viðirnir ofreyndir, aðrir ef til vill fúnir
fyrir tímann, af aðgerðar- og áreynslu-
leysi. —7- Og þó eru breytingarnar ef til
vill meiri í orði en á borði. Þegar ég nú
handleik nýútkomin Ijóðmæli Simonar
finnst mér ekki nema skammt rnn liðið
síðan hann sat í baðstofunni í Viðvík og
kvað fyrir fólkið. Eg er aftur lítill og myrk-
fælinn drengur og sit i fjósgeilinni hjá
Bjarna fjósamanni, sem er að láta i meis
ana handa kúnum og hann segir mér forn-
aldarsögur Norðurlanda og kveður fyrir
mig:
*) Ég mundi eigi nema miðvisuna, en Sigurð-
ur Gíslason, sem þá var unglingur i Viðvík, nokkru
eldri en ég, hefur nú sent mér þær allar ásamt
fleiri vísum, er Simon kvað þá i Viðvik.
Útvarpserindi, flutt af Árna G.
Eylands 29. nóvember 1950.
Símon Dalaskáld.
Hilmir nefndist Hreggviður,
hér á byrjar saga,
Gárðaríki ráðhagur
réði forðutn daga.
Ríkur bæði og vinsæll var
vásir máttardigur,
hvar sem hermanns brandinn bar
buðlung hafði sigur.
Hver getur skýrt hvað veldur að þessar
eða aðrar vísur lifa enn i minni manns
áratug eftir áratug og aðrar etu gleymdar,
sem hefðu átt að fylgja sömu forlögum
um minni eða gleymsku.
Því festist siglingavísan:
Rauk glymandi Ránarmey,
rumdi band og þilja,
undan landi flana fley
fokkúr þandi kylja. —-
í minni mínu, daladrengsins, sem aldrei
hafði á sjó komið, en allar aðrar vísur úr
sömu rímu hurfu í djúp þagnar, að kveð
skap Bjama loknum.
Hvað veldur að slík vísa kveðin ungum
sveini einu sinni, fylgir honum æ siðan
um lönd og höf, himinhvolf og heimsálf-
ur, en svo margt annað sem frekar þurfti
að muna, gleymist og verður ekki tiltækt
hvað sem á liggur. Hver getur svarað
þessu? Ef ég ætti að reyna að svara.
myndi ég segja, að það sé Islendingseðlið,
sem hér er að verki og segir til sin. Upp-
eldi þjóðarinnar um aldir við kröpp kjör,
en kóngaljós minniijga og sagna, er lýsti
í húmi og kulda.
Þjóðin kvað sér til hita
baeði andlega,og, líkamlega.
Áhrifúm þess verður ekki
útrýmt á fáeinum áratug-
um, í lí'fi eins ættliðs. —
Sem betur fer verður það ekki. — Og
enn getur það komið fyrir, að einstak-
lingar og jafnvel þjóðin öll þurfi að kveða
sér til hita — og iþá er og verður gripið til
vísunnar.
Jónas Hallgrímsson útrýmdi ekki rim
unum, hann gekk ekki að rímnaskáldun-
um dauðum, og hann hefur vafalaust
aldrei ætlað sér þá dul. Hann kvað nýtt
vor inn í tímatal þjóðlífs og athafna. öld-
ur rísa og hníga. Hinn mikli nýgræðingur
dafnaði í jarðvegi rímnanna, en eyddi
ekki því kjarri og lyngi, sem þær voru
þjóðinni til þrautbeitar. Rímurnar reynd-
ust skjólgróður nýs sáðlendis.
Sjálfur söng Jónas aldrei innilegar né
náði nær hjarta þjóðarinnar en í vísum
sinum:
„Sáuð þið hana sytur mína“. —-
„Hættu að gráta hringagná". —
„Vorið góða grænt og hlýtt“, — og
„Enginn grætur Islending". —
Og ég' lield að það sé engin tilviljun, að
Grímur Thomsen kveður eftir Jónas lát-
inn í ósviknum rímnastíl hins nýja tíma,
og með mætti snilldar sinnar:
Þú sem áður foldar fljóð
fögrum ljóðum gladdir,
og til hreysti hraustum óð
hugi drengja kvaddir.
Minna gaman og yndi hefði þjóðin af
guðspjöllum Gríms, ef enginn væri í þeim
bardaginn, — ef engin væri i þeim rim-
an, hvorki þessi erfiríma um Jónas Hall-
grímsson né t. d. hin stutta rima úm
Svein lækni og Kóp.
Húnvetningurinn sagði við mig að nú
lili enginn maður i ljóðabók. En það skyldi
nú aldrei vera svo, að vísan og riman
standi nútímanum nær en margur hygg-
ur? Það er líklega rétt að ungu mennirnir
með hjólin í höndunum fari hægt i það
að lesa hátíðleg ljóð, og ungu stúlkurnar,
sem hafa kvikmyndina mest til fyrirmynd -
ar, sofna ekki með Kristján undir kodd-
anum.
En sá æslculýður, sem svo er um, kann
furðu oft enn að meta hið stutta og hraða
form vísunnar — án málalenginga og
hátíðlegheita. — Við sem höfum lifað
Simon Dajaskáld, Þorstein Erlingsson, A1
þingisrímurnar, Rammaslag Stefáns G„
Ólafsrímu Grænlendings og rímur af
Oddi sterka, sem Örn Arnarson kvað 1932,
við mættum gerst vita, að ríman hefur
aldrei dáið, aldrei misst gildi sitt né vin
sældir með þjóðinni. Hitt er svo annað
mál, að riman hefur mannast á heimsins
hátt með þjóðinni, um málfar, hugsun og
84
AKRANES