Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 22

Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 22
1 landi forfeðranna Ferðaminningar frá Noregi Þriðjud. 3. júlí ek ég með mínum ágætu gestgjöfum, Larsen skólastjóra og konu hans frá Langholt, sveitaþorpi á Norður- Jótlandi, þar sem ég hefi dvalið í hálfan mánuð og notið framúrskarandi gestrisni og fyrirgreiðslu þessara ágætu hjóna og kynnst mörgu prýðilegu fólki, sem einnig gerði sitt til að dvölin þarna yrði mér sem ánægjulegust. Ferðinni er heitið til Hirts- hals, smábæjar á norð-vesturströnd Jót- lands. Við ökum i bíl, sem bróðir frúar- innar á, en hann er fasteignasali í Ála- borg, viðfeldinn og skrafhreyfur náungi, sem sitt af hverju hefur reynt, þó hann sé aðeins liðlega þrítugur, meðal annars setið 2 ár í fangelsi fyrir það, að hann þótti nazistunum um of hliðhollur á stríðs- árunum. Ferðin gengur greitt, vegurinn er góður, eins og alls staðar í Danmörku, asfalter- aður, víðast þráðbeinn og því sem næst láréttur. Á báðar hendur eru akrar og sáðsléttur, og víða sjást nautgripir og hest- ar á beit. Sums staðar eru einstök bænda- býli, en annars staðar smá sveitaþorp. Eftir þvi sem norðar og vestar dregur, virðist landið ófrjórra, en þó er það því sem næst allt ræktað og falleg skógar- skjólbelti milli teiganna. Er við komum til Hirtshals, er vestan strekkingur og skúraveður. Má greinilega sjá á trjánum, að vestanvindamir næða þarna oft og napurlega, því krónurnar eru sveigðar undan hafáttinni og mátti raunar sjá merki um hið sama inni í miðju landi, þó lítið verði maður stormsins var, svo er hinum laufriku skógartrjám fyrir að þakka. Við bryggjuna liggur fallegt 800 tonna skip ,er heitir Jylland, tilbúið að leggja af stað yfir Skagarakið, yfir til Kristian- sand í Noregi. Við drekkum kaffi í snyrti- legu veitingahúsi, svo kveð ég þessa ágætu dönsku vini mína og stíg um borð. Þar er þrön^ ó þingi og hvert sæti skipað, enda standa nú yfir skólaleyfisferðalög, sem æskufólkið notar gjaman til að heimsækja jafnaldra í einhverju hinna Norðurland- anna. Þama vom t. d. mörg skólaböm frá Suður-Jótlandi ásamt kennurum sín- um, er ætluðu í viku ferðalag um Noreg. Þar var einnig fjölmennur norskur karla- kór á heimleið úr söngför um Jótland. Er skipið lagði frá landi, var danski þjóð- söngurinn sunginn og Danmörk kvödd með húrrahrópum. Ég reyndi að festa sem bezt í minni mér myndina af þessu vin- gjarnlega, frjósama og vel ræktaða landi, og fram í hugann komu ótal margar end- urminningar frá hinni stuttu en ánægju- legu dvöl minni þar. — Sjóferðin tekur 5 tíma. Oft er sjólag slæmt á þessari leið, en nú var því sem næst sléttur sjór, og allir hressir og kátir og mikið sungið. Til Kristiansand var komið kl. að ganga 7, og þar sem eigi var um nokkra ferð að ræða til Langesund fyrr en að morgni næsta dags, notaði ég kvöldið til að skoða bæinn, eftir að ég hafði átt símtal við Lund-Tangen, formann Norrænafélagsins í Langesund, en hann var jafnframt form. nefndar þeirrar, er annaðist undirbúning vinabæjarmótsins, er haldið skyldi þar dagana 4.—9. júlí og ég var á leið til. Hafði hann þennan sama dag fengið bréf frá Magnúsi Jónssyni skólastjóra, þar sem hann tilkynnti þátttöku Akraness í mót- inu og hver yrði fulltrúi þess. Kvað hann komu mína gleðja sig mjög, og átti ég síðar eftir að reyna, að það voru ekki bara venjuleg kurteis tilsvör, heldur fylgdi þar hugur máli, sprottið af einlægri vináttu til íslands og þá fyrst og fremst þessa nýja vinabæjar. Kristiansand er fallegur bær með um 25 þúsund íbúa. Á þessu ári átti hann. 300 ára afmæli og hafði þess verið minnst með mikilli viðhöfn. Var enn opin sýning þar í fomfrægum kastala, er sýndi í mynd- tun, línuritum og með mörgu öðru móti þróunarsögu bæjarins, atvinnuhætti og menningarástand. Skoðaði ég þessa sýn- ingu, svo og kastalann sjálfan, sem er frá dögum Kristjáns konungs 4., er grund- vallaði þessa borg. Þvi miður hafði ég ekki tima til að skoða borgina svo sem ég hefði viljað, en þar eru margar merkilegar bygg- ingar, svo sem t. d. jámbrautarstöðin, sem fyllilega stenzt samanburð við samkonar byggingar í miklu stærri borgum, enda er Kristiansand mikil umferðamiðstöð, með fjölda ágætra gistihúsa og dvalar- heimila. Að morgni hins 4. júli lagði ég svo af stað með langferðabíl áleiðis til Lange- sund. Var einnig hægt að komast þá leið, annað hvort með járnbrautarlest eða bát, en kunnugir ráðlögðu mér að taka bíl- ferðina, á þann hátt mundi ég bezt kynn- ast landinu og njóta útsýnisins. Einhvern veginn verður Islendingnum öðru vísi innanbrjósts ,er hann ferðast um Noreg en Danmörku. Það er óþægilegt að gera grein fyrir því, eða af hverju það stafar. Ef til vill eiga sögulegar minningar sinn þátt í þvi og vafalaust landslagið, sem mjög líkist því, er við eigum að venjast hér heima, firðirnir, víkurnar, fjöllin, hæðirnar og dalirnir, með vötnum og ám, ýmist djúpum og lygnum, eða straum- hörðum og fossóttum. Væri aðeins gróð- urinn og þá sérstaklega skógamir ómóta hér og í Noregi, sæist bezt hve víða þessi lönd eru áþekk. Þarna inn með ströndinni er láglent og mishæðalítið og sést víða lítið út frá veginum vegna skógarins, er að mestu byrgir útsýnið. Ekið er í gegnum marga bæi, stóra og smáa ,sem allir hafa það sameiginlegt, að vera hreinlegir og snyrtilegir, með sín litlu og vel máluðu timburhús, sem gjarnan eru aðeins ein hæð, með bröttu, hellulögðu risi. Ég var svo heppinn, að hjá mér sat í vagninum blaðamaður frá Skien, sem er bær skammt frá Langesund og fræddi hann mig um ýmislegt, er fyrir augu bar, auk þess sem hann spurði mig margs héðan frá íslandi. Ferðin til Langesund tók 6 tíma og fundust mér þeir fljótir að liða, því margt var að sjá og um nóg að ræða við þennan ágæta sessunaut minn. Veðrið var líka ákjósanlegt, sólskin og hægur andvari, svo hitinn var þægilegur, er maður hafði losað sig við jakkann. Er til Langesund kom, staðnæmdist bíllinn á rúmgóðu torgi skammt upp frá höfninni. Það fyrsta sem ég tók eftir voru hinir fimm Norðurlanda- fánar er þar blöktu í hvirfingu. Lund-Tangen var þar mættur og bauð mig innilega velkominn og fylgdi mér svo heim að húsi því, er ég skyldi búa í, meðan ég dveldi þar. Húsbóndinn var fiskkaup- maður, baptistatrúar og bezti karl. Naut ég hinnar mestu gestrisni hjá þeim hjón- um, eins og væri ég gamall heimilisvinur þar. Kvöldverður var svo snæddur í stærsta gistihúsi bæjarins, Langesunds-Bad, og voru þar mættir flestir fulltrúarnir ásamt ýmsum fyrirmönnum bæjarins. Var það nokkurs konar kynningarkvöld, þar sem þessum fámennu fulltrúahópum hinna AKRANES 94

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.