Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 18
falli ekki að efni og alls konar hortittum
sé laumað inn í setningarnar.
1 bókum þeim, sem almennast eru tald-
ar- bezt þýddar, er mjög mikið um ýms-
ar auðsæar málskemmdir. AS þessum
bókum standa ýmsir þeirra, sem taldir
eru ágætir íslenzkumenn, og þvi sárgræti-
legra að sjá slíka handa- og hugarskömm.
Ég tel það ekki ná tilgangi sínum að til-
færa hér fjölda dæma, en tek þó nokkur,
víðs vegar að af handahófi. Skal þá fyrst
ráðizt á garðinn þar sem hann er hæstur,
það er Ríkisútgáfa námsbóka. Höfundar
þeirra bóka eru allir taldir i fremstu eða
fremmri röðum íslenzkra kennara. Til
þessarar útgáfu er óvenjulega vel vandað
að því leyti, að meistari H. H. í Guten-
berg mun lesa allar prófarkir og gera sín-
ar athugasemdir og breytingar um mál-
far allt.
Ég gríp niður í landafræði, 3. hefti. A
bls. 15 segir svo: „Andesfjöll eru fram-
hald Klettafjalla, þau eru fellingafjöll
eins og Klettafjöllin, samsiða fjallgarður
með hásléttum á milli“. Hvað eru sam-
síða fjallgarðar? Og hvers konar íslenzka
er þetta?
Á bls. 17 stendur: „öll eru ríkin sjálf-
stæð nema Guayana. Hana eiga Evrópu-
menn“. Hvers konar íslenzka er þetta?
Á bls. 39 stendur: „Japanseyjar eru
allar saman álíka stórar og Finnland, en
nær þvi tuttugu sinnum fleira fólk er
þar“. Hvar? f Japan eða Finnlandi?
„Egg alla vega“, segir i bók Helgu
Sigurðard. Matur og drykkur.
Hvemig á að lækna þessa ineinsemd?
Með almennum samtökum og samstarfi.
Við höfum fullkomnað skólakerfi okk-
ar, a. m. k. á pappirnum, svo að það er nú
eitt umfangsmesta skólakerfi i heimi. —
Einhvern veginn hefur þó móðurmáls-
kennslan orðið að mestu utangátta í þessu
víðtæka skólakerfi. Þau munu ekki fá
fullnaðarprófsbörn og landsprófsnemend-
ur, sem tæplega eru sendibréfsfær á ís-
lenzku eftir 6—7 vetra skólanám. Og
skjótast jafnvel ekki kennarar og stúdent-
ar i þann hóp?
Hið almenna ástand í þessum efnum er
talandi vottur um nauðsyn þess, að leggja
miklu meiri rækt við tungu vora enn
við gerum nú. Kennarar verða að fá raun-
hæfa þekkingu í málfræði íslenzkunnar
og nægjanlega leikni í þvi, að beita tung-
unni (málfarinu) svo að rétt sé og fag-
urt. Aukin menntun kennara í íslenzku
er undirstöðuatriðið. Þegar því er náð,
mun kunnátta nemendanna fljótlega
batna og vaxa.
Ef til vill er islenzkunáminu ætlaður
of lítill tími í skólunum. Ef svo er, þarf
úr því að bæta. Ekkert er sjálfsagðara en
að móðurmálið sé höfuðnámsefni hvar
sem er. Tungan er hluti af hverjum ein-
stakling einn sá mikilvægasti. Hún varð-
veitir orð og athafnir einstaklinga og al-
þjóðar. Hún geymir reynslu kynslóðanna
og gefur innsýn í löngu liðna tíma. —
Snilliyrði tungunnar eru vitar vökulum
huga. Þangað má óhikað stefna, þegar
þrek skal brýna og þrótti safna, því að
orðin eru ekki dauð. Á bak við hvert þeirra
er lif og andi þess, er talar eða ritað hefur.
Þjóðtungan þín geymir eilifan kraft, sem
er þér tiltækur og ekkert erlent mál eða
framandi tunga getur veitt þér á sama
hátt og móðurmál þitt.
Jafnframt aukinni móðurmálskennslu
þarf almenn samtök um verndun tung-
Dr. ARNI ÁRNASON:
Þar sem þessi orð mín fjalla eingöngu
um kirkjugarða og grafreiti, þá verður
hér ekki rætt um meðferð á líkum fyrir
greftrun. Frá fornu fari hafa með flestum
þjóðum verið notaðar tvær aðferðir til
þess að sjá fyrir likum, brennsla og
greftrun. Þessar aðferðir tíðkuðust jöfnum
höndum hjá Grikkjum, Rómverjum og
Germönum. 1 þessu sambandi mætti og
minnast á þriðju aðferðina, sem notuð er
af áhangendum Zoroaster. Þeir vilja ekki
saurga eld, jörð né vatn með líkunum, og
setja þau upp á „turn þagnarinnar“, þar
sem gammar eyða þeim. Yfirleitt hafa
þjóðir frá fyrstu tíð komið likum fyrir
með mestu umhyggju, bæði af trúarleg-
um ástæðum og til þess að forðast óþæg-
indi og hæltur af rotnun þeirra. Enn i
dag er þetta talið mikilvægt atriði, eins
og vér vitum, og hvað sem trú og skoð-
unum líður, þá er lögð áherzla á að forð-
ast óhollustu og heilsutjón af likum fram-
liðinna, rotnuninni og eyðingunni.
Fyrst er þá rétt að drepa með fáum orð
um á breytingar þær, sem verða á líkam-
anum eftir dauðann. Fyrsta breytingin er
úldnun. Hún verður fyrir tilverknað bakt-
ería, sem að jafnaði lifa i þörmunurn og
er alkunn frá hræjum dýra. Hún fer hæg-
ar eftir greftrunina. Talið er, að sú breyt-
ing verði jafnmikil á 1 viku í lofti og 2
vikum í vatni eða 8 vikum í mold. Eftir
3ja mánaða tíma er úldnunin búin og
tekur við rotnunin í þrengri merkingu og
eru þar einkum myglusveppar að verki.
Rreytast þá leifar líksins i lofttegundir.
einkum kolsýru og einföld efnasambönd.
Eftir nokkur ár, — 4 ár þegar um börn
er að ræða, en 8—10 ár þegar um full-
orðna er að ræða — eru aðeins eftir bein-
in og lítið eitt af moldarkenndu efni, þeg-
ar jarðað er í góðum jarðvegi, en í köldum
deigulmó, t. d. getur þessi timi numið allt
að 30 árum. Lengst verða eftir leifar af
unnar. Færi vel á því, að háskólinn hefði
forgöngu um slík samtök. Kennurum há-
skólans á að liggja í augum uppi, að hér
er ekki hégómamál á ferð, og að brýn þörf
er bráðra bóta í meðferð íslenzkrar tungu.
Háskólinn hefur og að öðru leyti mikið
bolmagn til þess að hafa forgöngu um
mörg þau verkefni, sem bráðast kalla að
til verndar tungu vorri, svo sem breyttir
kennsluhættir, útgáfa málfræðirita og
vakningu þess þjóðaranda, sem setur
tunguna í drottningarsæti, en ekki á am-
báttarbekk.
Arngr. Fr. Bjarncison.
heilanum. Beinin fúna ekki að fullu á
skemmri tíma en mörgum áratugum. —
Þetta á allt við, þar sem jarðvegur er þurr
og grunnvatnið nær ekki upp að kistu-
botninum. 1 votum görðum og þéttum
jarðvegi getur myndast það, sem nefnt er
adipocire eða fituvax og grotnunin hindr-
ast. Þornun og herzla, mumificatio, getur
orðið í mjög þurrum og holóttum jarðvegi,
t. d. í eyðimerkursandi í hitabeltinu.
Þá er þessu næst sú spurning, hvaða
og hve mikil hollustuhætta stafi af jarð-
settum líkum, eða m. ö. o. af kirkjugörð-
um og grafreitum. Sú hætta, sem hér get-
um komið til greina, er að jarðvegur, vatn
eða loft spillist af sóttnæmi eða rotnunar-
efnum frá likunum. I stuttu máli má
segja, að sé grafreiturinn góður, fullnægi
hann þeim skilyrðum, sem setja verður og
síðar verður drepið á, og ef vel og rétt
er að öllu farið, þá er þessi hætta lítil
sem engin. Sóttkveikjur drepast tiltölu-
lega fljótt, pestar- og kólerubakt. eftir 1
mánuð, taugaveiki eftir 3 mánuði, barna-
veikibakt. eftir 3 vikur og berklabakteríur
eftir 4 mánuði, þó þykjast menn hafa
fundið þær eftir allt að 2 ár. Þótt þær
komist út fyrir kistuna, þá er það ekki
nema örlítið og þær komast alls ekki upp
úr jörðinni. Pöddur er ekki heldur að
óttast að þessu leyti. Einasta hættan væri
sú, að grunnvatnið kæmist í gröfina og
rynni þaðan í nálæga brunna, ef það
stendur of hátt. Annars hafa rannsóknir
leitt í ljós, að grunnvatnið óhreinkast ekki
verulega i kirkjugörðum. Moldin kring
um kistuna sýjar vatnið furðu vel og
brunnar i kirkjugörðum geyma oft betra
vatn en aðrir brunnar á sömu slóðum.
Það er talið, að af öllu rotnandi efni á
byggðum svæðum sé 1% lík, en 99% írá
mannabústöðum eða í sambandi við þá, og
það er miklu meiri hætta á, að yfirborðs-
Kirkjugaröar
90
A K R A N E S