Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 31

Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 31
ANNÁLL AKRANESS Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega: Vartýr Þorsteinsson, útgm. Akureyri, 100 kr. Stefán Stefánsson, kaupm., Siglufirði, go kr. — ICristján Guðmundsson frá Indriðastöðum, 50 kr. f. 1951. Jón Jónsson, pipulm., Borgamesi, go kr. f. 19^1. Frú Vigdis Ámadóttir, Reykjavík, go kr. f. íggi. Einar Ölafsson, kaupm., Akranesi, 100 kr. Guðm. Hannesson, bílstj., Reykjavik, go kr. f. íggi. Frú Margrét Guðmundsdóttir, Reykjavík, ígo kr. Kristinn Magnússon, skipstj., Reykjavík, go kr. f. igg2. Kristjón Kristjónsson, fulltrúi, Reykjavik, 100 kr. Magnús Simonarson, bóndi, Fellsöxl, go kr. f. 19^1. Sigdór Brekkan, kennari, go kr. f. íggi. Sigurður Ólafsson, rakarameistari, Reykjavik, 100 kr. Guðjón Rögnvaldsson, bóndi, Tjöm i Biskupstungum, 130 kr. Hjónavígslur: 4. ágúst: Ungfrú Sigríður Herdis Sigurðardóttir, Laugaveg 30 í Reykjavík, og Sveinn Finnsson, bæjarstjóri. 7. sept. vom gefin saman í Reykjavík, ungfrú Esla Einarsdóttir og Sveinn Jóhannsson Guðna- sonar, byggingarfullrúa. Heimili þeirra verður að Hringbraut 84 í Reykjavík. ig. september: Ungfrú Halldóra Sigríður Mart- einsdóttir frá Fit á Barðaströnd og Jóhann Grétar Jónsson frá Ásbergi. Landsmót í hjólreiðum. Hið fyrsta hér á landi, sem fram fór hér á Akranesi hinn 12. ágúst s. 1., má telja aðv verið hafi einstæður íþróttaviðburður, þar sem þetta var fyrsta landsmótið i hjólreiðum. -— Á Iþróttabanda- lag Akraness þakkir skilið fyrir að eiga þetta frumkvæði, sem mun hér eftir eiga fyrir sér að verða árlegur íþróttaviðburður. Umhverfi barnaskólans. Fáir — eða engir skólar á landinu, munu hafa yfir svo stóru landi að ráða og glæsilegu, sem hinn nýreisti bamaskóli á Brekkubæjarlandi — Munu nú allir sammála um þetta staðarval, þótt allt ætlaði af göflum að ganga, er það kom fyrst til. Staðurinn hefur alla þá kosti, sem bent var á. Þaðan er t. d. dýrleg útsýn við sólarlag að vor- og sumarlagi. Styðjið Keykjalund Nýtt blað. Hifm 14. júlí s. 1. hóf hér göngu sina nýtt blað. Það heitir Bæjarblaðið, og kemur út liálfsmánaðar- lega. Blaðið er ópólitizkt og sérstaklega ætlað að ræða um málefni bæjarins og íbúa lians frá mál- efnalegu sjónarmiði. Að blaðinu standa þessir menn: Árni Árnason, héraðslæknir, Karl Helgason, póst- og simastjóri, Ragnar Jóhannesson, skólastjóri, Ólafur B. Björns- son, ritstjóri, sem er ábyrgðarmaður blaðsins, og Bjarni Theodór Guðmundsson, sem er afgreiðslu- maður þess. Hefur þar margt borið á góma, en allt hóflega ritað og áreitnislaust. Um sálminn „Ö, I>Á NÁÐ AÐ EIGA JESÚM.“ Allir kannast við þennan vinsæla sálm, sem Matthías Jochumsson klæddi í svo fagran islenzk- an búning, en upprunalega var sálmurinn ortur á ensku. Höfundur sálmsins var Josef Scriven, hann var fa-ddur á Irlandi 1820 og hlaut menntun sina við háskólann í Dublin. Þegar hann var 2g ára flutt- ist hann til Kanada. Þar trúlofaðist hann ungri stúlku og bæði voru þau einlægir játendur kristinnar trúar og töluðu ofl um það að byggja framtiðarheimili sitt á grundvelli trúarinnar, og ef einhverjir erfiðleikar yrðu á veginum, að leggja þá mál sin i einlægni fram fyrir Drottinn. Brúðkaup þeirra hafði verið ákveðið, en daginn fyrir brúðkaupið fór brúðurin, ásamt nokkrum vinum sinum í skemmtisiglingu út á Ontario- vatnið. En allt í einu gerði storm á vatninu og bátnum tóst ekki að ná landi. Sagan segir ekki, hve margir drukknuðu, en unnusta Scrivens var meðal þeirra, sem fórust. Þennan sama dag sat Scriven á vinnustofu sinni og hugsaði um gleðidaginn, sem í vændum var. Þá var barið að dyrum og inn kom maður, er færði honum bréf, en hvarf síðan á braut. Scriven opnaði bréfið, sem flutti honum hin miklu sorgartiðindi. Hann var sem höggdofa en loks gat hann grátið og lengi var hann lamaður af sorg. Þá hugsaði hann til unnustu sinnar og þess, sem þeim hafði farið á milli, að á hverri reynslustund skyldu þau leita Drottins. Og lengi var hann á bæn til Guðs, þangað til hann öðlaðist þann frið hjartans, sem æðri er öllum skilningi. Og næstu daga orti hann sálminn alkunna, „0, þá náð að eiga Jesúm,“ sem hefur veitt svo mörgum sorgarbömum huggun og styrk í raun- um þeirra. — Sálmurinn hefur verið þýddur á mörg tungumál, en vafasamt er, að hann hafi nokkurs staðar orðið eins vinsæll og hér á landi. Hvert bam kann þennan sálm, og hann er sung- inn við öll tækifæri. Fyrir nokkrum érum var Josef Scriven reistur minnisvarði í Port Hope i Ontario-fylki, og á leg- stein hans er sálmurinn letraður, en með ósýni- legu letri hefur hann verið skráður á hjörtu milljóna kristinna manna um allan heim. Héraðsfundur Borgarfjarðar- prófastsdæmis var haldinn að Hvanneyri 1. júlí s. 1. Á undan fundi var messað í Hvanneyrarkirkju. Predikaði séra Jón M. Guðjónsson, Akranesi, en altarisþjón- ustu annaðist sóknarprestur staðarins, séra Guð- mundur Sveinsson. Prófastur, séra Sigurjón Guð- jónsson í Saurbæ, gaf ýtarlegt yfirlit yfir hið kiikjulega starf i prófastsumdæminu á liðnu ári, og endaði Jiað með hollri og góðri hugvekju og hvatningu til fundarmanna að gera sitt til að efla og útbreiða málefni kirkjunnar og hugsjónir. Samkvæmt yfirliti prófasts voru á árinu íggo fluttar 145 messur í prófastsdæminu, og tala alt- arisgesta var 481. Helztu ályktanir fundarins voru: 1. Héraðsfundm- Borgarfjarðarprófastsdæmis, hald- inn á Hvanneyri 1. júlí 1951, heitir á alla góða íslendinga, að vinna að því beint og óbeint, að upp megi risa vegleg kirkja í Skálholti sem allra fyrst, og eigi siðar en í byrjun árs igg6. 2. Héraðsfundur Borgarfjarðarprófastsdæmis, hald- inn á Hvanneyri 1. júlí 1951, mótmælir lögum frá síðasta Alþingi um prestakallaskipun lands- ins, þar sem prestaköllum er stórlega fækkað. Telur fundurinn, að fækkun presta í heild eigi ekki rétt á sér, þrátt fyrir batnandi sam- göngur, þar eð þjóðinni hefur fjölgað um tvo fimmtu frá þvi 1907, er gömlu lögin um presta- kallaskipunina voru sett.“ Fundinn sátu allir preslar prófastsdæmisins, konur þeirra og sex safnaðarfulltrúar. Séra Guðmundur Sveinsson, nýkominn heim frá fiamháldsnámi við Kaupmannahafnarháskóla, flutti á fundinum fróðlegt erindi um nýjustu rann- sóknir á Gamla Testamentisfræðum. Fundarmenn nutu gestrisni prestshjónanna og skólastjórahjónanna í rikum mæli. Yndislegt sumar. Vart munu elztu menn muna slikt sólar-sumar, sem nú var að líða. Svo margir sólskinsdagar koma vart á hálfri öld. Vegna þurrkanna var kartöflu- uppskera í sandgörðum hér heldur léleg. Akurnesingar hafa staðið sig mjög vel í hverri keppni. Á undanförnum árum hefur farið fram knatt- spyrnukeppni milli Akraness, Hafnarfjarðar og Knattspyrnufélagsins Vals úr Reykjavik. — Svo- kölluð þrikeppni. — Átti Valur frumkvæðið að þessari keppni og gaf bikar til að keppa um. Bik- arinn vinnst til eignar af þeim aðila, sem vinnur hann oftast á 5 árum. Nú hefur þegar verið keppt um þennan bikar þrem sinnum, og hafa Akumesingar unnið hann i öll skiptin, og eru því raunverulega búnir að vinna hann til eignar, þótt eftir sé að keppa tvisvar. Fjói-ða keppnin hófst hér á Akranesi laugard. 2g. ágúst s. 1., með leik milli Vals og Akurnesinga. Jafntefli varð í báðum flokkum. I 1. flokki 3:3 og í 3. flokki 1:1. 24. ágúst fóru íslandsmeistaramir til Akureyrar í boði íþróttabandalags Akureyrar og kepptu þar á laugardag og sunnudag og unnu fyrri leikinn með 2:1 og seinni leikinn með 10:1. Róma Akur- nesingar mjög allar móttökur. Kaupið happdrættismiða S.I.B.S. Dánardægur: 17. maí: Haukur Sigurðsson, Ammundarsonar, Háholti 12. 21. mai: Ámi Sigurðsson, Sólmundarhöfða, f. 9. júní 1868, á Hurðarbaki í Svinadal. 1. júní: Sigriður Helgadóttir, síðast á Elliheim- ilinu hér. Hún var fædd i Lambhúsum 14. febrúar 1864. Hún átti hér heima lengst af og hefur áður verið minnst hér í blaðinu. 27. júní: Guðný Jónsdóttir, f. hér á Akranesi 8. mai 1869, og ól hér allan sinn aldur. Hennar verður síðar getið hér. 19. júlí andaðist Guðrún Stefánsdóttir á Torfu- stöðum. Hún var fædd að Sarpi í Skorradal 24. ágúst 1864. Hún átti hér heima í rúm 33 ár. — Guðrún andaðist á Elliheimilinu Grund í Reykja- vík. Hennar verður síðar getið i sambandi við Torfustaði. 7. sepember andaðist á Akureyri Richard Krist- mundsson læknir, eftir langa og þungbæra van- lieilsu. Hann var hér praktiserandi læknir í nokk- AKRANES 103

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.