Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 26

Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 26
Páll Ólafsson. Ort undir nafni rnóðurinnar. * Ó, þú ert horfinn hjartkæri son, þér hinztu kveðiu færa vil ég mína, því innst í sál ég átti bjarta von, sem andvörp tók við dánarsögu þína. En hafðu þakkir fyrir allt og allt, þitt ástúðlega viðmót fyrr og síðar. Að hugsa sér að hjarta þitt sé kallt sú hugsun vekur tilfinningar striðar. Mér fannst ég meiga í flestum greinum sjá og fann það glöggt í allri breytni þinni, að þar sem varstu átti ég auðlegð þá, er ávöxt mundi bera í framtíðinni. Sú endurminning er í hug mér skýr, er ungan þig ég svæfði mér á armi, hve svipur þinn var saklaus þá og hýr og sæla kveikti von i móðurbarmi. Hve fallvölt gæfan er í heimi hér, það hlýt ég nú með sorg að viðurkenna, um hádag lifs þú hrifinn ert frá mér, i hjarta minu sárir logar brenna. Að eyrum mínum enn þann hljóminn ber, sem aflið veikir, hugans krafta lamar, sem hafsins megin hrópi i eyru mér það heiftarorð: þú sérð hann aldrei framar. Það gjörir ekkert, guð ég veit þig sá, svo glöggt und marar ægibláum hjúpi og hjarta minu huggun það skal tjá, að heim til þín hann leiddi þig úr djúpi. Á eftir vetri ætið kemur vor, þess óræk merki hvervetna má finna, og þótt nú séu þrautafull mín spor, mun þeim sem öðrum stormahretum linna. Já, elsku ham mitt, sofðu sæt og rótt, eins sætt og ljúft og fyrr í vöggu þinni, hve mjög hún gleður móðurhjartað sært, hin mæra von að aftur þig ég finni. Já, elsku bam mitt, hofðu sætt og rótt, þú sæll nú ert og laus frá kvöl og pinum, ég kveð þig, veiti guð þér góða nótt, og geymi þig í ástarfaðmi sínum. *) Páll var albróðir Einars Ólafsson kaup- manns hér. Systkinin frá Kringlu, drukknuSu i6. september 1905. Hve skjótlega fölnar hin fegursta rós er frostið að rót hennar læðist, hve fljótt er að sloknna hið logandi ljós, já, lífið er skammvinnt, sem báran á ós, er fellur um leið og hún fæðist. Og fagurt þó sýnist oss sumarsins skraut, er sólin um hódegi ljómar, hve fljótt er það stundum að berast é braut, það breytist ó svipstund í vetrarins þraut, en vonirnar verða eftir tómar. Þið eigið þá reynslu, þið öldruðu hjón, að oftlega fljótt er að breytast, þið reynt hafið harminn i raun bæði og sjón, þið reynt hafið fleyið að brjóta i spón með öllu, sem unnuð þið heitast. Þið reynt hafið stöðu sem alblómguð eik, er öflugar greinarnar prýða, þið reynduð þann heiftþrungna hjaðningaleik, er höggnar þær voru sem blómgrösin veik, þó brottu er sumarsins bliða. Sá óverki er meiri en orð fái skýrt þeir einir það vita sem reyna, er hjartað að óvöm er helgreipum nist og hörmungin kemur er varir mann sízt, hin þyngsta allra mannlegra meina. Þó mörg ein sé nóttin svo grátmyrk og grimm og geigvæn sé stormknúin alda var engin þó fyrri svo döpur og dimm, sem dagurinn, þegar að bömin hin fimm i hafdjúpið hurfu ið kalda. Þeim kveðju þið sendið með syrgjandi róm þið systkinin, vonin hin bjarta, við óttum sízt von ó þeim örlaga dóm að oftar ei heyrðum þann glaðværðar hljóm með fögnuði, er fyllti okkar hjarta. Vér kveðjum þig, Jón, þú varst kynlaukur vor og kunnir oss byrðina að létta, þín ráðdeild og hagsýni, hyggindi og þor og hógværð og stilling og dáðriku spor þau benda ó brautina rétta. Vér kveðjum þig, Helgi, með hjartfólgna þrá því hraustur og örlyndur varstu, ó framkvæmdum þínum vér fengum að sjá að framtiðarvegi þú starfaðir á, það merkið að banastund barstu. Vér kveðjum þig, Gunnar, þin glaðlega l)rá oft gjörði oss tímana bjarta, þin návistin gladdi, þvi hlaustu oss hjó svo hugljúfar minningar, þakklæti er tjá og vinanna varðveittir hjarta. Vér kveðjum þig, Ölafur, óstkæra bam þú óttir þér brautina greiða, til manndáða búinn og metnaðargjarn og mannsefni bezta, um almanna hjam lézt eigi glauminn þig leiða. Vér kveðjum þig, Valgerður, vifanna rós, þú varst ekki blandin af táli, þú ávannst þér hvarvetna og öðlaðist hrós, í ástvina brjósti þú tendraðir ljós með bamslegu, broshým máli. Með syrgjandi hjarta þó séuð þið kvödd og sorgin ei frá okkur viki, i svartnættismyrkri þó séum við stödd, það sorgina léttir að heyra þá rödd: þeim heyrir til himnanna riki. Og blessuð sé minningin ykkar um ár, þið ástkæru bömin hin friðu, við þökkum nú guði og þerrum vor tór, og þreyjum unz læknast hið blæðandi sár og bætist úr bölinu stríðu. Það lof er þið unnuð og orðstýr af lýð var árroði af komandi degi, því sigur þið fenguð i forlaga hrið, J)ið félluð sem hetjan er gengur i stríð og hopaði hvergi úr vegi. Þau hjónin á Kringlu misstu 5 börn sín í sjóinn, hér á Suður-Flös, þennan voðalega dag. Eftirmœli um Guömund Ófafsson frá Mýrarholti. Hve eikin hóa hrynur, er haiður stormgnýr dynu)-, sem falli fölnað strá, eins lífsins leggjast stofnar og lifsins tjaldbúð rofnar, ef nákul dauðans andar ó. Og heims er hverfult glysið þé hröðum fetum slysið í vina rænir reit, það ennþá einu sinni í okkar festir minnir hin dökka kista og dapra sveit. Þér kveðju er hvilir lótinn af konu og börnum grátinn vér flytjum síðsta sinn, þér verði svefninn sætur, en sjálfur herrann mætur um eilífð geymi anda þinn. Þegar Bakkus fór af Akranesi við nýjár 1902. Herra Bakkus hermir saga, hrakinn er í brott af Skaga, ókomin um ár og daga enginn fær þar brennivín „ergo“: þrífast illa svín, útsvörin þarf ekki að klaga, allir gulli safna, framfarir í flestum greinum dafna. Hálfa öld i hæsta gengi hér ’ann bjó og gladdi mengi veldissprota vel og lengi veifaði yfir frera sjót, stórtemplara ei hræddist hót, ýmsa hrausta átti drengi undir sinu merki, með þeim líka var hann oft i verki. 98 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.