Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 17
ASTKÆRA YLHYRA MALIÐ
Margar ágætar ritgerðir hafa verið
skráðar um nauðsyn þess, að vernda og
varðveita tungu vora svo, að hún sé á
hverjum tíma sem allra fegurst og sönn-
~ust.
Þetta er ekki einvörðungu sjálfsagður
metnaður, heldur einnig UfsnauSsyn. Sú
þjóð, sem lætur sig litlu skipta, þótt tunga
hennar spillist og atizt ýmis konar mál-
skrípum er ekki á framtíðarvegi. Hún hef-
ur glatað þeirri sjálfsvirðing, sem nauð-
synlegust er, og í skjóli skeytingarleysi
um meðferð tungunnar ná ótal illir andar
að festa rætur og grafa undan þeim lífs-
anda, sem sérhverri þjóð, er ætlar sér
sjálfstætt líf, er nauðsynlegur.
Flestir leikmenn munu hafa litið svo á,
að með stofnun kennarastóls í norrænu við
Háskóla íslands myndi íslenzk tunga eign-
ast kastala, þar sem sífellt væri verið á
verði um alla misnotkun móðurmálsins, en
því miður hefur sú von ekki rætzt á þeirri
fjörutíu ára starfsemi háskólans, sem liðin
er, þvert á móti má viða sjá þess vott, að
árunum gerst ágjamari og óprútnari um
aðferðir og álagningu í kaupum og sölum
en áður fyrr. En á seinni árum hafa yfir-
völdin mjög þrengt kosti þeirra, fyrst og
fremst með því að skera niður innflutn-
inginun og lækka verulega álagningu
þeirra. Þetta hefur leitt þá til alls konar
baktjaldamakks og óheilbrigði í verzlunar-
háttum, sem bæði héfur orðið til að hækka
vörurnar í verði og að farið hefur verið.
með þær sem ófrjálsa hluti. Það hefur
einnig slappað siðferðisvitund kaupend-
anna og aukið veilur þeirra í skapgerð og
daglegum háttum og aukið tilhneigingu
þeirra til að selja á sama hátt allt, sem
hver og eina gæti selt í vinnu og varningi.
Á síðustu árum hafa svo sprottið upp
ýmsir fjárplógsmenn, sem sumir kalla sig
iðnrekendúr, þótt ekki sé það nema að
nafninu til. Þeim er sumum alveg sama
hvað þeir gefa fyrir efni til iðju sinnar,
því að þeir fá verðlagt eftir innkaupinu og
geta selt allt í skjóli takmarkaðs inn-
flutnings og þörf — neyð — fólksins til
að kaupa bæði lélegt og dýrt, þar sem eng-
ar aðrar útgöngudyr eru fyrir heimilin
að eignast þessa hluti.
Nú eru þarfir heimilanna skammtaðar
svo smátt til ytri og innri fatagerðar, að
engan veginn nægir og þeir ná helzt í,
sem eru frekastir og hýma — þar sem
eitthvað er að fá — dag og nótt eins og
veiðimaður við gren. Og hinir veiðimenn-
irnir — sumir „iðnaðarmennirnir!! hafa
yfirboðið og þjarkað út úr innflytjendun-
um sem mest af því, sem komið hefur, til
flestum háskólaborgurum er mjög ósýnt
um meðferð móðurmálsins, svo að ekki sé
fastara að orði kveðið.
III. GREIN
Þegar Ríkisútvarpið tók til starfa, létu
forráðamenn þess í ljós, að aðalhlutverk
þess yrði að sjálfsögðu að efla og styðja
gott og hreint málfar. Því miður varð lítið
úr þessari fögru yíirlýsingu. Málsmeðferð
á fréttum ríkisútvarpsins og öðru, sem
þar er samið, er æði oft mjög slæm. Lög-
mál íslenzkrar tungu stundum þverbrotin.
Sama gætir og á fjölda erinda, sem flutt
eru í ríkisútvarpinu. Sannast þar sem oft-
ar, að eftir höfðinu dansa limirnir.
Þegar þjóðleikhúsið tók til starfa var
því enn yfirlýst, að sú stofnun teldi það
helga skyldu sína, að íslenzk tunga hljóm-
aði þar rétt og fögur. Enn hefur þetta ekki
rætzt, þvert á móti hefur i fjölda leikrita
þess að geta þrætt þetta saman og okrað
á því. En húsmæðurnar sitja með sárt
enni og verða að lúta svo lágt, að þakka
fyrir okrið hjá ofjörlunum, sem smjúga
gegn um alla möskva stjómarnetjanna og
„dýptarmæla“ verðlagsstjóra, eða þess,
sem í dag heitir verðgæzlustjóri og á morg-
un hver veit hvað.
Oft hefur á þetta verið bent, og leidd
rök að, svo var t. d. nýlega í blaðinu Dagur
á Akureyri, þar sem sagðar voru af þessu
o'kri ótrúlegustu sögur. Það er von, að
tekjur manna og mæðra verði ódrjúgar i
búi undir þvílíkum kringumstæðum og
því fremur, sem ríkið sjálft gengur enn
lengra i okri á almenningi, með tollum og
sköttum og „skatta-sköttum", þar sem ný
nöfn eru árlega fundin á nýjan skatt á
sömu vöruna inniflutta eða skattlagða hér
með framleiðsluskatti og ótal öðmm nöfn-
um til þess að villa fólki sýn, og reyna í
lengstu lög að láta það halda, að þessi og
hin skattamedalían eigi við aðrar vöru-
tegundir. Enn er svo slegið ryki í augun
á fólki með þvi að segja þvi við og við og
„sanna“ þvi, að enginn skattur sé á ein-
hverjum örfáum þeirra matvörutegunda,
sem mest eru notaðir af almenningi.
Greinum um þetta efni mun verða hald-
ið áfram hér í blaðinu og í næstu grein
a. m. k. sérstaklega tekið til meðferðar,
hve langt ríkið sjálft gengur, og setur öll
met í skefjalausri tolla- og skattapíningu
á landsfólkið, hvort sem þar er um að ræða
öreiga eða eignamenn.
Ó. B. B.
gætt þeirrar meðferðar á móðurmálinu,
sem hiklaust liefði sætt mótmælum hvar-
vetna, þar sem því er ekki tekið þegjandi,
vegna ills vana að tungunni sé spillt eða
hún afski-æmd.
Þá er bóka- og blaðakosturinn. Þar er
það miklu algengara, að tungan sé af-
skræmd og henni spillt, heldur en hitt,
að bók eða blað sé ritað á góðu máli. Að
því er dagblöðin varðar, er þetta afsakað
með þvi, að útgáfa þeirra verði að hraða
svo mikið, að ekki sé tími til neins nost-
urs eða sérstakrar umhugsunar að því er
málsmeðferð snertir. Þessi afsökun er þó
aðeins tylliástæða, þvi að sjálfsögðu þarf
islenzkukennslan, eins og önnur mála-
kennsla, að vera svo fullkomin, að hún sé
jafnan tiltæk, hvort sem ritað eða talað
er hratt eða hægt. Hitt er svo annað mál,
að prentvillur má frekar afsaka á dagblöð-
um en öðrum ritum, en prófarkalestur
margra dagblaðanna er býsna góður, eða
fyllilega eftir þvi sem ástæður eru til. En
hér er ekki meiningin að eltast við prent-
villur, heldur málsmeðferð tungunnar.
Til dæmis skal hér tekin upp frétta-
klausa úr þvi dagblaðinu, sem jafnaðar-
legast gerir sér mest far um sæmilega máls-
meðferð. Hjá sumum öðrum blöðum úir
slíkt og grúir á nær hverju strái.
... .„Svona tiðar jökulferðir upp á
liæstu bungur Vatnajökuls eru nýjung i
öræfaferðum Islendinga og þær munu
hafa fært þeim, sem tekið hafa þátt í þeim,
mikla reynslu um það, hvað hægt er i
þessu efni og hvað ber að varast. Islend-
ingar verða betur undir slíkar jökulferðir
búnir en áður, þegar til þeirra þarf að
taka, hvort heldur er i rannsóknarskyni
eða af öðrum ástæðum. Þeir eiga orðið á
að skipa allmörgum mönnum með reynslu
og þjálfun og kunnáttu á jökulferðum“.
Á venjulegu íslenzku máli lítur sama
tilvitnun þannig út: Svona tíðar jökulferð-
ir upp á hæstu bungur Vatnajökuls eru
nýjung í öræfaferðum Islendinga, og þær
munu færa þátttakendum mikla reynslu
um það, hvað nauðsynlegt er i þessum
efnum og hvað ber að varast. Með slíkri
reynslu verða Islendingar betur undir
jökulferðir búnir en áður, hvort heldur
þær verða farnar í rannsóknarskyni eða
af öðrum ástæðujn. Nú er og orðið völ
allmargra manna með reynslu, þjálfun,
og kunnáttu í jökulferðum.
Ég læt lesendur um að bera saman og
finna muninn, en vek athygli á því, að
málskemmdir þær, sem koma fram hjá
umræddu blaði eru mjög almennar og
iitbreiddar, og þær eru máske hættuleg-
astar sem eyðilegging tungunnar, því að
það fer algerlega fram hjá flestum les-
endum, að um nokkrar málskemmdir sé
að ræða. Þetta er tekið sem góð og gild
vara í alla staði, og máske af mörgiun
talin fyrirmyndar íslenzka, þótt hugeun
^9
AKRANES