Akranes - 01.07.1951, Blaðsíða 15
Uppgötvanir ráða örlögum mannkynsi
Upphaf siðmenningarinnar má telja að
hafi átt sér stað um tíu þúsund árum f.
Rrists burð, og svo má segja, að á tíma-
bilinu 7000 til 4000 f. Kr. b. hafi venð
gerðar allar þær uppgötvanir, sem hún
hvilir á. Engar síðari uppgötvanir hafa
valdið slíkum byltingum.
Maðurinn var búinn að vera til mörg
himdruð þúsundir ára áður en siðmenn-
ing hans hófst, og hann var búinn að
dreifa sér um allan hnöttinn. En honum
gat ekki fjölgað fram yfir það, sem viður-
værið leyfði, eins og ótamin náttúran lét
það í té.
Sá er þetta segir er Clark Wissler, áður
forstjóri mannfræðisdeildarinnar í þjóð-
menjasafni Bandarikjanna.
Hin gagngerða breyting á lifnaðarhátt-
Rímur kveða og raddstrengi
reyna á letraspjöldum,
held ég gleði saklaus sé,
siðla á vetrarkvöldum.
Segir Simon.
Enginn iþrótt er íslenzkari, og hvað
sem allri skáldmennt líður, er skarð fyrir
skildi i manndómi og menntun æskulýðs
landsins, ef unga fólkið hættir að glíma
við að ríma visur. Það gerir það ekki. En
ekki ráðast allir á garðinn þar sem hann
er hæstur. Ljóðmæli Símonar eru svo
misjöfn og margvísleg, að þeim er gott að
kynnast fyrir þá, sem vilja gera sér það
að dægradvöl og íþrótt að stuðla visur, án
þess að hugsa til skáldfrægðar. Þar er
sannarlega úr miklu að moða. En enginn
er kominn til að skýra hvað helzt fest
ist i minni hverjum einstaklingi og hvers
vegna.
Þegar unga fólkið fer aftur að yrkja
ljóðabréf og kveða rimur — og þvi á það
ekki að fara að gera það — þá verða hinar
hressilegu visur Simonar tiltækar mörgum
sem vill kynna sér kvæðastílinn.
Þaðan yfir fór ég fjöll
— freka þandi göngu —
fönnum drifin alveg öll
á Hornstrandir löngu.
Mjög er tvenns hagar þjóðin þar
því á fennu láði:
skýrleiksmenn og. skrælingjar
skjótt ég kenna náði.
Hölda grúði hér og hvar
heimsku búinn tötrum,
áfram lúinn asnast þar
í hjátrúarfjötrum.
Sjást þar víða ekru um
ærið grettar drósir,
um mannsins varð með þeim hætti, að
hann lærði að rækta jörðina og temja dýr.
Sú var stærsta byltingin.
Alla fyrri steinöldina — sem var geysi-
lega löng — gerði maðurinn ekki annað
en að afla fæðu þar sem náttúran af eigin
tilverknaði lét hana í té. 1 ægilegan tima
kom hann ekki auga á aðra möguleika. Ef
hann hefði tamið dýrin, í stað þess að of-
sækja þau og trylla, hefði hann getað lifað
af þeim góðu lifi með því að slátra aðallega
karldýrunum. Og reynslan mundi þá brátt
hafa opnað augu hans fyrir þvi, hve kyn-
bætur voru nauðsynlegar. Með þessu hefði
hann ekki þurft að vera háður ótaminni
náttúrunni.
Allt þetta sýnist okkur að legið hafi i
augum uppi. Hitt var síður hægt að ætlast
Þannig er misjafn sauður í mörgu fé
hjá Simoni.
En allt stefnir að einu marki:
Sérhver lmellinn heims frá leik
hnígur um ellitíðir.
Þannig fellur aldin eik
eins að velli um síðir.
Það er svo margt sem i hugann kemur
þegar farið er að ræða um Simon Dala-
skáld og Skagafjörð — og gamlar minn-
ingar:
Vang og haga vefur mjöll,
vindar naga börðin,
hugann draga huldufjöll
heim í Skagafjörðinn.
Aldrei prýðin þrýtur þin
— það má hríða og snjóa —
þar á víða vonin min
veg um hlíð og móa.
Lífið hefur dóma dæmt,
dagsverk ógild láu,
ég á aldrei afturkvæmt
yfir fjöllin bláu.
Fellur á tinda timans mjöll,
tæpt er gata skorin,
bráðum fennir yfir öll
æsku-vonasporin.
Þó að förin fyllist snjó,
fyrnist vorið heima,
minningarnar má ég þó
mér i hjarta geyma.
Fyrirgefi svo allir þeir, sem þekktu og
þekkja Símon betur en ég.
til að steinaldarmaðurinn sæi, hvernig
hann gæti búið i haginn fyrir sig með
fræi jurta þeirra, er óxu viltar.
Við vitum það nú, að mest næring er
í fræi jurtanna, en það tók manninn um
400,000 ár að gera sér ljóst mikilvægi
fræsins og að framtíð hans byggðist á
réttri notkun þess.
Sennilega fáum við aldrei um það að
vita, með hverjum hætti það varð, að
hinn frumstæði maður lærði að sá og
skera upp, né heldur hvar þetta gerðist. En
hitt vitum við, að menningin lét fyrst á sér
bóla á sléttunum við ósa þriggja stórfljóta,
sem langt eru hver frá öðru, en þau eru
Nil, Efrat og Indus.
A þessum sléttum finnum við leifar
hinna þriggja fornríkja, Egyptalands,
Súmers og Indlands. Þar eru rústir hinna
fyrstu skipulega byggðu borga, en þær
borgir eru Ón (Heliopólis), Ur, og Mo-
henjo-Daró, sem allar voru í blóma um
fjögur þúsund árum fyrir Rristsburð.
Til skamms tima var Egyptaland talið
elzt og vagga allrar siðmenningar, en
fornleifarannsóknir í Súmer kringum 1926
sýndu að um 4000 árum f. Kristsburð hafði
menningin verið komin þar á hærra stig.
Svo voru nokkrum árum síðar grafnar
upp þær borgir á Indlandi, sem virðast
keppa við Súmer um aldursfrægðina, enda
þótt enn hneigist vísindamenn fremur að
því, að telja Súmer nokkru fremri.
Lítil ástæða er til að ætla að í þessum
miðstöðvum menningarinnar hafi hún
þróast með þeim hætti, að hver væri ann-
ari óháð, því bæði er það, að þær fá þroska
sinn um sama skeið, og svo er það sýnt,
að í þeim öllum hafa lifnaðarhættir verið
með nokkuð svipuðu móti.
Einkenni þessara lifnaðarhátta eru
kornyrkja, kvikfjárrækt, plógurinn, hjólið,
málmar, ritlist, tímatal, og borgir. Það er
ekki auðvelt að gera sér það ljóst, að allt
þetta var þá einstætt i veröldinni og liafði
ekki verið til áður. Þó er hitt merkilegra,
að enn eru þetta undirstöður siðmenning-
arinnar.
Stærsti meginþátturinn i þessum megin-
grundvelli siðmenningarinnar er korn-
yrkjan. Hveiti, bygg og hirsi eru fyrstu
korntegundirnar. Síðar koma rúgur, hafr-
ar og hrísgrjón, og allt voru þetta upp-
runalega villijurtir. Alls staðar þótti hveit-
ið bera af, og svo er enn.
Ekki er það aðeins að þessar fornu korn-
tegundir standi enn fremstar, heldur er
það einnig svo um sláturdýrin, þvi að þau
voru nautgripir, sauðfé, geitur og svin.
Bein þessara dýra er að finna i hinum
elztu menningarleifum og myndir af þeim
eru i ristum og málverkum á veggjum
hofa og grafhýsa. Næsta dráttardýr eftir
uxanum var asninn, en hesturinn kemur
þar til sögunnar um þúsund árum síðar
og úlfaldiun enn seinna.
þó fullfríðar innan um
auðar spretta rósir.
AKRANES